Sunday, October 30, 2005

Að vera eða ekki vera 70% víraður!

You Are 70% Weird

You're so weird, you think you're *totally* normal. Right?
But you wig out even the biggest of circus freaks!

Ætli það sé annars ekki best að fara að sofa!

Svona ýmislegt

Kannski svo margt að gera að það gefst enginn tími fyrir blogg. Annars þegar maður nær ekki að skrifa eitthvað sem maður eiginlega verður að skrifa þá verður bloggið dáltið útundan. En er samt enginn aumingjabloggari ef einhver ætlar að fara að brigsla mér um það.

En það hefur svo sem eitt og annað verið að gerast. Var í hlutverki leiðsögumanns að sýna útlendingi sem kom að ljósna um okkur í vinnunni minni í vikunni. Tókum hann í helvíti fínan túr, alveg einstaklega frumlegan þar sem við skoðuðum t.d. merkan stað sem er kallaður Þingvellir þar sem Ameríka og Evrópa mætast. Alveg meðólíkndumerkinlegt! Svo skoðuðum við hvítfrussandi hverapitti einhvers staðar á Suðurlandi þar sem að auki ég fékk hamborgara með þeim söltustu frönsku kartöflum sem ég hefi nokkru sinni séð. Ég sver það við skegg spámannsins að ég skóf sentimeters þykkt lag af salti utan af hverri kartöfflu. Eða kannski var það millimeters þykkt. Skiptir ekki máli. Noktun á salti í sjoppunni á Geysi er heilsuspillandi. Nú, svo skoðuðum við rosalega fínan foss þarna í nágrenninu sem fellur í einhverjum tveimur stöllum. Það var annars mikið æfintýr þar sem hinn stórhættulegi göngustígur þangað niðreftir var allur ísilagður og við duttum hver um annan þveran. Reyndar datt enginn í fossskrattann en það munaði ekki mjög miklu. Líklega ekki nema svoina 50 metrum. Rúsínan í pulsuendanum var svo að finna eitthvað blátt lón rétt hjá eiturspúandi jarðvarmaveri þar sem við gátum svamlað um tíma. Jábbs, ég hafði ekki neina einustu hugmynd um að landið hefði upp á öll þessi ósköp að bjóða.


two men and two shadows
Á svelluðum stíg fossskrattans


Þetta blogg mitt núna er annars svona safnblogg þannig að það má alveg fljóta með að á föstudagskvöld var mér bjótt lofkastalaklæddum í Iðnó af Hönnu Kötu að sjá mína eigin konu. Barsta rosva gjaman.

Svo í gær fór mínn á badminton mót. Nei ekkert sem áhorfandi heldur sem virðulegur keppandi og varð ekki neðstur þrátt fyrir takmarkaða kunnáttu og beylglaða öxl.

Nú svo núna áðan var ekið austur um sveitir. Gætt að músahúsinu sem hefur enn ekki verið étið og einnig einum kettinum til komið þar ofan í moldina.


the icelandic south coast road
Það var föl á Suðurlandinu

En sit núna einn heima hjá mér kominn með hor í nös og geri ekki almennilega ráð fyrir að skrönglast í vinnuna á morgun.

Friday, October 21, 2005

og líka

kamnski má bæta því við þessa hræðinlega löngu bloggfærslu hér að neðan að ég varð svo syfjaður í gjærkvöldi að ég sofnaði í hausinn minn á meðan ég var á msn.

Svo fór ég til tannlæknirins míns í morgunn og hann fann heila holu sem hann ákvað að stækka með ægilegum borum - bæði honum litla skræk og frænda hans honum stóra rámi. Varð úr því ægilegt ginnungargap sem fyllt var með hvítu plasti.
Svo át ég einhverja ógeðis steik í hádeginu sem öllum fannst góð en mér fannst bara lala og svo fékk ég í magann af henni.

Lox tók ég á það ráð þegar ég kom heim að þvó svitaskítablautufötin úr töskunni minni sem gleymdist alveg í gær.

Já og segi ég þá aman eftir þessari færslu þar sem hún á ekki að vera svona skelfinlega löng eins og færslan sem var gerð á undan.... og þó verð að taka fram að þar sem það er komið fram yfir miðnætti þá er í dag í gær og í gær í fyrradag. Þar sem minn dagur byrjar ekki fyrr en ég er búinn að sofa og það er ég að hugsa um að fara að gera hvað úr hverju.


....

Thursday, October 20, 2005

að vera of...


....utan við sig...

Ég þori nú varla að upplýsa um mitt síðasta afrek á sviði utanviðsmennsku.

En þetta byrjaði svo sem allt voðalega sakleysislega. Svona rétt eins og einher sem byrjar reykingaferilinn á því að draga bara að sér andann, svo veit hann ekki fyrr til en það er komið eitthvað logandi rör sem andað er í gegnum og svo bara er maður farinn að reykja. En nei... ég er ekkert farinn að reykja ... ætti ekki annað eftir.

En það var einhvern tíman rétt fyrir hádegið í gær að ég sá að hetjurnar í vinnunni minni voru allt í einu bara komnar í hlaupagallann og eitthvað rosalega heilbrigðar. Rámaði mig þá allt í einu í hlauparagallann minn sem var fyrir löngu orðinn úrkula vonar um að verða notaður aftur nema einhver myndi hreinlega brjótast inn í bílinn minn og stela honum. Nei, ég fékk sem sagt þessa fáránlegu hugmynd að skokka bara líka og þá í þessum hlaupagalla.

Þetta reyndist vera þjóðráð. Hlaupagallinn varð sveittur, sæll og skítugur en ég bara dauðuppgefinn. Enda kom það á daginn að mér gekk mikið betur að treina þessa 5 kílímetra í einhvern almennilegan klukkutíma skokktúr heldur en hinum sem bara æddu áfram og fóru frekar illa með suma kílómetrana og gáfu þeim ekki nema einhverjar vesælar fimm mínútur.

En hvað um það. Taskan með blautu og skítugu dóti endaði undir skrifborðinu og gleymdist þar að sjálfsögðu. Ég hins vegar sem krónískur vinnusjúklingur átti auðvitað leið í vinnuna aftur seint um kvöldið og þá allt í einu kom þessi vesalings taska upp í hugann.

Síðan þegar ég vaknaði í morgunn þá allt í einu mundi ég eftir töskunni og fór að hafa áhygghjur af blautum illa lyktandi fötum í einhverri tösku hér í íbúðinni. Nú ég þurfti svo að huga að öðrum mikilvægari málum eins og að finna einhverja sokka til að fara í. Kom þessi töskuskömm ekkert meira upp í huga minn fyrr en ég fór að heyra einhvern orðróm um hina undarlegu tösku sem hafði fundist úti á bílastæðinu um miðnættið einhvern tímann.

Nei ég skil ekki að fólk sé eitthvað að gera grín að mér.

Svo skal skokkast á morgun aftur. Verður spennandi að vita hvaða axarskaft ég geri þá. Kannski gleymi ég núna að fara í hlauparagalann og geymi hann bara þurrann í töskunni. Það er annars ekkert svo galin hugmynd... myndi spara þvotta töluvert. En nei annars, það er líklega aðeins of kalt fyrir slíkar hetjudáðir. Læt þær bíða til vorsins.

Saturday, October 15, 2005

Þegar kreatífitíið hvarf....

Ég ætlaði að nota daginn og taka einhverjar flottar myndir til að verða glaður í marga daga yfir að geta eitthvað en ó og æ... Það brást.

Fór eitthvað út og datt bara ekkert í hug. Endaði á því að koma heim til mín aftur með minniskortið jafn tómt og þegar ég lagði af stað. Svona til að gera eitthvað þá varð þetta laufblað af askinum við eldhúsgluggann minn fyrir barðinu á mér.
one lonely leaf on my pavement



....
Það er annars greinlega komið haust þar sem laufið er að fara af Askinum. Það dettur óvenjurólega af núna þetta haustið. Byrjaði að detta af einhvern tíman í nótt og er ekki enn farið allt af. Klárast líklega á morgun. Askur er reyndar makalaust tré... eða þannig.

Thursday, October 13, 2005

Það er haust - það er snjór

Einhvern veginn minnti veðrið mig í morgunn á malarbornu bílastæðinu baka til á Laugaveginum mig á hlíðar Kilimanjaró. Það var logn, það var smá snjór og eitthvað í loftinu. Allt var bara einhvern veginn ágætt...


On the way down


En svona fyrir þá sem lesa þetta frá úglandinu eða úr sveitinni þá var nú snjórinn bara einhver föl sem sást í gegnum og getur fokið í burtu þá og þegar.

Sunday, October 09, 2005

Ég fór í óvissuferð í fyrragær .......

Úff, skammst stórra högga á milli og allt of mikið að gera. Ég gubbaði næstum yfir skrifborðið mitt á föstudaginn yfir ofmikluaðgera ástandinu. Það skilur enginn neitt í þessu og ég síst af öllum, enda er rannsóknarnefnda á leiðinni.

Svo var farið í óvissuferð. Undarlegt með hugmyndaauðgi óvissuferðanna. Þetta var held ég fimmta óvissuferðin hér með vinnunni minn og tvisvar er búið reyna að kenna mér línudans. Ég alveg dýrka línudans út af lífinu eða þannig. En, nei annars. Ég skil ekki alveg tilganginn með línudansi. Dans sem ég get fundið mig í þá má maður gera það sem manni sýnist og svo er eitthvað annað fólk sem maður er að dansa við. En nei. Línudansófétið. Þá standa allir í einhverjum skipulegum röðum. Gera nákvæmlega það sem einhverjum spekingi datt í hug fyrir löngu að væru flott spor. Síðan sér maður í besta fllai ekkert nema hnakkann á næsta manni og ef maður fær að koma við einhvern þá er það bara maður sjálfur. Neibbs. Mínar hugmyundir um dans eru að fá einhverja smá útrás, fíla góða tónlist, vera með fólki, sjá framan í það og einhver komi eitthvað við einhvern enda er maður manns gaman.

Þessi stórgóða óvissuferð náði annars hápunkti sínum þegar við stálums yfir grindverk og alles ofan í heitan pott og vorum í þokkabót rekin uppúr eins og óþgægir krakkar. Alveg ótrúlegt hvað það er gaman að vera þó ekki nema eins og óþægur krakki eitt kvöld. Verst annars að ég fór aðra ferð yfir grindverkið til að hjálla til við að sækja eitthvað sem hafði orðið eftir og tókst eiginlega að rífa af mér hægri öxlina þegar ég fór niður af skrambans grindverkinu. Er aukin heldur allur skreyttur marblettum hér og hvar!



EN



Fór svo í rosla góðan göngutúr upp í Hengil í gær. Verst við fórum ekki inn í dal heldur upp á fjall þannig að við komumstumst ekkert í heitan læk að striplast en það gerist kannski bara einhvern tíman seinna. En ég get vottað að veturinn er kominn í Hengilinn. Sknjór út um allt og hvaðeina. Verst það var engin myndavél með þar sem þetta var roslega flott allt saman.

Friday, October 07, 2005

váts

Ég er klikkaður... það er komin nótt og bráðum kemur bara nýr dagur... og ég þarf að sofa 58 klukkutíma áður en ég get vaknað. Þetta text aldreigi. Jú annars þetta tekst alveg.

Sem ég sá himininn brenna


burning mountain


þetta er nú reyndar bara photoshop svindl eða þannig....
ekkert merkileg mynd.

Wednesday, October 05, 2005

að vera eða ekki vera...

...yfir sig treyttur. Ég er er svoleis. Núna er málið að fara roslega snemma að sofa en samt kannski blogga skmá svona til hátíðabrigða.

Það er einhvern veginn allt að gerast þó kannski sé ekkert að gerast. Var í vikulegu badminton sprikli og á hraðferð upp á Elliðavatn til að vera á fundi sem mig langað nákvæmlega ekkert á. Svo ekki skemmtilegt fundarefni að ég hirði ekki einu sinni um að blogga um það hvaðþámeira. Nú, ég hallaði mér upp að veggnum þarna í búningsklefanum á meðan ég var að tala við Ágúst badmintonspilara (hann er roslega góður, svona álíka og ég sjálfur, ég er reyndar búinn að spila tvisvar sinnum meira en hann síðustu árin... þ.e. fjórum sinnum en hann bara tvisvar ef skiptið í dag er talið með) og viti menn... slokknuðu ekki öll ljósin. Hey þú þarna sögðu allir, varstu að slökkva. Onei - rafmagnið var farið og hjálp - það var líka farið í vinnunni minni. Þeir sem eitthvað vita vita líka hvað það getur þýtt. Núbbs það var sem sagt unnið eftir alls kyns neyðarplönum og alveg svaka fínt stuð þangað til stuðið kom aftur í gegnum rafmagnsvírana. En gvað um það.

Mamman manns er farin á sjóinn þannig að ég er núna hálf munaðarlaus en það kemur auðvitað kona í konu stað... nei annars, þetta var nú bara asnalegt grín Annars átti ég von á að þurfa að fara að passa einhverjar kisur en það verður líklega ekki. Þeim fækkar tölunni svolítið og það þarf að fara í aðra kattarútför eins og var þarna um daginn. Ætli það verði ekki um aðra helgi. Kemur í ljós. Mér finnst annars alltaf jafn skemmtilegt að segja frá því að mamma mín sé á sjónum. Dálítið absúrd að eiga móður hátt á sjötugsaldri sem er bara farin í mánaðarlangan sjótúr. Verst með pabbann sem situr núna einn heima. Maður verður að vera duglegur að kíkja á hann.

Ég átti annars dáltið fyndið eða reyndar líka sorglegt samtal við hann múttuna í gærkvöldi um látna ketti, frystikistur og lambaskokka. Borgar sig samt ekki að lýsa þeim ósköpunum frekar.

Já, það er sem sagt svona ýmislegt að gerast en líklega best að reyna að komast í draumheima þannig að maður verði til einhvers nýtilegur á morgun.