Saturday, May 26, 2012

Var það hjólbarði?

Ekki fer nú allt sem ætlað er!

þrjú hjól undir bílnum! Það var gaman að vakna klukkan 7 í morgun og fara að taka sig til í smá ferðalag eða eiginlega ferðalög því þau áttu að vera tvö á einu bretti. Fyrst var að fara að gæta ferðafélaga Ferðafélaga Íslands á Kálfstindum hvar eitt fjall í mánuði hugðist halda. Þar sem ég ætlaði til Fellsmerkur á eftir þá fór ég á mínum "eðalfína" bíl.

Bíllinn var nefnilega ekki svo eðalfínn. Einhvers staðar á Mosfellsheiðinni fóru að heyrast einhverjir skruðningar. Fjárans hugsaði ég. Með racer, Rauða Eldingu á toppnum. Er hjólið að losna. Hjólið á toppnum var nú samt bara alveg með kyrrum kjörum. Ég hefði nú reyndar átt að skoða einhver önnur hjól. Eins og t.d. annað afturhjólið því þegar ég var kominn rétt framhjá Þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum þá ákvað dekkið að yfirgefa ferðalagið og skoppa út í hraun. Dekkið hefði nú átt að láta það ógert því það sprakk fyrir vikið. Skipti kannski ekki öllu máli þar sem legan var í sundur og ekkert hægt að koma dekkinu á aftur.

Það var annars bara glópalán að það fór ekki illa. Það var fólk þarna úti um allt að hita upp fyrir götuhjólakeppni á Þingvöllum og fullt af fólki þarna hjólandi út um allt sem auðvitað þusti að og þar af eitthvað fólk sem ég þekki. Hálf undarlegt að vera þarna í miðri hjólakeppni með ónýtan bíl en samt með Rauðu Eldinguna meðferðis!

En hvað um hvað. Gunninn kom og sótti mig þegar ég var hálfnaður með að skrifa þetta og það var farið til Fellsmerkur þar sem gert var allslags. Borið á tré, settir upp skakkir snagar, fært til tré og hoggnar greinar til að gera göngufært yfir á gamlalandið. Líka tekin veftumæling til skemmtunar af áreyrum Hafursár.

Og þar var allt eins og blómstrið eina!

Green is the color of summer in Fellsmork

Sunday, May 20, 2012

Ætli það þurfi ekki að blogga eitthvað aðeins

Báðum verða prófin búin / the exams will soon be over!

Já hvernig gengur? Það gengur! cava? cava! cava tres bien... eða var það ekki einhvern veginn þannig. Er annars ekki búinn að vera að tala mikla frönsku en búinn að vera dálítið enskuskotinn síðustu vikuna. Og held ég sé bara ekkert svo slakur þar!

Búinn fyrir svona einni og hálfri viku að taka próf í Almennri jarðeðlisfræði og það gekk bara svona ágætlega. Einkunn fyrir skýrsluna og dæmatímana út úr korti og kannski næ ég einhverri einkunn sem ég hef aldrei náð áður. Er nú samt ekki of viss um allt sem ég gerði á prófinu en held samt að ég hafi nú kunnað þetta ágætlega.

Mér finnst reyndar líka að ég kunni ágætlega rof og setmyundun jöklanna en þar tókst mér að fá 5 í einkunn á einhverju krossaprófi. Verð að játa að krossapróf þeirrra félaganna eru frekar undarleg og efast um að þau hafi verið að mæla þekkingu á réttan hátt eða þannig að 5 í einkunn þýði að maður kunni bara helminginn af því sem gert er ráð fyrir að maður kunni.

Var í ferð að Fláajökli um síðustu helgina og þurfti þar að brúka þessa 50% þekkingu mína. Held að hún hafiu nú virkað alveg sæmilega meira en 50% þar. En myndin að neðan er úr ferðinni. Alveg edilonsfín ferð þó veðrið hafi verið hreinn hryllingur!
Well, how is it going? It is going! Cava? cava!... cava tres bien! Or wasn’t it said somehow like that when I tried to learn how to speak French almost 30 years ago. But recently I have not been speaking so much in French but more in English. And I think I’m not as bad in English as I thought. At least could the English boy not correct so much in my writing in the field report I’m working on.
VMM_6705

Hópur 8 á stöð 8 sem var bara snilld. Það fannst að minnsta kosti mér og ég held stelpunum þremur en honum James fannst ekki alveg jafn gaman!

Ferðin var já svona fyrir utan veðrið bara algjör snilld - eða það fannst mér að minnsta kosti. Kannski fúlast að ég kynntist skemmtilegu fólki... kannski aðallega einu fólki sem hefði verið meira gaman að kynnast fyrr í námskeiðinu. fólk svona sem síðan fer bara til útlanda heim til sín og maður sér kannski bara aldrei aftur. ENSKA

....

ÍSLENSKA ENSKA
ÍSLENSKA ENSKA
ÍSLENSKA ENSKA

Thursday, May 03, 2012

Að stunda óhefðbundnar lækningar á sjálfum sér

Annað hvort batnar mér eða ég drepst. Það er frekar sennilegt að það fyrra verði uppi á teningnum þrátt fyrir að ég sé farinn að stunda óhefðbundnar lækningar á sjálfum mér. Það er nefnilega ekki til nein almennileg lækning á kvefi.

Galdraseyðið er gert á eftirfarandi hátt.
  • Te í teketil. Er núna held ég að nota eitthvert rauðrunna sítrónute. Teið er haft í sterkari kantinum.
  • Síðan er settur safi af sítrónu með
  • Stór teskeið af hunangi, vel útilátið. Eitthvert dularfullt lífrænt pödduhunang
  • Niðurskafinn hvítlaukur, svonma tvö vel útilátin rif
  • Niðurskafið engifer
Þetta er svo drukkið með fettum og grettum. Nei, annars, er bara ágætt til drykkjar.

Þetta er nú annars bara eitthvað ættað bæði frá mömmunni minni frá því fyrir martlöngu og eiginlega líka einhverjum kærustum. En svo datt mér sjálfum eitthvað alveg nýtt í hug líka. Gufa sem maður andar að sér getur alltaf eitthvað leyst upp og losað stíoflur í nefinu. Ég ájvað að sjóða saman vatn, sítrónu og hvítlauk og anda svo hryllingsgufunum að mér.

Hvort þetta virkar kemur í ljós en mér batnar víst. Enda þarf ég að lesa fyrir eitt próf og fara svo í rannsóknarferð að skoða jökla Suður- og Austurlands.

Wednesday, May 02, 2012

Slappelsi

Já það eru víst ekki bara reiðhjólin manns og einhverjir vöðvar sem þjást af slappelsi. Ég sjálfur er kominn með vesöld og hor í nös. Ekki gott þar sem það er próf á morgun. Er alveg búinn að fá upp í kok af bergfræði og verst að ég geri ekki ráð fyrir miklum rósum í prófinu vegna þessa slappelsis. En ég nenni ekki að breyta þessu í sjúkrapróf nema ég verði algjörlega heiladauður í fyrramálið.

Velti annars fyrir mér hvort það sé eitthvert samasem merki á milli þess að skrokkurinn hafi fengið aflfræðilegt áfall fyrir nokkrum dögum og sé núna kominn með almenna vesöld á sama tíma og heilinn þarf að vera að hugsa um grjót.

Að læra að muna á meðan maður sefur

Svo annars. Ég las einhvers staðar fyrir svona einu ári síðan eða hvað ég man að lykilatriðið til að muna hluti væri að færa þá úr skammtímaminninu í langtímaminnið og það gerðist þegar maður væri sofandi. Þeir sem ekki ná að sofa neitt af viti, koma þess vegna ekki neinu af viti inn í langtímaminnið sitt. Þetta fannst mér skynsamlegt. Verst er að síðustu nótt var ég orðinn slappur og huganlega kominn með hita. Búinn að vera að læra eis og enginn væri morgundagurinn og svo þegar ég svaf þá átti væntanlega að koma einhverju inn í langtímaminnið. Ég veit ekki um gæði þeirrar minnisísetningar þar sem ég var með hálfgerðu óráði stærstan hluta næturinnar og heilinn á fullu að fást við einhverjar dularfullar bergtegundir sem ég er ekki viss um að séu til og alvg örugglega haga sér ekki eins og ég var að ímynda mér að þær væru að haga sér.

En hvernig þetta fer á morgun kemur bara í ljós.
Það sem kom svo í ljós var að ég sá að það væri hægt að taka sjúkrapróf í byrjun júní og það verður víst gert.

Verkstæðisferð með Rauðu-Eldinguna

Gaffallinn á rauðu-Eldingunni virtist vera eitthvað rispaður eftir byltuna og við nánari athugun þá leist mér ekkert of vel á hann, gaffalin sum sé. Það var því núna áðan látið verð af því að fara með hjólhestinn í smá tékk í Örninn. Þeir Arnarmenn fá heila 10 í einkunn, a.m.k. ef úrskurður Haffa er réttur. Vissulega er gaffallinn skemmdur en hann stóðst álagspróf á milli handanna á honum og virtist virka sæmilega eðlilega. Niðurstaðan var því sú að ég hjóla áfram á honum eins og hann er en auðvitað á mína ábyrgð.

Svo var einhver strákur þarna frekar efnilegur sem skipti um keðju, smurði alls kyns og guð veit hvað. Er sjálfur ekki í algjöru lamasessi lengur, hjólaði aðeins í gær en er kominn með eitthvað vesældarkvef. Má ekki mikið vera að því núna þegar ég þarf að taka einhver skrambans próf.