Monday, January 30, 2006
Það voru hér um bil æfintýr !
Þrátt fyrir allt klukkuleysi kom sólin upp á sínum tíma. Merkilegur andskoti þetta að sólin geti komið upp án þess að maður líti á klukkuna fyrst. Við vorum annars ekkert að ónáða sólina of mikið og vorum í leti kasti eitthvað fram eftir degi. Reyndar var sólin heldur ekkert mikið að ónáða okkur þar sem hún faldi sig bakvið skýjabakka allt um kring. En einhvern tíman lögðum við að stað í göngutúr.
Og gengum af stað um Fellsmörlina og inn með Lambá þar sem heitir hvorki meira né minna en Fjallgil. Þar fundum við hinn herlegasta hellisskúta grafinn inn í móbergið og heitir þar reyndar ekki neittt en lítur einhvern veginn svona út:
Nú svo var gengið áfram og gerðist gilið æði draugalegt á köflum. Mjög hugðum við að uppgöngu en allt kom fyrir ekki. Þrátt fyrir mikla tilbuðri til uppgöngu tókst það ekki enda efri brúnir gilsins tryggilega varðar með klettasnösum ógurlegum mjög!
Voru þar og bardagar hinir mestu tröllanna millum!
Loks var til baka haldið hina mestu háskaför þar sem fljótið ógurlega var vaðið margsinnis. Var þar tekið hraustlega á og ekki hirt um smábleytu vætlandi niður i skæði vor.
Nú, er til kofa var komið hafði sólin náðarsamlegast látið sig hverfa og gerðist nú myrkvað mjög. Það létu æfintýrafarar samt sem vindu um eyru sín þjóta og réðust í grillveislu hina mesta. Var annar meira inni að stýra veisluföngum á meðan hinn var meira úti að stýra eldglæringum. Var reyndar einhver leki endalaust úr himinum þannig að brugði var á það ráð að grilla undir borði. Reyndist það hið mesta snjallræði og að lokum var étinn grillaður lambavöðvi.
Að áti loknu var lagst í þungar hugsanir skákþrautarmanna þar sem bókstaflega rauk úr heilasellunum.
Varð undirskrifaður að lokum að játa sig mátaðan af Hönnu Kötu hinum roslega skákþrautarmanni. Var loks lagst til hvílu með húfutetur enn um haus því íslensku veðurfari er hvergi neitt að treysta sem allir með vit á vetlingi eru fullnuma um.
Klukkan hvað var ekki vitað svo gjörla og reyndar skiptar skoðanir um. Sagði annar að klukkan væri langt gengin í fjögur en hinn taldi hana vera eitthvað nær miðnætti. Sá hófsamari í þeim efnum hafði réttar fyrir sér og raunar tölvert rétt sem reynar kom í ljós strax um nóttina því það virtist aldrei ætla að fara að birta af næsta degi. Var undirritaður jafnvel farinn að hafa áhyggjur í alvöruni af því að sólin hefði sofið yfir sig.
Um nóttina rigndi all mjög mikið og endaði það með því eins og sagði í vísunni að vatnið óx og óx!
Morguninn eftir þegar sólin hafði sýnt sig á bakvið skýin varð síðan allt í einu vart mannaferða. Var þar kominn Sigurjón bóndi á Eystri-Pétursey í björgunarleiðangur einn mikinn til að bjarga turtildúfunum tveimur sem voru orðnar innlyksa án þess að vita það almennilega. Hafði hann dráttarvél eina ferlega með skóflu mikilli og réðist hann í alls kyns vegalagningu, stýflugerð og vatnaframkvæmdir aðrar til að bjarga okkur tveimur og vesalings Ventó úr prísundinni sem komin vorum við í.
Verður saga sú ekki höfð lengri að sinni en sjá má fleiri myndir hér
Monday, January 23, 2006
híhíhí - þetta er of fyndið!
You scored as Engineering. You should be an Engineering major!
What is your Perfect Major? (PLEASE RATE ME!!<3) created with QuizFarm.com |
En af hverju í ósköpunum fann prófið út verkfræði sem var bara eitt af þessum fjórum jafnhæðstum. Þeir sem mig þekkja annars gætu vitað að niðurstaðan úr þessu er næstum því of rétt! Það er annars bara eitt sem vantar og reyndar eitt sem er e.t.v. ofaukið þarna á topp 4 listanum... en annars - það sem vantar er ekki á listanum sýnist mér og flokkast þá líklegast bara sem verkfræði líka!
....
Afmælishelgi afstaðin
Nú svo var ekki mikið afrekarð á laugardegi enda annað afmæli í uppsiglingu. Mamman farin að eldast líka. Hún bauð upp á þorramat. Ekki slæmt heldur.
Núbbs. Svo í gær var minn bara í rólegheitunum enda skilinn eftir einn heima á meðan HK æddi á fjöll með skátum og sigraði Skessuhorn í heví ísklifri á meðan minn bjó til beikonvafða kjúklingasteik. Þetta minnti mig annars eitthvað á einhverja auglýsingu um eitthvað kjöt.
Já HK fékk örugglega almennilegt að éta þegar hún kom svöng og úppgefin heim úr ísklifri.Þar sást fyrst einhver kona á skíðum. Held hún hafi nú bara heitið Alda og hún var svona útivistartýpa. Svo sást maðurinn hennar hann Ragnar og hann var inni í einhverjum sumarbústað að elda mat. Hann var nefnilega svona meira einhvers konar innitýpa. Svo endaði auglýsingin með því að þegar Alda kom svöng og þreytt heim af skíðum og það beið hennar einhver edilons steik að hún spurði: "Nú til hvers að eiga meistarakokk fyrir eiginmann ef maður fær ekki almennilegt að éta þegar maður kemur svantur heim af skíðum?"
....
Wednesday, January 18, 2006
Mitt heilsusamlega líferni í súkkulaði sósu
Það er sem ég segi "Maður lifandi" að þar komst ég loksins í kynni við himnaríki. Upp á var nefnilega bjótt kjúkling í súkkulaðisósu. Ég segi og skrifa KJÚKLING Í SÚKKULAÐISÓSU!!!
Við höfðum nú reyndar vit á að panta sitt hvort þannig að það var ekki bara súkkulaði kjúlli í matinn. Enda kannski eins gott eða kannski var það einmitt það ráðabrugg sem rústaði þessu. En í öllu falli. Ekki aftur kjúlla í súkkulaði fyrir mig!
Annars var þetta ágætt eða rúmlega að og bara gaman að hleypa svona aðeins heimdraganum í hádeginu.
....
Tuesday, January 17, 2006
Skammt stórra högga á milli...
Svo var farið á skíði og það var bara stuð. Reyndi að vísu dálítið á en hvað um það... eru skíðaferðir ekki til þess? Nú, svo þegar heim var komið þá beið HK með þessa dýrindis pizzu handa mér. Og það var sko alls engin úldin pizza frá 67! Jamm þaldénú!
....
Sunday, January 15, 2006
Helgi til að muna!
Eins og allt fólkið sem kom í matarboð og brjálað partý heim til mín á föstudagskvöldið. Matarboðið var undirbúið í þaula sem fólst t.d. í því að klósettið var þrifið á handahlaupum kl 6 um kvöld. Svo var verslað í Hagkaup í Smáralind á meðan búðin var að loka klukkan 7. Svo var ætt niður á Laugaveg og farið að lesa betur uppskriftina. Klukkan átta kom svo fyrsti matargesturinn reyndar heilum hálftíma of snemma. Á sama tíma komst kjúllinn í ofinn og þá loksins upptötvaðist að þetta var uppskrift að hægsteiktum kjúlla sem skyldi fá að dúsa tvo klukkutíma í ofninum. En með einvhverju ótrúlegu svindli þá bjargaðist þetta allt saman. Ég held að maturinn hafi bara verið frábær og svo þróaðist þetta í brjálað partý til klukkan fjögur um nótt með tilheyrandi hávaða, brothljóðum og látum.
Harmon Kardon í essinu sínu og villt partýlæti um miðja nótt
Á laugardeginum var ekki hægt að sofa mikið frameftir því við HK vorum í hlutverki passara Almars frænda frá Egilsstöðum sem var í bænum. Við hrisstum af okkur allt slen og aumingjaskap og vorum komin á fætur ekki mikið seinna en klukkan ellefu. Eða að minnsa kosti Hann Kata. Ég sjálfur var eitthvað aðeins seinni til enda ekki að fara að passa frænda minn.
En þetta var bara megastuð. Við fórum út um víðan völl og Almar á blárri snjóþotu sem hefur það helst sér til frægðar unnið að hafa farið yfir Vatnajökul þveran og endilangan. Nei ekki lítið afrek það fyrir eina litla bláa snjóþotu.
Á snjóþotu á laugardegi á Klambratúni
Á Klambratúni lentum við í hetjulegum bardaga við fríspilandi sjeffer hund. Reyndar ekkert sérlega illúðlegan en hann var svona hálf örvinglaður greyið.
Svo var haldið niður í bæ. Við fengum þá fáránlegu flugu í höfuðið að það væri snjallræði að fara á Pizza 67 og snæða svo sem eina flatböku. Það voru hin mestu mistök. Gráðaosturinn á pizzunni var meira en úldinn og bragðið eftir því. Það eina sem bjargaði þessu voru hinar sívinsælu jólasmákökur sem voru snæddar í tugavís.
Almar og HK nýbúin að fá sér nokkrar jólasmákökur!
Eftir pössunarstörf var ákveðið að leggja land undir fót eða að minnsta kosti land undir hjól... á Ventó sko. En áður en það var hægt þurfti að leggja sig smá... reyndar ekkert mikið. Ekki nema svona 3 tíma held ég. Eftir það þurfti að spá aðeins í málin og spekúlera í hvert væri skemmtilegas að fara og hvað væri best að gera. Úr því það var komið langt yfir miðnætti var ekki lengur neitt vit í að fara langnleiðis og því var farið skammleiðis. Það var sem sagt brennt upp í Holt eða já, ég meina farið í Brennholt. Það er uppi í Mosfellssveit rétt hjá þar sem Nóbelsskáldið átti bústað og reit sumar bóka sinna.
Þar tók á móti okkur eitthvað það dásamlegasta tunglskin sem nokkurt auga hefur nokkurn tíman barið og lýsti það upp ósnertanlega mjöllina allt um kring. Þarna í æfintýralandinu vorum við svo það sem eftir lifði nætur og eínhvern tíman fyrir birtingu var loksins gengið til náða...
Brennholt í tunglskini klukkan þrjú að nóttu
Þeir sem ganga ekki sérlega snemma til náða hafa einnig uppáskrifað leyfi til að sofa aðeins fram eftr. Að minnsta kosti ef það er kominn sunnudagur. Þetta leyfi nýttum við okkur óspart og einhvern tíman seint og um síðir var skrönglast af stað. Það var nu skundað á Þingvöll.
Þar keyrðum við ófæran Bolabásarveginn áleiðis inn að Meyjarsæti. Loks voru skíðin sett undir bífurnar og arkað af stað. Í punkti 27W 0499618 UTM 7130815 hjörsey 1955 var numið staðar og grillaðir hamborgarar sem smökkuðust betur en allir hamborgarar heimsins hafa smakkast.
Blásið á glæðurnar á Bláskógaheiði í kvöldrökkrinu
Nú svo var bara haldið heim á leið. Ég og HK á Ventónum með öllum hinum jepunum á Mosfellsheiðinni
....
Thursday, January 12, 2006
Líklega ætti maður að blogga aðeins meira
Jeg held nefnilega enga dagbók af viti nema þessa hér á vefnum og það getur verið gaman þegar ekkert er að gera að skoða hana. Núna er annars alveg fullt að gerast og ekki neinn einasti tími fyrir hangs við blogglestur. T.d. var í gærkveldi farið á skíði eða það stóð a.m.k. til. Við HK fórum upp í Heiðmörk. Ég á eldgömlum brautarskíðum þar sem ég treysti ekki alveg snjónum og tímdi ekki nýju eðal Fischer E99 skíðunum mínum enda enn sem komið er ekki mikið af rispum á þeim. Nú við komumst í hríðarbyl upp í Heiðmörk. Ég hafði áhyggjur á leiðinni af því að við myndum festa Ventó ræfilinn í einhverjum skafli en þær áhyggjur reyndust ástæðulausar. Á leið niður fyrstu brekkuna áttaði ég mig á að ekki var þetta allt að gera sig. Það voru steinvölur upp úr hér og hvar og maður eiginlega bara stoppaði á leiðinni niður. Ákveðið var að hlífa okkur og kannski sérstaklega skíðunum hennar Hrafnhildar við þessum ósköpum en í staðinn farinn vandretúr án skíðanna um Mörkina. Var það bara meget fínt.
Þegar heim var komið var eitthvað af afrakstri kvöldsins af myndadóti sett á vefinn. En ég komst í skönnunarham og fann m.a. þessa mynd hér af óþekktum strák á gömluborgartorginu í Prag frá 1989. Gaman að því!
Núbbs. Skyldan kallar en einhvern tíman verður bloggað eitthvað meira eins og um tónleikabröld og gleði síðustu helgar sem er í frásögur færandi.