Sunday, April 29, 2012

Ömurleg hönnun stíganna í Reykjavík

Það vantar ekki að það er búið að lyfta Grettistaki í stígagerð í Reykjavík og eflaust má maður þakka fyrir það en samt er ég líklega öruggarí á götunni en á stígunum. Datt í dag.



Var að koma meðfram Kringlumýrarbraut frá Kópavogi og var fyrir vestan götuna, fyrst 90°beygja og svo önnur 180°beygja til að komast upp á brúna yfir Kringlumýrarbrautina. Var með hugann við seinni beygjuna og að reyna að þurfa ekki að stoppa algjörlega þegar ég áttaði mig allt í einu að einhverjum 1-2 metrum fyrir framan mig var þverslá yfir hálfan stíginn og ég átti ekki neina leið aðra en að hjóla bara á hana. Samkvæmt GPS tækinu þá hef ég verið á svona 20 km hraða þegar ég skall á handriðið, flaug áfram og lenti á aftarlegri hægri mjöðminni einhverja metra fyrir framan hjólið. Eftir að hafa kannað mjög lauslega að ég væri ekki alvarlega slasaður (sem ég vona ennþá að ég sé ekki) þá eiginlega tók ég æðiskast á staðnum út í þessa aulalegu hraðalokun sem er þarna. Öskraði og æpti og lét öllum illum látum. Sem betur fer eða því miður varð enginn mér vitanlega vitni að því.

Með þessa stíga og hjólreiðar þá ætti ég kannski að fara að stunda áhættuminna sport á meðan hönnunin á þeim miðar við að gera þá hættulega. búinn að vera að nota þennan racer síðan vorið 2009 og búinn að detta fjórum sinnum. Einu sinni þurfti ég að nauðhemla út af 30cm kanti þar sem hjólastígur byrjaði (náði að stoppa en var þá fastur í pedalanaum), fór svo fram yfir mig þar sem ég fór malarbút á milli stíga sem hafði gleymst að malbika, brákaði rifbein fyrir ári þegar ég fór fram yfir mig á kanti við stíg úti við Suðurgötu og svo þetta í dag.

Það var grínast með það á Sólheimajökli þegar við vorum að ísklifra í 20 metra djúpum svelgjum að það væri líklega hættuminna en að hjóla á stígunum í Reykjavík. Vissulega er maður í hættu á því að detta ofan í svelgina en það er alveg öruggt mál að á meðan maður er að klifra eða á meðan maður er að slakast niður í svelginn þá er maður í margfalt minni hættu á jöklinum en á þessum aulahönnuðu stígum í Reykjavík.

Einhvern tíman þegar ég er búinn í prófum og hef almennilegan tíma þá langar mann til að taka eitthvað saman og senda til borgaryfirvalda um þessa hroðalegu hönnun stíga sem boðið er uppá.


Fór svo annars á eftir í sundlaugina í Laugardal til að freista þess að mýkja eitthvað bakhlutann á mér. Það gekk svo sem ágætlega en komst þá að því að frk Halldóra Í Laugardal er sama sinnis og helvítis vogin í Mosfellsbænum. Ég er 2 kg þyngri núna en fyrir örfáum dögum. Skil ekki alveg af hverju. Er þó réttum megin við hundraðið ennþá.

Já og annað. Ég skráði mig á einhvern sportvef þar sem hægt er að skrá hlaupa- og hjólatíma. Lítur bara nokkuð vel út. Veit þá ekki alveg hvað ég geri með hlaup.com. Er sem sagt Endomondo eða eitthvað svoleis.

Núna er líklega málið að fara snemma að sofa og bera á sig tígrísdýraáburðinn dularfulla. Það getur varla skemmt fyrir!

Að verða alveg ótrúlega blautur

og ég eignaðist persónulegan óvin í Sundlauginni í Mosfellsbæ

IMG_5974
Lokahópurinn sem fór alla leið upp með miklu harðfylgi
Það er skemmtilegt verkefnið sem ég er að sjá um með örðu góðu ef ekki enn betra fólki að ganga á tólf fjöll á ári. Í dag [laugardag] var farið á Kerhólakamb Esjunnar. Það hafði nú reyndar átt að fara á Hátind sömu Esju en það voru sögusagnir um harðann snjóskafl og reyndar aðallega hættu á grjóthruni sem kom í veg fyrir að við reyndum að fara okkur þar að voða.

En veðrið maður, veðrið! Búin að vera blíða í marga daga og svo er spáð aftur blíðu held ég en í dag var ekki blíða. Þegar heilinn í mér ákvað að það væri kominn tími til að fara á fætur löngu áður en ég ætlaði sjálfur að fara á fætur þá heyrði ég bara riginignuna bylja á rúðunni. Það er bara svona hugsaði ég með þeim sama heila. Ákvað að reyna að sofa aðeins meira því ég hafði ekki farið neitt sérlega snemma að sofa kvöldið áður og aukinheldur hafði ratað heilt glas af rauðvíni ofan í mig einhvern tíman kvöldið áður.

En það var farið af stað og það varð blautt, blautara, blautast. Ég lafði nú reyndar þokkalega lengi þurr en það kom þó að því að allt varð blautt. Einhvern veginn alveg sama hvað gallinn er nýr eða gamall ég skal enda á því að blotna í gegn ef það er alvöru vatnsveður. Það var reyndar meinleysis rigning megnið af tímanum alveg þangað til sú ógleymanlega stund rann upp að Þorvaldur nokkur í þessum hópi hóf upp raust sína og söng veðrinu til dýrðar og óskaði eftir almennilegum þræsingi:

    Ég vildi óska, það yrði nú regn
    eða þá bylur á Kaldadal,
    og ærlegur kaldsvali okkur í gegn
    ofan úr háreistum jöklasal.

    Loft við þurfum. Við þurfum bað,
    að þvo burt dáðleysis mollukóf,
    þurfum að koma á kaldan stað,
    í karlmennsku vorri halda próf.

    Þurfum á stað, þar sem stormur hvín
    og steypiregn gerir hörund vott.
    Þeir geta þá skolfið og skammast sín,
    sem skjálfa vilja. Þeim er það gott.

    Ef kaldur stormur um karlmann ber
    og kinnar bítur og reynir fót,
    þá finnur ’ann hitann í sjálfum sér
    og sjálfs sín kraft til að standa mót.

    Að kljúfa rjúkandi kalda gegn
    það kætir hjartað í vöskum hal. –
    Ég vildi það yrði nú ærlegt regn
    og íslenskur stormur á Kaldadal.


Og honum varð að ósk sinni því skömmu síðar vorum við komin í hávaðarok ofan á alla úrkomuna!

Svo á eftir var farið í sundlaugina í Mosfellsbæ. Ekki þessa gömlu sem ég fór einhvern tíman með Önnu Maríu í, líklega eftir Esjugöngu sömuleiðis, heldur var núna farið í einhverja herjarinnar 2007 sundlaug byggð fyrir eitthvern bráðahagnað með von um enn meiri bráðahagnað sem brást auðvitað. Þar hitti ég fyrir einhverja fúla vog sem hélt því fram að ég væri að nálgast heil 100 kg. Skil ekki alveg hvernig ég á að hafa getað þyngst um heil 2-3 kg á örfáum dögum síðan ég steig á hana frú Halldóru í Laugardalslauginni.

En kannski verður maður bara að fara að gera eitthvað í sínum málum ef það á ekki að stefna í algjört óefni!

Friday, April 27, 2012

Árangur erfiðis

103_0371 VMM_1971

Trjávöxtur 7 ára, 2003 til 2011

Það er svo bágt að standa í stað, og mönnunum munar
annað hvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið.


Þetta var ég látinn læra Breiðholtsskóla þegar ég var í níuárabekk og Þuríður kenndi mér en það er ljóst að í Fellsmörk hefur miðað nokkuð á leið og jafnvel bara töluvert. Það hefur samt ekki alltaf blásið byrlega þar. Ég man fyrstu árin og fyrstu árin voru líklega svona 10 talsins. Þegar koimið var í Fellsmörk að vori þá fannst mér yfirleitt allt vera unnið fyrir gíg. Tré sem hafði ekki verið hlíft yfir veturinn voru nær dauða en lífi og greinar sem stóðu upp úr flöskum eða striga voru meira og minna hálf dauð. Flest vorin vildi ég bara hætta þessu en svo liðu nokkrir dagar og ég var farinn að hugsa um hvernig hús maður ætti að byggja á skikanum. Það varð reyndar ekki neitt af alvöru húsbyggingarframkvæmdum sem kom kannski til af því að við gátum keypt landið við hliðina foreldralandinu og þar var lítill kofi. Hann hefur eitthvað gengið í endurnýjun lífdaga en ber nú samt enn nafn með rentu, Músahúsið.

Ég veit ekki hvort eða hvað mér miðar alltaf áfram en vonandi ekki aftur á bak þó. Núna á ég að vera að lesa fyrir próf en þá þurfti ég auðvitað að fara að finna til einhverjar gamlar myndir úr Fellsmörk og uppfæra vef Fellsmerkurinnar. Fannst þá frekar ótrúlegt að sjá hvað mikið hefur breyst þar á ekki mörgum árum. Reyndar kannski líka merkilegt að það er eiginlega þannig að mér fannst þetta vera orðið nokkuð gott þarna í Fellsmörkinni árið 2003 þegar myndin að ofan vinstra megin var tekin. Þá vorum við nýlega búin að fá Músahúsið og jú, eins og Sigrún sem er með sinn skika vestast í Fellsmörkinni sagði mér einhvern tíman, það fór ekkert að gerast í trjávextinum fyrr en húsið var komið!

......

....

Tuesday, April 24, 2012

Sólheimajökull á sunnudegi

Fjallahópur HSSR

IMG_5884 Það var farin ein stórgóð æfingaferð. Prófaðar tryggingar, dobblanir og smá ísklifurbrölt. Þarna á myndinni er mar að koma upp úr einhverjum hérumbil 20m djúpum risasvelg. Auðvelt klifur en ég hálf handónítur í höndunum samt. Núna nokkrum dögum seinna með harðsperrur í maganum af öllum stöðum!

Friday, April 20, 2012

Fellsmörk á sumardaginn fyrsta

The summer just arrived in Fellsmörk

Einhvern veginn finnst mér afskaplega vorlegt að sjá svona nýútsprungin lauf þar sem sumar greinar eru komnar langt á veg en aðrar rétt að byrja eða varla það.

......



Bræður fóru í Fellsmörk. Lögðu af stað síðasta vetrardag og voru þar sumardaginn fyrsta. Jarðfræðineminn reyndi að lesa eitthvað um myndun jökulgarða en hinn var duglegri við græðlingaplöntun. Var hérumbil heilum kerrufarmi komið þar niður!

Monday, April 16, 2012

Wednesday, April 11, 2012

Eyjafjallajökull á öðrum degi páska

IMG_5751

Það var gengið á Eyjafjallajökul, Skerjaleið á öðrum degi páska þetta árið. Þetta var Hjálparsveitar skáta í Reykjavík ferð sem ég var að standa fyrir sem umsjónarkarl dagskrár sveitarinnar. Var reyndar plan bé og hálft þar sem upphaflega hafði ég nú ekki haft rænu á að hafa neitt á dagskrá en svo var hint um að það Dórinn væri meira en til í að fara með fólk í nokkurra daga snjóbílaferð og þannig ferð því sett á dagskrá. Segjum að það hafi verið plan A. Síðan voru skráningar eitthvað frekar mjög dræmar og því var gert plan B sem voru 3 toppagöngur skíðandi eða gangandi. Tindfjöll, Snæfellsjökull og Eyjafjallajökull. Tindfjöll á skírdegi féllu niður út af veðri og reyndar ekkert of mikilli þátttöku. Snæfellsjökull var farinn á föstudeginum langa í frekar hvössu veðri og svo átti að fara á Eyjafjallajökul á laugareginum. Það var hins vegar óttaleg súldarspá og niðurstaðan sú að fresta fram á annan dag páska þegar von var á betra veðri sem raunin varð. Veðrið reyndar fór langt fram úr öllum spám verð ég að segja!

I went hiking to the famous volcano Eyjafjallajökull last Monday – Easter Monday. It was a tour with my rescue team HSSR but I was kind of responsible for the tour because as I’m taking care of the rescue teams schedule this year and that tour was part of that schedule.

It was actually some kind of a part B or even plan C because the first plan was to go on our snowmobile somewhere else but not so many seemed to want to go there. Then we made the decision for some hiking and this was a part of it. The first plan B was to go on Saturday but since the weather wasn’t so good on Saturday we decided to go on Monday instead and that was the good decision. The weather was just great!



IMG_5758 IMG_5757


Það var gengin Skerjaleið. Mikið magn af GPS tröckum með í för og gerði ég ráð fyrir að fá að fara eitthvað öðru visí Skerjaleið en ég hef farið áður. En þegar á hólminn kom hafði enginn í hópnum farið áður þessar aðrar leiðir en við sem höfðum farið þarna áður höfðum allir farið sömu leiðina upp fram að þessu. Var því ákveðið að leyfa könnunarferðum um ókunnar slóðir að bíða en arkað af stað upp hefðbundið gil. Fyrir þá sem velta fyrir sér hvað um er rætt þá er leiðin sem ég er vanur að fara í gilinu fyrir vestan eða utan Grýtutind. Hin leiðin sem einhver GPS tröck sótt á net sýndu var í gili fyrir austan eða innan Grýtutind ef ekki bara beint yfir hann. Leist mér ekkert of mikið á þær leiðir enda brattlendi þarna yfrið nóg!

Gangan gekk ljómandi vel. Vorum eitthvað dálítið kærulaus með línur og fórum ekkert í línuna. Held svo sem að þar sem ég hef aldrei séð sprungur þarna á jöklinum á þessum árstíma og snjórinn virkaði allur mjög öruggur þá hafi það kannski ekki veið fullkomið glapræði en það var dálítið lélegt hjá okkur að vera ekki komin í belti til að vera tilbúin að fara í línu fljótt ef eitthvað myndi bregða út af.

það var einhver pissukeppni á milli Hlyns og Hilmars skíðandi um hver kæmist hraðast yfir og ljóst að Hlynur er búinn að massa þetta! Við hin gangandi komum bara í rólegheitunum á eftir.
Merkilegt að sjá hvernig jökullinn hefur breyst, sbr. myndirnar tvær teknar af steininum að neðan. Mér sýnist eiginlega að aðfærsluleiðin fyrir ís að jöklinum sé ónýt í bili þannig að það er eiginlega engin fæðing af ís fyrir skriðjökulinn. Miðað við það þá ætti skriðjökullinn að skríða niður undan eigin þunga en hægt og rólega að breytast í dauðís nema hann nái að jafna sig. Á meðan efsti hluti skriðjökulsins er íslaus þá getur hann ekki skriðið fram af neinu kappi.
We were walking the Sker-track up the glacier. Then we begin in steep route, almost some cliff climbing - I know about couple of "experienced" American mountaineers that did not manage to go down there on their way back from the glacier and needed a helicopter rescue.

Finally we came to the Guðnasteinn or Goðasteinn (excact name is not well known for the highest parts of that glacier) and there we were able to see over the crater from the year 2010 eruption in Eyjafjallajökull. You can see that photo below. I was there also some years ago almost the same time of the year and you can see the difference. On the lower photo the snow is covering the whole area but now there is a melted spot in the middle of the upper part of the outlet glacier Gígjökull. That means there is not so much ice streaming down to the outlet glacier so it will slow down and eventually become stagnant, dead ice.

IMG_5765

Má greinilega ekkert vera að því að blogga þetta enda kominn í próflestur í maí þegar þetta er skráð. En eftir að hafa dvalið aðeins við steininn sem ég veit ekki hvað skuli kalla var arkað eftir hrygg niður á þann skoltinn sem vestar er. Sáum þar yfir Gígjökulinn þar sem hann hverfur niður brattann í áttina að gamla lónstæðinu. Ef einhver verður tíminn og nennan og skrifgetan þá kannski skrifast eitthvað meira hér seinna.
I definitely don‘t have time to finish this blog entry since I should be reading some petrology material for an exam but on the way down we went to the lower peak Ytri-Skoltur where we had view over the middle part of the outlet glacier.

IMG_5798

Séð yfir neðri eða miðhluta Gígjökulsins frá líklega Ytri-Skoltur

......

....