Monday, March 31, 2008

Gáð til himins

Algjörir glópar!
Það er víst meira en ár síðan. Þá átti ég afmæli og varð dálítið hundgamall... svona í árum talið. Eitt af því sem er ekki auvðelt alltaf er að velja handa mér afmælisgjöf því sumir halda því víst fram að ég eigi eiginlega allt. Kannski eitthvað til í því. En þarna fyrir rúmu ári fékk ég stjörnukíki í afmælisgjöf. Alveg eðal snjallt að ég fari að búa mér til nýtt áhugamál - stjörnugláp.

Eitthvað vofum við HK óviss um að kíkirinn sem rataði þarna í okkar hendur væri sá sem heppilegastur væri. Að lengd var hann eitthvað á annan metra og annað umfang eftir því. Svo var hann á einhverju clumsí stæði sem mér leist ekkert allt of vel á en reyndar hafði líklega sína kosti líklegast líka.



Aumingjans stjörnukíkirinn var því ekkert skoðaður neitt en fékk að dúsa í sínum kassa, fyrst í Álakvíslinni og svo í Hæðargarðinum. Það komst engin hreyfing á grey skinnið fyrr en ég platuði sjálfan mig (með aðstoð HK og Heimis) til að fara á stjörnuglópanámskeið. Þangað fór ég og komst að því að ég gæti eftir heilt árið fengið að skipta mínum stjörnukíki enda var hann ennþá svona eiginlega óopnaður í umbuúðunum.

Og það var lokstin gert núna í dag og fenginn þettaeðalfína appelsínugula glansandi kíkisapparat - tölvustýrt og alles!


Fyrst voru herlegheitin skrúfuð saman heima í stofu og svo reyndar eftir að hafa snætt í Selbrekku var farið út í garð og appiratinu beint til himins. Gekk svona misvel. Eitthvað var þetta vanstillt hjá okkur og ekki mikið af viti sem við skoðuðum. Miðarinn rammskakkur og ekkert gekk að stilla grægjuna sem átti nú samt að vera það einfaldasta mál í heimi. Og þetta endaði svo með engu nema kannski að einhverjar skýjatjásur gerðu sig heimakomnar á millo okkar og stjarnanna.

Það var því sneypst inn og farið að lesa fjárskotans manualinn. Það þarf kannski að gera svoleis þegar svona alveg nýjar grægjur eru teknar til notkunar.

Svo voru reyndar enn meiri dótadagar því við HK ýlavæddumst um helgina. Fengum okkur eðal fína ýla í gegnum HSSR og var reyndar svona afmælisbragur á öðrum ýlinum! Mikið gaman á sunnudagsmorgninum hjá tveimur nördum að fela ýla fyrir hvort öðru út um alla íbúð! En annars alveg ótrúlega flott grægja og einföld í notkun. Næstum því of einföld!


-----

Að allt öðru. Um páskanana var farið á skíði upp í Lakagíga. Gist í Miklafelli og Blágiljum. Vel heppnað. Ferðasagan kemur vonandi sem fljótlegast en nokkrar myndir eru komnar nú þegar á Flickrið.

Well min herr



RTFM they call it!

..

No comments: