Friday, May 02, 2008

Eftirstöðvar vetrarins

Fellsmörk um síðustu helgi


After the winter
Brotinn bekkur og slitin tré

Það er eitthvað að hægjast um svona kannski að minnsta kosti er að koma sumar. Eitthvað er kannski hægt að blogga um það sem gerist. Bræður, mamma og pabbi fórum samleiðis í Fellsmörk um Helgina. Ef einhver les sem ekki veit hvað Fellsmörk er, þá er það stórmerkilegt skógræktarverkefni Skógræktarfélags Reykjavíkur þar sem saklaust fólk leggur í kostnað og erfiði við að rækta tré fyrir Skógræktar félag Reykjavíkur og Íslenska ríkið. Við plöntum og borgum eftir atvikum en deilt er um hvort skógurinn verði í eigu Skógræktarfélags Reykjavíkur eða íslenska ríkisins. Ljóst er að við sem plöntum eigum ekki að eiga hann. Reyndar megum við byggja okkur húskofa þarna þannig að þetta er nú ekki allt alveg út í hött.

Þetta gengur svona eftir atvikum og eftir hvern vetur er spenningur í gangi um hvernig trjáskapur og mannvirki hvers konar koma undan vetri. Hluta vetrar var núna allt á bólakafi og eitt og annað hefur látið á sjá. Þar sem eitt sinn var borðað nesti er núna brotinn bekkur og tré með slitnar greinar. Bekk og borði verður þó hægt að klambra saman að nýju og svo er ekki loku fyrir það skotið að trén rétti eitthvað úr kútnum þó greinarnar hafi tálgast eitthvað aðeins af þeim!


....

No comments: