Thursday, June 30, 2005

Gvöð hvað ég hata auglýsingar

Það eru nokkrar týpur af þessum hryllingi.

Þessi uppáþrengjandi óþolandi þar sem t.d. einhver útbvarpsauli þusar að maður eigi að senda SMS skilaboð á JA BIL POPP eitthvað hroðalega óáhugavert. Þær fá mig til að efast um það menningarsamfélag sem ég bý í og oft líka til að slökkvað á útvarpinu.

Og svo eru það þessar yfirmáta hallærislegu eins og KAFFITÁR er farið að gera af öllum fyrirtækjum. Eitthvað röfl um einhvern sem er með einhverjar hallærislegar yfirlýsingar um kaffið sem hann er að drekka. Oj bara - ég fæ grænar bólur og fer að hugsa um að hætta bara endanlega að drekka kaffi.

Já og svo þessar hroðalegu leiðinlegu eins og frá Bónus þar sem einhver maður kemur og þylur upp verð á tómatsósu og niðursoðnum baunum og ef ég næ ekki að slökkva í tíma þá fæ ég að vita eina ferðina enn að Bónus bjóði betur.

Já og síðan eru auðvitað þessar skemmtilegu kúl auglýsingar sem fá mann til að leggja við hlustir og svo í kjölfarið kaupa einhvern óárann svona eins og ... æi, man ekki eftir neinni. Það eru líklegast ekki gerðar neinar þannig auglýsingar lengur.

En ég er líklega bara svona neikvæður leiðinlegur nöldurseggur!

Svo var ég líka að fatta að ég var eiginlega búinn að blogga þetta áður en aldrei er góð vísa of oft kveðin... eða það hugsa auglýsendaaularnir líklega!

No comments: