Eitt og annað komist í verk
Fyrst var það ljósið í svefnherberginu sem ég féll gjörsamlega í stafi yfir. Og síðan þá hefur verið stríð í gangi. Stríðið við rússnesku ljósakrónurnar. Á íbúðarhæðinni er bara ein slík eftir. Kannski spurning um hvort hún verði vernduð sem minning um forna tíð. Kannski - enda er hún eiginlega bara frammi á gangi einhvers staðar. Og reyndar er önnur þarna í einhverri kompu. Hún fær nú að vera áfram. Það heyrir svo sem kannski ekki til algjörra tíðinda þetta með ljósin en hitt er stórmerkilegra að það er komin gardínulufsa fyrir einn glugga. Veit ekki hvort hún nái neitt að fjölga sér og kannski verður hún bara send eitthvað í burtu til stríðshrjáðra landa eða hvur veit hvað.
Svo af því að ég nota þetta blogg stundum sem mína eigin dagbók. Þá er fært til bókar að Ragna nokkur skóf í annað sinn fót minn að neðanverðu og lýsti yfir mikilli ánægju með árangur sem náðst hefur.
Nóg um það. Kvef er á undanhaldi og marið rifbein að gróa. Þetta er því allt að gerast hér!
....
No comments:
Post a Comment