Tuesday, December 21, 2010

Tunglmyrkvi

The lunar eclipse this morning

When the Moon was almost orange on 21st of December 2010.


It was cold... terribly cold. I got this great idea (or was it bad idea) yesterday. I should take some photos of the Lunar Eclipse since I'm unemployed at the moment so I have all the time in the world.

I read the main shadow would start making The Moon dark at 6:30 in the morning so I had to wake up very early. I went to sleep shortly after 10 o'clock and I woke up at 5AM. I made hot water for Swizs Miss chocolate drink since I knew it would be very cold. I had some worries about the long waiting time for the eclipse to finish so I took some wool with me so I could just do some knitting while waiting. I went off from my home at 6 AM and I had to stop and return home again after just 200m drive since I both forgot my down jacket (absolute must because of the cold weather) and my forehead light (also a must because of the darkness).

I drove outside of Reykjavik the road toward Krisuvik. I was almost to late because the eclipse was starting when I stopped the car on a place I thought would be preferable for my astronomical observation. In the beginning it was preferable but after one hour or so a couple of strong lights appeared not far a way and was in a nearby mine I had forgot. Well, the lights were in opposite direction from The Moon so it was not a total catastrophe.

I put my camera with my longest lens on the tripod. 300mm with 1.4 teleconverter so I had 420mm telescope lens. When the shadow appeared on the moon I also put my Celestron astronomical telescope in use and unfortunately the cold began to bite my hands, my feet and my face and finally my body. I was drinking my hot cocoa but nevertheless I was colder and colder. Finally I decided to have the engine running and also in dawn the temperature rose for couple of Celsius degrees I think. I did finsh the photography project but it was far to cold to do any knitting! My hands were freezing most of the time. I also was more busy doing the photography work than I had expected.

I just hope I can do something of the photos but the photo above is just one of them. I do not regret doing this and I'm pretty sure I would be devastated if I had not gone. In that case I would be thinking of all the wonderful photos I did not take!

In all I was watching The Moon (and also The Venus) for more than three and a half hour so it was quite a job I did there.

About Venus, I think I saw it was not full as the moon. It was about half at that time. I could clearly see that in my astronomical telescope.

Below is one photo that shows how the moon was disappearing during the Eclipse.
Lunar Eclipse 21st December 2010

Tuesday, December 14, 2010

WARNING: This blog entry could be rather boring for people to read but I think someone could like the photo


A new beard on an old man

The beard of my uncle Ásgeir

I very seldom meet my family, that is the relatives of my parents but that happened last Thursday at my parents home. There have always to be a reason for people to meet each other - at least in my family. The reason this time was that one of few cousins in my father's family was in Iceland. She lives in Denmark and has been there for many years and when she is in Iceland there you could say you had a reason for a party or what you call it.

My father's siblings were there almost all. That is his two sisters living in Reykjavik and his brother with the great beard. Funny when people around 80 years old start to change their appearance as my uncle Ásgeir did. Two of them are in good condition but not one of the sisters that has got Alzheimer disease. It was strange and sad when she thought she had never been at my parents home before and also had to ask where her own daughter was living. This disease is in the gens of the family but only females have got it as far as i know so I'm perhaps safe but not all my relatives. I just hope for a remedy before too late.

I had my camera with me and wanted to take photos of the family, since I never know when I'm meeting them all for the last time. I were just able to take a few photos of the beard of my uncle and even fewer of my aunts when some people started to argue over my photography. I just hate that kind of an attitude. I was perhaps taking the last photos I could take of this people and people were just complaining and criticising me as some paparazzi!

Famly gathering

My two aunts and my cousin

Wednesday, October 13, 2010

Letiblogg

Bloggið mitt er eins og kaktus


Reyndar stolin hugdetta en það skiptir ekki máli. Ef bloggið mitt væri blóm þá væri það löngu dautt ef það væri ekki kaktusblóm sem þarf ekki að vökva nema á margra mánaða fresti... eða kannski frekar einhvers konar járnblóm og þá væri það orðið illilega ryðgað.

En já.
Ég lít út orðið svona...
IMG_4409
Eða ég leit þannig út um helgina þegar ég kreisti fram bros. Lét til leiðast að taka að mér nýliða Hjálparsveitar skáta í Reykjavík. Það gengur ágætlega en þeir eru samt dálítið misjafnir. Sumir búnir að gera margt en aðrir frekar fátt. Sumir í mjög góðu standi en aðrir ekki.

Um helgina var farin herjarinnar ferð í tjaldi.

Wednesday, August 11, 2010

Hjólaraunir á Leggjarbrjóti

Á Leggjarbrjóti

Dosti á leið upp á Leggjarbrjótinn

Einkennilegt að láta sér detta þetta í hug. Einn hafði lesið að þetta væri nú ekki mikið mál, annar hafði gengið þetta fyrir 15 árum og hafði séð fólk á hjóli með vagn í eftirdragi... þetta gat nú ekki verið mikið mál. Sá þriðji hafði reyndar gengið þetta fyrir 35 árum og taldi þetta hina mestu ófæru. En hvað er að marka það sem unglingi fannst fyrir þrjátíu árum síðan. E.t.v hefði samt nafnið átt að segja okkur allt: Leggjarbrjótur!

Sunday, June 27, 2010

Komnir til Markryd

En bara thrir okkar


Ekki komist i tölvu fyrr en nuna a attunda degi eda hvad thad er. Bunir ad hjola 525 km fra Motola og thar af 135 km i gaer. Ferdalagid ekki gengid alveg afallalaust fyrir sig ma segja.
Buinn ad slita tein og lata laga og slita aftur.
Buinn ad gata slonguna vid dekkjaskipti i Motola
Buinn ad baeta hana oft og aftur
Buinn ad brjota ventilinn
buinn ad setja allt of mjoa slongu i dekkid og thad virkar

Allir hofum vid sidan verid pöddubitnir. Eg eiginlega fyrst mest. Sidan flestir eitthvad jafnt en loks Gunni lang verst. Tokum hvildardag i Virserum utaf thvi.

Forum svo af stad aftur en tha versnadi Gunnanum og ur vard ad hann for til Vaxjö til ad finna bilaleigubil og komast thannig til Danmerkur og hitta okkur thar. Ekki haegt ad taka lest i Svithjod med reidhjol! Asnalegt.

Vid hinir thrir komnir sem sagt til Markryd og bunir ad panta a farfuglaheimili i Helsingjaeyri i kvold. Thad verdur lettari dagur en i gaer. Bara svona 80 km. Sem er reyndar thad sem haegt er ad fara med gotu moti. Yfir 100 km verdur strax frekar erfitt.

Tuesday, June 15, 2010

Watternruntan nálgast

Spennan vex - Búinn að prenta út starkortið mitt!


Ride number 8713 - startgroup 146 - Start time 00:50 - 19. júní - 300 km :-)

Einhverjir óþekktir hjólagarpar í Watternrundan af heimasíðu keppninnar

Saturday, April 03, 2010

Eldgosið á bakvið Bröttufönn

Maður veit ekki alveg hvað skal segja!

Eldgosið á bakvið Bröttufönn

Sýnin að eldgosinu sem mér og öðrum túristum var boðið uppá!



Þar lá mælirinn grafinnVið bræður tveir fórum inn í Þórsmörk. Fyrst var reyndar á dagskrá að fara inn í Hvannárgil til að athuga hvað gengi að mæli Vatnamælinga Veðurstofunnar í Hvannánni sem gaf eitthvað undarlegar leiðniniðurstöður. Við þurftum sérstakt leyfi lögreglu enda gert ráð fyrir baneitruðum lofttegundum. Við fengum lögreglufylgt inn gilið. Allt gott um það að segja í sjálfu sér enda alveg örugglega hættuspil að halda eitthvað langt inn í gilið. Við höfðum annars ekki alveg árangur sem erfiði því viðgerð var ekki möguleg. Eftir flóð sem hafði komið í ána var mælirinn kominn á kaf í framburð árinnar og hann því ekki að mæla leiðni rétt.



Svo var farið inn í Bása

Á leiðinni uppá Morinsheiði mættum við fólki sem við þekktum og dásamaði það sýnina þar uppi enda hafði það haft tök á að komast upp á Bröttufönn þar sem gæsla björgunarsveitar hafði víst eitthvað klikkað um miðjan daginn.

Eldgosið séð frá ofanverðum Kattarhryggjum

Séð til eldgossins frá ofanverðum Kattarhryggjum


En frá Kattarhryggjum var hægt að skoða gosið svona nokkuð vel úr mjög öruggri fjarlægð. Og áfram héldum við.

Þegar upp á Morinsheiði kom blasti dýrðin við eins og sést á efstu myndinni. Það var fallegt á að horfa en svo sem ekkert meira en það. Dálítið eins og að horfa á sólarlagið. Reyndar dálítið skondið að við sáum "sólarlag" í tvær áttir. Bæði til vesturs eins lög gera ráð fyrir en líka svona nokkurn veginn beint í suður þar sem upplitaðir gufubólstrar blöstu við. Tilkomumikið? Ég er ekki viss en þetta var voðalega fallegt.

Á brúninni við Heljarkamb voru björgunarsveitarmenn í fullum herklæðum og gættu þess að enginn færi yfir í hina stórhættulegu snjóbrekku. Okkur eins og öðrum túristum var ætlað að horfa á alla dýrðina.

Hraunið rennur í stríðum straumum

Hraunflóðið séð af Morinsheiði



Hraunáin eða hinn svo kallaði hraunfoss blasti við af heiðinni og var auðvitað fallegur á að horfa. Yfir heiðinni var svo hið síbreytilega sólarlag sem gerði veröldina alla hina æfintýralegustu.

Sólarlagið yfir Bröttufönn

Sólarlagið yfir Bröttufönn


Þetta er vissulega voðalega fallegt en sem ljósmynd finnst mér þetta hundómerkilegt og dálítið bara svona smella af og sólarlagið komið í rammann. Fyrir minn smekk þá er þetta ekki eitthvað sem vekur áhuga á nokkurn hátt.


ERS_5154

Jeppaliðið austan hraunstraumsins


Það var kannski skondnast á vissan hátt að fylgjast með jeppaliðinu austan hraunárinnar sem komst reyndar í návígi við hraunið. Þar frétti ég af einhverjum jeppatúrista sem stökk upp á storknað væntanlega hraunið til að komast í hvarf til að geta pissað í friði. Þrátt fyrir alla stýringuna á svæðinu þá tókst ekki að koma í veg fyrir slíka sjálfsmorðstilraun!

ERS_5166

Ljósafestin í Fljótshlíðinni

Svo í hina áttina var hægt að fylgjast með bílunum í Fljótshlíðinni. Það skondna er það að þar sem við vorum í um kílómeters fjarlægð frá gosinu og sáum í raun ekkert gos heldur bara rauðlita gufubólstra og jú hraunstrauminn. En þeir sem voru akandi í Fljótshlíðinni sáu vel til gossins en reyndar úr aðeins meiri fjarlægð!

Þegar upp er staðið


Eldgosaskoðunarferð þar sem girðingar eru út um alt til að koma í veg fyrir (sem tókst samt ekki) að einhverjir kjánar fari upp á hraunið til að pissa verður eiginlega algjörlega til þess að áhugaverðasta náttúruundur verður fyrir mig álíka óáhugavert ganga á göngustígnum við Geysi og horfa á gos í Strokki úr öruggri fjarlægð. Eitthvað sem ég hef ekki gert árum saman og hef afskaplega takmarkaðan áhuga á að gera nema til að sýna útlendingum eitthvað sem þeir jú, kannski þurfa að sjá.

[ekki búið enn...]

  • Fjölmiðlamenn sem fara nær en aðrir fá að fara og geta ekkert sagt fréttnæmt annað en að það sem þeir fengu að sjá hafi verið rosalega merkilegt og rosalega mikil upplifun fyrir þá. Það eina fréttnæma sem kom frá fréttamanninum var það að hann varð fyrir áhrifum sem hlustendurnir hafa ekki leyfi til að upplifa.
  • Fjölmiðlar eiga að segja frá því sem er að gerast en fréttirnar eiga ekki að snúast um það hvað þeir sjálfir verða fyrir stórkostlegum upplifunum. Það er bara til að auka á svekkelsi okkar sem erum ekki fréttamenn og hefur ekkert fréttagildi.
  • Þegar vel búnu göngufólki er meinað að ganga upp á Bröttufönn á sama tíma og þyrla fær að lenda þar með fólk sem er jafn vel á háhæluðum skóm!
  • Þegar settir eru upp lögregluborðar hér og þar uppi á Fimmvörðuhálsi á sama tíma og kokkur frá Hótel Holti bíður upp á. Eða var þetta kannski bara aprílgabb hjá Fréttablaðinu sem fór einum degi of snemma í loftið!
  • Af hverju segja björgunarsveitarmenn og yfirvöld að það sé of vont veður uppi á Fimmvörðuhálsi og það sé búið að "loka Fimmvörðuhálsi" á sama tíma og ég veit af miðlungi reyndum göngumönnum þar ágætlega útbúnum og voru langt fram á kvöld og fengu á sig tvö él en voru bara í ágætum málum?
  • Og samt komu allar þessar takmarkanir ekki í veg fyrir að stelpan á jeppanum stykki upp á hraunið til að pissa.
Og þessar lokanir - hver má gera hvað?
  • Á laugardeginum viku eftir að gosið hófst og við gengum upp á Fimmvörðuháls í reyndar frábæru ferðalagi, þá var töluverð traffík af jeppum sem ég veit að af hluta voru frá ferðafélaginu Útivist. Það var reyndar þannig að þegar við loksins komum niður af hálsinum þá var hið harðlæsta hlið bara opið og allir gátu farið þar um að vild. Var lokunin bara í gildi að degi til eða var hún bara fyrir alla aðra en þá sem voru eitthvað merkilegir hjá Ferðafélaginu Útivist?


Og hvað er hættulegt?

Ég er nokkuð viss um að ef allir þessir bílar sem hafa ekið Mýrdalsjökul hefðu reynt að fara akandi yfir t.d. Vatnajökul þá væri einhver búinn að álpast ofan í sprungu og banaslys orðið að raunveruleika. Af hverju er þá ekki bannað með lögum að fara yfir Vatnajökul. Það varð banaslys á Langjökli? Af hverju var þá ekki bannað að aka þar og jöklinum bara lokað fyrir alla?

Ég veit reyndar ekki alveg hvernig þetta á að vera. Þegar ég kom að hraunbrúninni á Fimmvörðuhálsi laugardeginum viku eftir páska þá blöskraði mér hvernig fólk lét. Sumir kveiktu sér í sígarettu af hrauninu og margir stilltu sér upp til myndatöku við hraunbrúnina. Ekki lítið spennandi að geta giskað á hvort ljósmyndarinn myndi ná að taka mynd áður en hraunið kastaði bjargi yfir fólkið. Ég varð eiginlega hálf hissa á að það varð ekki alvarlegt slys þarna.

[Af hverju...]

Wednesday, March 31, 2010

Á að setja girðingu við Bröttufönn?

Vegna fréttar mbl.is


Í Bröttufönn er gaman!

Í Bröttufönn - hinni ógurlegu undarlegu snjóbrekku sumarið 2008

Stórhættulega snóbrekkan í frett mbl.is er líklega Brattafönn sem ég hef gengið niður svona 15 sinnum og á hverju ári ganga mörgþúsund manns um þá sömu brekku. Ég hef aldrei heyrt um slys í þeirri brekku. Í Jónsmessugöngu Útivistar árlega ganga mörghundruð manns um þessa sömu brekku að næturlagi.

Mér finnst frekar undarlegt og lélegt að forkólfur björgunarsveitar sjái ekkert nema vesesn við það að fólk hafi áhuga á að skoða náttúruna. Og að það eigi jafnvel að banna útivist af því að fólki verði of kalt á höndunum.

Núna er aska í brekkunni og hún því mun minna hál en venjulega segja þeir sem hafa fengið "leyfi" Almannavarna til að fara inn í Þórsmörk.

Eina fáviskan sem ég hef séð þarna og ætti kannski að banna er það athæfi Hótel Holts að setja upp snobbeldhús uppi á Fimmvörðuhálsi og bjóða þar upp á hraungrillaðan humar. Sá eini sem hefur látið lífið af völdum hrauns á Íslandi stóð of nærri slíkum hraunjaðri og fékk hraunmola í hausinn.

Eldgos skoðað á Fimmvörðuhálsi


ERS_5006-1000

......



Já einhverju meira verður bætt við.



ERS_4930

......




ERS_4897

......




ERS_4918

......




ERS_4923

......




ERS_4956

......




ERS_4963

......




ERS_4901

......




ERS_4973

......




ERS_5042

......





ERS_5044

......





ERS_5025

......





ERS_5075

......






......





......





......





....

Sunday, March 14, 2010

Hjólað meira

Litleysan komin út á Ægissíðu


Það var farið að hjóla laugardag en var of blautt sunnudag.
Annars eiginlega of mikið að gera í vinnunni þessa dagana eins og endranær þannig að ég get nú ekki stigið fákinn mikið.

Svo annars líka.
Það er í gangi hjá mér að taka daglega mynd. Hjólamyndin var mynd laugardagsins en mynd dagsins í dag sem ku vera sunnudagurinn er lensbaby mynd neðan úr bæ

The misterious night



Reyndar datt þessi mynd í DPChallenge. Geri nú ekki ráð fyrir miklu þar þegar mynd sem er ekki í fókus er annars vegar.

Saturday, March 13, 2010

Nei - árið 2010 var ekki árið sem Laggabloggið dó

Ætli þetta verð hjólreiðablogg

Silfurrefur - Silfurör - Silfurkúla - eða bara Litleysan


Það er að minnsta kosti fært hér til tíðinda að Eirasurinn eignaðist næýjan hjólhest föstudaginn 12. mars hjúkket - það varnæstum því föstudaginn 13. og ég var ekki einu sinni búinn að hugsa út í það.

En hann er eðalgrár á lit ef hægt er að nota eðal um þá litleysu en ætli fákurinn verði ekki frekar kenndur við eðalmálminn silfur í staðinn. En við bræður sóttum báðir okkar hjólhross samdægurs en Dosti var að nýta ört bráðnandi snjoalög norðan heiða og sækir sinn líklegast á mánudag.

Fyrir tegundarforvitna þá er þetta svona

Trek 7.6 FX

Frameset
Sizes 22.5"
Frame FX Alpha Black Aluminum w/IsoZone monostay
Fork Bontrager Nebula, carbon
Wheels
Wheels Bontrager SSR
Tires Bontrager Race Lite Hard-Case Plus, All Weather, 700x28c
Drivetrain
Shifters Shimano Alivio trigger, 9 speed
Front Derailleur Shimano Deore
Rear Derailleur Shimano Tiagra
Crank FSA Vero 50/39/30
Cassette SRAM PG950 11-26, 9 speed
Pedals Wellgo platform w/clips and straps / sem voru afþakkaðir!
Components
Saddle Bontrager H2 Flex Form
Seat Post Bontrager Race Lite
Handlebars Bontrager Race, 25mm rise
Stem Bontrager Nebula, 12 degree rise
Headset Aheadset Slimstak w/semi-cartridge bearings, sealed
Brakeset Tektro RX 1.0 w/Tektro alloy levers