En það er ekkert að annað en það að ég ætlaði að elda mér roslega flottan nautarétt í gær en uppgötvaði þá að nautið sem átti að eldast var orði slímugt og illa lyktandi og frekar óárenniegt. Ýki kannski eitthvað en það fór að minnsta kosti í ruslið og var ekki étið nema þá kannski af öskutunnurottum. Eða nei annars þetta er ekki fallegt að segja þar sem ég hef séð fólk vera að sníglast hér í kringum öskutunnur. Sorglegt að það sé til fólk sem virðist hafa þá atvinnu að draga eitthvað nýtilegt uppúr öskutunnum.
Já og meðan ég man. Tók mig saman í andlitinu og tók myndadrusslu til að send á DPC sem er auðvitað að fá helvítisútreið þar. Átti að vera eitthvað úrelt eins og símaskrá sem veltur í flæðarmálinu á meðan símanúmerin eru öll komin á internetið...
Mér finnst hún flott en aulunum á DPC finnst það ekki neitt. Reyndar setti ég á hana einhvern hroðalega langan titil til að skýra af hverju þetta væri ekki bara ónýtt drasl heldur eitthvað úrelt líka enda ekki vanþörf á þar sem fólk þarna á DPC fattar mig yfirleitt ekki baun í bala.
Já...
Hefr annars einhver farið á eitthvað sem heitir held ég Bítl. Það er nebblega sko verið að reyna að draga mig á það eftir heila viku.
No comments:
Post a Comment