Friday, May 02, 2008

Túlípana dagsins fær...

Firefox

Túlípani
Fögglegur túlípanur á bolðinu heima :)

Í heila viku eða hvur má vita hvað hefur tölvan mín verið til helberra leiðinda. Kannski vírus, kannski ónýt tengin, kannski bara ónýt tölva. Það var búið að vírusleita hátt og lágt, setja allar mögulegar og ómögulegar viðbætur við forrit sem þurftu að virka, allur óþarfi og eitthvað sem ég vissi ekki hvað var tekinn út en allt kom fyrir ekki. Tölvan var eins og hún væri föst í sírópi. Sem er ekki gaman fyrir mig sjálfan eða aðra í kringum mig. Svo allt í einu kom himnasendingin. Það er eitthvað þarna einhvers staðar kennt við brennandi ref. Af hverju ekki að prófa. Og viti menn og konur! Tölvan er orðin að sportkagga! Maður bara smellir á eitthvað og það bara opnast. Snjallari verða hlutir ekki held ég!

Það var gaman að þessu Explorer æfintýri sem hófst eftir að ég varð eitthvað ósáttur við eitthvað hjá gamla Netscape en því er svona núna lokið. Allt sem ég hef prófað hefur virkað þetta líka flott og fínt nema reyndar eitthvað sharepoint dót sem ég þarf líklega að brúka með Explorer að einhverju leyti... en samt bara voðalega lítið.

Best að hafa bara meiri túlípana hér!


Túlípani


Reyndar bara eitt lauf en það var svona bara fögglegt lauf!

No comments: