Tuesday, September 23, 2008

Brúðkaup í Þórsmörk

Arna og David að giftast hvort öðru í Þórsmörk


Svaðilför í Þórsmörk

Rútan öslar Krossánna á leið í brúðkaupið

Það gekk mikið á. Maður þekkir ekkert venjulegt fólk að gifta sig í Þórsmörk þegar allt er ófært þangað vegna vatnavaxta. Það var nú bara samt. Þetta var hið stórkostlegasta brúðkaup með gestum íslenskum og erlendum og allsherjargoði að gefa þau saman eða reyndar sjá til að þau gætu gefist hvort öðru.

Síðan veisla fram undir morgun þar sem slett var vel og hressilega úr klaufunum.

Á heimleið kom minn við í Fellsmörk þar sem allir vegir eru meira og minna ónýtir eins og stundum áður.


....


Í kvöld var síðan HSSR eitthvað fundur. Ég ætlaði að sýna mig og sjá aðra en endaði á að láta ekkert sjá mig þar. Ætlaði nú reyndar en þurfti eiginlega líka að undirbúa námskeið fyrir morgundaginn. Veit ekki með þetta hjálparsveitarstarf. Er einhvern veginn lentur þar utan allra flokka og einhvern veginn að flosnast út úr því. Ekki nógu gott en kemur í ljós hvað verður.

No comments: