Friday, April 18, 2008

Grænu engin hinum megin

The green grass

Þetta gæti verið lýsandi mynd fyrir leikritið sem við HL sáum í fyrrakvöld. En þetta er nú samt bara nýjasta trendið, hveitigrasið sem er pressað með sérstökum hætti og sötrað af kúnstarinnar mætti. Þetta ku vera allra meina bót.

Fyrst (eftir að konan sem kemur stundum er búin að koma með hveitigrasið og allt dótið) fer maður og klippir smá hveitigras af hveitigras akrinum sínum. Svo er þetta allt sett í hveitigrass pressuna og pressað alveg fullt. Það lekur þá út grænn undarlegur vökvi sem lyktar eins og heil hlaða.

Svo byrjar maður eitthvað að færa þetta til og þá ef maður er dálítið spastískur á fínhreyfingunum eins og fíll í postulínsbúð eins og maður er stundum þá hellir maður þessu öllu niður. Þá er bara að sötra þetta af borðinu eins og maður varð að gera!



Og þegar maður er búinn að sötra þá er að velta hunangsvökvanum uppi í sér og finnast þetta ekki svo slæmt!



Og náttúrlega hafa með sér HK til að taka mynd af manni!

Þetta gerðist annars fyrr í kvöld sem var fimmtudagskvöld en núna er komin nótt sem er á föstudegi skv. þeirri skilgreiningu að nýr dagur byrji þegar klukkan slær miðnætti. Mér finnst alltaf meira að nýr dagur byrji þegar maður fer á fætur. Það er samt þá umdeilanlegt hvort nýr dagur er kominn núna því ég fór ekkert svo seint að sofa en fór bara aftur á fætur til að ljúka við eitthvað eins og þetta blogg og þá er kannski kominn föstudagur.


------------------

En það er stundum of lítið að gerast til að það sé gaman að blogga um það og svo er stundum svo margt að gerast að það finnst enginn tími til að blogga um það. Það fyrrnefnda er afleitt en það síðarnefnda er í sjálfu sér ákjósanlegt þó bloggið manns verði þá hálf svona snubbótt fyrir vikið. Ég er dálítið að kljást við það fyrrnefnda.

Nú væri hægt að blogga um alveg eðalis fína leikhúsferð sem við HK fórum að sjá hjá nemendum HK þar sem þeir sýndu grænu engin hinum megin. Mikið gaman að sjá hvað sýningin var flott. Sumir eða kannski flestir leikararnir töluðu á köflum dálítið hratt þannig að sljóum miðaldra áhorfendum fannst á stundum erfitt að heyra allt og ná öllum orðunum en það lagaðist nú mikið þegar leið á sýninguna. En þar fyrir utan hin besta sýning og alveg eðal söngur hjá sumum leikurum og sýningin skemmtileg. Mæli með þessu í Austurbæ!

Svo væri hægt að blogga um æfintýri helgarinnar þegar farið var með HSSR í Þórsmörk. Það verður kannski gert eitthvað meira en til að byrja með þá eru myndir hér.

Svo þarf að ferðablogga um páskaferðina í Lakagíga með Gunna, Palla og Rósu. En til að byrja með þá eru myndir komnar á verfinn.

Svo mætti líka blogga eitthvað um afrek mín á sviði stjörnuskoðunar. En þau eru nú reyndar ekki neitt svo rosaleg að beinlínis sé hægt að stæra sig af þeim en samt verð ég að játa að mér finnast hringir Satúrunusar með því merkilegasta sem ég hef augum litið!

-----------------

Svo stendur margt til og eitthvað sem á að fara að gera. Fór skokkandi í kvöld enda verður maður að halda sér eitthvað í forminu til að geta gengið á fjöllin. Um helgina verður kannski farið á Eyjafjallajökul og kannski verður farið á Snæfellsjökul. Fór annars áðan og ætlaði að nota einhverjar innleggsnótur frá jólagjöfum sem ég skal alltaf skipta til að kaupa nýjan hlaupara stakk. Fékk nebblega einhvern stakk í jólagjöf ætlaðan til hlaupaiðkunarnar en vildi ekki þann stakk heldur einhvern allt annan og það endaði með innleggsnótu. Fór í Útilíf en var búinn að týna nótunni. Þarf að finna hana en fann í Útilífi þennan edilonsfína stakk sem kemst í mína eigu þegar nótuskömmin finnst sem skal verða fljótt.

Prufaði svo líka Cintamani lopahettupeysu þarna í Útilífinu og minn langar eilega í svoleis þó það sé of sterilt að vera í merkjavörulopapeysu svona eiginlega og svo líka einum of að kaupa lopapeysu á 20 þúsund og svo er hún af einverjum ástæðum bara seld í kerlingarsniði en það passaði samt bara flott fannst mér. Kannski maður fari í lopipeysubúð eða búi til einhvern tíma fyrir sig og prjóni barsta sjálfur. Það er eiginlega samt verst með þetta skrambans tímaleysi sem alls staðar er. Af hverju er maður hannaður þannig að maður þurfi að sofa þriðja part af sólarhringnum? Mér finnst það ferlegt!

No comments: