Wednesday, October 13, 2010

Letiblogg

Bloggið mitt er eins og kaktus


Reyndar stolin hugdetta en það skiptir ekki máli. Ef bloggið mitt væri blóm þá væri það löngu dautt ef það væri ekki kaktusblóm sem þarf ekki að vökva nema á margra mánaða fresti... eða kannski frekar einhvers konar járnblóm og þá væri það orðið illilega ryðgað.

En já.
Ég lít út orðið svona...
IMG_4409
Eða ég leit þannig út um helgina þegar ég kreisti fram bros. Lét til leiðast að taka að mér nýliða Hjálparsveitar skáta í Reykjavík. Það gengur ágætlega en þeir eru samt dálítið misjafnir. Sumir búnir að gera margt en aðrir frekar fátt. Sumir í mjög góðu standi en aðrir ekki.

Um helgina var farin herjarinnar ferð í tjaldi.

No comments: