Tuesday, March 30, 2021

Gosmökkurinn

Ég sem ætlaði að gefa eldgosinu frí í dag og fara í Bláfjöll. Var eitthvað að myndast og náði líklega athyglisverðu fyrirbæri alveg óvart á mynd. Hafði tekið eftir áberandi skýjahnoðrum í stefnu eitthvað út á Reykjanes en svo brast á með þoku og éljagangi. Á bakaleiðinni var aðeins drónast og eftirá þá sé ég að þessir uppstreymisbólstrar yfir hrauninu sem ég var að heyra um í fréttum náðust þarna á mynd. Keilir sést ógreinilega og það passar að eldstöðin er rétt þar vinstra megin. Einhver 360° panorama þarna í kuula.co linknum [er sem sagt ekki víruslinkur] ... en það var upphaflegur tilgangur myndarinnar að prófa slíkt.

kuula.co linkurinn

No comments: