Monday, March 22, 2021

Eldgosið skoðað

Við fórum þrjú saman að eldgosinu. Fórum líklega auðveldustu leiðina. Keyrðum til Grindavíkur og hjóluðum malbikaðan Suðurstrandarveg austur fyrir Festarfjall og gengum þaðan. Suður fyrir Borgarfjall og inn Nátthagadal. Auðveld brekka upp úr dalnum og þá er maður eiginlega kominn að gosinu. Þessi leiðarlýsing er sett inn án ábyrgðar að sjálfsögðu en ég tel rétt að þetta komi fram þar sem tillögur yfirvalda um hvaða leiðir eigi að fara eða hvernig sé best að skoða gosið virðast vera hættulegar nema fyrir mjög vant fólk. Skoðunarferð að gosinu upp á eigin spýtur er samt að sjálfsögðu ekki gáfuleg fyrir fólk með enga reynslu af fjallgöngum eða fólk í mjög lélegu formi. Mikið tekið af myndum en flestar áþekkar og sé eftirá að það voru mikil mistök að vera ekki með almennilegan þrífót. 


Textinn að ofan er úr Facebook myndasafninu frá 22. mars.

Eftirá þá var einhver umræða um það kaos sem myndaðist seinna þetta sama kvöld og fram á nótt. Málið er að yfirvöld virðast hafa ætlað að koma í veg fyrir að fólk skoðaði gosið með að gera það mjög erfitt. Suðrstrandarvegur var lokaður frá Grindavík og margir gengu þaðan. Við vorum á reiðhjólum og fórum auðvelda leið og nutum þess að skoða gosið. Yfirvöld mæltu svo helst með því að ganga frá Bláalóninu, yfir úfið og ógreiðfært hraun sem ég taldi áður en við fórum í okkar ferð, vera afar erfiða leið. Við fórum þá leið sem var á korti hægt að sjá fyrifram að væri mjög auðveld án þess að þekkja svæðið svo mikið og það gekk eftir.

Það kannski segir eitthvað að eftir að við vorum komin út fyrir mainstream leiðina þá þekkti ég um helminginn af fólkinu sem við mættum á leiðinni. Ýmist úr fjallamennsku, björgunarsveitum eða gædastarfi.

No comments: