Wednesday, March 03, 2021

Er komið eldgos?

Einfalt að kanna

Einfaldasta aðferðin (fyrir utan að líta bara út um gluggann) til að vita hvort það sé komið eldgos. Fara bar á: https://www.erkomideldgos.is/
Upphaflega sett sem færsla á Facebook. https://www.facebook.com/eirasi/posts/10224815538396806

Skráð hér, eftirá 4. apríl:
Þennan dag, miðvikudag 3. mars leit út fyrir að eldgos væri að hefjast.

Í tengslum við jarðskjálftana á Reykjanesi hafði mælst kvikuinnskot, sprung að fyllast af kviku, berggangur að myndast... eða það sem er eitt af tískuorðunum sem er orð sem varð til í tengslum við eldgosiðí Holuhrauni, kvikugngur. Aflögun á yfirborði mæld með GPS mælingum og einnig bylguvíxl mælingar frá gervihnöttum. Það var því búist við eldgosi.

Skyndilega eftir hádegi 3. mars mældist skyndilegur gosórói norðan Fagradalsfjalls líklega og allir ætluðu sér að sjá eldgos verða að raunveruleika í beinni útsendingu. Þyrlur flugu um loft með vongóða fréttamenn RUV og annarra miðla en gripu í tómt. Sjálfur var ég ekki í rónni og neitaði eiginlega að fara í badminton því ekki ætlaði ég að missa af upphafi eldgossins. Ekkert varð samt eldgosið þennan daginn og gosóróinn fjaraði bara út.

Það em væntanlega hafði verið að gerast var að kvika var að færast hratt í jarðskorpunni en hún lenti á einhverri fyrirstöðu þannig að hún komst ekki til yfirborðs. Líklegast stöðvaðist hún á um eins km dýpi ef ég man rétt.

No comments: