Það gæti svo sem verið. Nóg er a.m.k. til að blogga um en nei... ekkert sem getur talist merkilegt.
Fór um helgina á þann stað sem heitir Fellsmörk. Þar sem ég á kofa með systkinum mínum og við reynum af veikum mætti að rækta tré. Trén fjúka yfirleitt um koll, eða að minnsta kosti fýkur börkurinn af þeim ef ekki þá éta yglurnar allt laufið af trjánum síðsumars þannig að þau standa allsber eftir um miðjan ágúst. Og ef það dugar ekki til þá troðast þau undir snjónum, þau þeirra sem hafa náð upp úr sinunni. Þau fáu sem eru eftir hafa sum hver lent undir ökutækjum nágrannanna. Nú þessi fáu sem eftir standa eru sæmileg.
Við bræður gerður skurk í að laga húskofann til síðasta haus. Það var ágætt nema okkur tókst ekki að klára það þannig að allar mýsnar komust inn og þær átu flest innanstokks. Það sem þær leifðu flokkast ónýtt af músaskít, hlandi og öðru ógeði. Jamm, svona er lífið.
Það gengur síðan hvorki né rekur einhver ólukkans verkefni í vinnunni minni eða einhverjum félagstetrum sem ég er að reyna að stýra. Veit ekki hvar þetta endar eiginlega, ef þetta er ekki búið fyrir löngu.
Annars það eina skemmtilegra er að í síðustu viku eða þarsíðustu tókst mér loksins að koma grægjumálum bílsins míns í þokkalegt horf. Keypti einhvern geislaspilara og einhverja tvo hátalara. Var reyndar eitthvað að vandræðast með þetta og hvort ég ætti ekki að fá mér einhvern aukamagnara líka til að fá almennilegt hljóð í þetta. Átti þá stórkostlegt samtal við Nesradíó. Mikið gaman að tala við þá...
En æji, nenni ekki að skrifa samtalið en hef aldrei lent í eins hroðalegri símsvörun. Besta kommentið frá konunni var þegar ég sagði henni að sölumaðurinn í Sjónvarpsmiðstöðinni hefði sagt mér að það væri betra að hafa aukamagnara með stærri hátölurum að þá kom út úr henni eins hryssingslega og hægt er að ímynda sér: Láttu þá bara setja þetta í fyrir þig! Já já hún var elskuleg en fékk ekki mikinn bísness frá mér og fær ekki!
En síðan fór ég bara í bæinn á sautjánda júní...
No comments:
Post a Comment