það var skammt stórra högga á milli hjá manni. Í kvöld [máudagskvöld alt svo] var aftur ætt á skíði og núna með brójanum Gunna. Hann fór víst í Heiðmerkurferð í gær og núna slóst ég með í för. Það var mikið fjör. Sérstaklega fyrir hann Vento sem loksins fann ofjarl sinn. Var þar fyrir snjoskafl einn mikill. Æddi ég út í hann eins og einhver andskotans auli og gaf bara allt í botn. Það var bara gaman, sérstklega þegar við áttuðum okkur á því að öll fjögur hjólin voru komin á flot og fríhjóluðu bara eins og þeim sýndist. Þetta endaði með því að ég sneyptist upp á þjóðveg gangandi og veifaði eins og brjáluð halakarta.... ætli halakörtur annars veifi eitthvað sérstaklega jafnvel þó þær séu brjálaðar? Það veit ég svo sem ekkert um. Hitt veit ég að flestir sem fóru þarna um álitu mig einhvern brjálaðan þjóðvegamorðingja og hægðu varla á sér þó ég veifaði öllum öngum af lífs og sálar kröftum. Annars undarlegt að það voru bara fólksbílar sem stoppuðu... lengi vel. Alveg þangað til bjargvætturinn Ford Econline á risadekkum með spil kom og dróg bara aumingja Ventó út úr skaflinum eins og einhvern mjölpoka frá bakaríi Sandholts.
Svo var farið á skíði og það var bara stuð. Reyndi að vísu dálítið á en hvað um það... eru skíðaferðir ekki til þess? Nú, svo þegar heim var komið þá beið HK með þessa dýrindis pizzu handa mér. Og það var sko alls engin úldin pizza frá 67! Jamm þaldénú!
....
No comments:
Post a Comment