Saturday, June 11, 2005

aulýsendur

Já ég veit að það á að vera eitthvað "g" þarna í þessu en þeir eru finnst mér stundum bara aular.

Hvers á maður að gjalda að þurfa að hlusta á endalausar upptalningar á hvað allt kostar í Nettó og Bónus og Krónunni líklega líka. Ég veit að það vita allir að það er allt hund ódýrt hjá þeim. Síðan þegar það æpti einhver öskurapi að ég ætti að gera eitthvað skemmtilegt um helgina eins og að koma í Brimborg eða eitthvað og prufukeyra einhvern bíl þá nei takk. Frekar geri ég ekki neitt. Setti Armstrong á fóninn [reyndar bara CD hallæri auðvitað], kveikti í eggjakökunni sem ég var að gera og fékk mér kaffi. Verst að vesalings útvarpstöðvarnar fá frí að minnsta kosti þangað til hann Lúi hefur lokið sér af.

En það er sól úti og kannski tekst mér að gera eitthvað skemmtilegt en það verður varla að fara á bílasölu. Væri líklega rannsóknarefni hvað þeim sem finnst það skemmtilegt getur mögulega fundist vera leiðinlegt að gera. Varla margt!



....

No comments: