Thursday, October 25, 2007

Fimmtán mínútna aumingjaskokk

Í World Class með ipúðann sem var tekinn í sátt

Einhvers staðar las ég hjá frægum bloggara að fátt væri meira leim en að blogga um það að hafa farið í líkamsrækt.... en þegar kortið manns er búið að vera útrunnið í svona eins og heilt ár næstum því og þegar það var kort áður þá var það eiginlega bara notað til að fara í klippingu, þá er ferð manns í World Class stöð eitthvað sem heyrir til tíðinda.

Samt var bara hengslast á hlaupabrettinu í svona korter og eiginlega ekkert hlaupið af viti og vigtin eitthvað kolvitlaus en mjór er mikils vísir... eða vísir að einhverju sem ætlaði sér að mjókka eða það finnst manni sjálfum sko.

Annars með þetta með ipúðann sem er sko ipod hjá venjulegu fólki. Svoleis var keypt fyrir einu og hálfu ári eitthvað en okkur samdi víst eitthvað illa. Svo fyrir fáum dögum var gerð svona úrslitatilraun til að hemja ófétið og það tókst þetta líka ágætlega þannig að við tveir, ég og ipúðinn erum núina perluvinir. HK er og verður líka held ég svona vinkona hans.



....

Wednesday, October 24, 2007

Að vera snorkur...

Ekki veit ég nú alveg af hverju en ég datt í að taka svona quiz próf - langt síðan ég gerði svoleis. Kannski af því að ég ætlaði að vera uppi á háalofti að hrófla upp hilluskömmum! Jábbs, á norsku enda ætlunin að múmíndalsgreina mig og ég ku vera Snorkurinn!


logo
Hvem er du i Mummidalen?

Mitt resultat:
Snorken
Du er Snorken! Du er glad i å eksperimentere og oppfinne ting, selv om det betyr at du må jobbe alene hele vinteren mens alle andre sover!
Ta denne quizen på Start.no




....

Monday, October 22, 2007

Það var skírnarhelgin hans Steinars

Til Egilsstaðanna var farið


the preast



....

Friday, October 19, 2007

Þegar ég varð heimsfrægur!

það sem birtist í gær á mbl.is þótti mér ekki leiðinlegt. Ekki slæmt að miðillinn sem aldreigi lýgur telji verk mín heimsfræg!


Það var útsala í fornskrudduversluninni Bókinni þar sem verk heimsfrægra listamanna voru til sölu fyrir kúk og kanil og var þar fremst troðið 22 ára gamalli útgáfu af Grjúpáninu sem ég og hann Árni ásamt Óskari og Ídu líklegast gáfum út á menntaskólaárunum sártsöknuðu!




....

Thursday, October 18, 2007

Það var dótadagur í gær!

AF Nikkor 85mm f/1.4D IF

walking alone

Kom til mín í vinnuna upp úr hádeginu. Ekkert auðvelt að einbeita sér í vinnunnu með svona grip við hliðina á sér þannig að það var bara stungið af eitthvað um klukkan fjögur og farið út að leika. Held að linsan hafi bara svínvirkað t.d. á þessari konumynd að ofan.

En hún lítur víst svona út (linsan sko...):


Svo kom reyndar líka til mín í póstinum eitt stykki svona
ixus underwaterhouse
Hugsað til þess að hlífa litla krílinu þegar veður geras vot!

Tuesday, October 09, 2007

Helgi á mannbroddum og mánudagur til sköfu

Morgunmugga
Cesarur hrímaður á mánudagsmorgni

Það biðu manns morgunverk á mánudagsmorgni og af því að maður reyndi að vera smá herralegur þá var Runi bara skafinn líka. Létt verk og löðurmannlegt. En það var viðburðarík helgin getur maður sagt.

Fyrst skal það telja til tíðinda að við komumst bæði í partý ég og HK saman á Cesari sem var skilinn eftir sakir almenns drykkjuskapar. Var þar verið að kveðja Erik sem skal af landi brott í einhverja mánuði.

Það var komið heim einhvern tíman eftir miðnættið en samt ekkert svo rosalega seint. Samt var ástand manns þegar vaknað skyldi klukkan 7 á laugardagsmorogni ekkert sérlega björgulegt. Arna kom og David bjargandi málunum og manni var ekið á M6 með viðkomu á Essó þar sem nestið var verslað í snarhasti. Það var ekki mikil gleði sitjandi í Ásnum á leið á Sólheimajökul en þar var mannbroddabrölt fram og til baka, æfðar sprungubjarganir og ísklifrað af miklum móð!

Iceclimbing in SólheimajökullAð krafla sig upp úr svelgi einum hroðalegum!

Þetta gekk nú svo sem allt ágætlega alveg þangað til minn fór að síga niður og endað á hvolfi dinglandi yfir 10 metra djúpu hyldýpinu! En þetta fór svo sem allt ágætlega fyrir utan að afturendinn á undirrituðum varð eitthvað sár á eftir.

Hagafellsjökull og vatn
Hagavatn og Hagafellsjökull að leika sér í góða veðrinu

En svo kom sunnudagurinn og þá var haldið á allt annan jökul. Ég, HK og Gúnninn saman á Cesari sem var hinn kátasti með að fá að fara af bæ! Förinni var ætlað að verða hinn frækilegasti mælingaleiðangur þar sem við höfðum tekið að okkur að mæla sporðinn á Hagafellsjöklunum. Það gekk allt ágætlega þangað til GPS tækið þóttist verða minnisfullt og HK tók á það ráð að beygla á sér andlitið þannig að tækið tæki sönsum, sem og það gerði!

HK and Gúnni veltandi vöngum
HK og Gúnninn veltandi vöngum

Nú og svo kom mánudagurinn ágætur með sköfunni. Datt síðan svona í hug að setja þessa mynd hér sem var tekin á heimleið mánudagsins og er hægt að horfa á í einhverri þrívídd fyrir þá sem slíkt vilja iðka!

In three dimension
Þetta snýst um að gera sig öfugt rangeygðan fyrir þá sem ekki vita!

Friday, October 05, 2007

Valkvíðinn að baki

Og gleðin tekin á ný

Ég var nú annars ekkert óglaður svoleiðis en ég mun sem sagt eiga þessa myndavél áfram. Þarf helst bara að fá mér vatnshelt hulstur utan um hana þannig að hægt sé að taka myndir með henni alls staðar og alltaf. Það verður samt ekki komið á morgun þegar ég fer í ísklifurbrölt með HSSR en krílið fær að fljóta með. Er myndavélurinn hér með nefndur krílið eða kríli, svona í höfuðuð á hundlingnum hans Steinríks í Ástríksbókunum.

Ég held annars að ég muni ná sáttum við Krílið. Það fer vel í vasa, tekur rúmlega allt í lagi skarpar myndir, er með víða linsu [sem fyrir þá sem ekki vita mega upplýsast um hér að skiptir eiginlega öllu máli (fyrir mig að minnsta kosti) þegar svona myndavél á í hlut], er hægt að setja í kafarahulstur og er svo í alveg rosalega kúl Crumpler hulstri, valið af HK! Svo er þetta alveg upplögð bloggmyndavél...
In the restroom 1
Minn að myndast í speglinum yfir vaskinum með Krílinu...

Svo er það annars að gerast að á morgun skal farið að ísbrölta en á hinn daginn skal haldið til annarra fjalla og eitt ef ekki tvö stykki Hagafellsjöklar mældir með GPS grægjum ógurlegum... Svo vitnað sé í tölvupóst sem ég fékk á meðan að þessari ritun stóð, þá er ég að verða Jöklavísundur [í hjáverkum í það minnsta]


....

Thursday, October 04, 2007

Ég þjáist af valkvíða

the cool cover
Það hrjáir mig myndavél í myndavélahulstri sem ég veit ekki hvað ég á helst að gera við. Ágæt vél en einhvern veginn ekki. Ammimælisgjöf sem verður að ákveða hvað á að gera með...

En svakalega fín bloggmyndavél líka eins og þegar ég fór í Hagtaup í dag...
At the parking place
og tók mynd á bílastæðinu þar... og svo líka þegar við HK löbbuðum okkur út í búð einhvern tíman áðan!
Two shadows

Þessi vél tekur náttúrlega alveg skuggalega flottar myndir!




....

Monday, October 01, 2007

Já... það er bara svona...

... svona frasi sko

EN... Guðrún kom í gær og
Gudrun and HK blowing!
Guðrún og HK með pumpuna á fullu!

Það var eldaveisla í gær og tæknidagur á H34. Þá var nebblega loksins eldað dýrindis lambakjetið frá litla dýrinu (eða ég kalla hana bara þannig líka eins og hk) sem var eldað eftir hennar sjálfrar dýrindis uppskrift. Og önnur sveitastelpa, nefnilega hún Guðrún var í heimsókn á leiðinni til Dresdensins og Kristoffsins í heimsókn og gistingu. Lambakjetið var frábært, uppskriftin frábær og pumpan ótrúleg!

Fyrir þá sem ekkert þykjast vita um pumpur þá má skoða þessi ósköp hér.

En svo var líka ýmsilegt annað gert sér til dundurs eins og að láta einn Sleða dragnast með einn Cesar á verkstæði. Það var nebblega þannig að Cesar ákvað að keyra ekki meira einhvern tíman á laugardaginn. Stoppaði bara á næsta götuhorni og sagði "hingað og ekki lengra". Ralldign og Kristján aumkuðu sig yfir okkur og komu á sínum eðal sleða og drógu hann til verkstæðis þar sem ég þóttist eiga pantað pláss fyrir hann daginn etir. Það var samt alls ekki svoleis heldur átti hann pláss þar eftir viku. Þeir gerðu nú við hann samt. Að minnsta kosti svona eitthvað dálítið. Hann fer sko í gang núna og svo er líka hægt að opna óvenju margar hurðir á honum... eiginlega bara allar! Og það hefur held ég aldrei verið hægt síðan hann komst í okkar umsjón fyrir einu og hálfu ári.

Svo til að halda upp á þetta þá slógum við HK ekki slöku við heldur versluðum okkur eitt stykkki borð í hinni margrómuðu snobbverslun Rúmfatalagernum þar sem merkjavaran fæst. Merkið heitir gegnheil eik og er eðalis flott, ferköntuð í líki borðs sem verður notað í vinnuherberginu okkar sem tók loksins á sig einhverja mynd um helgina. Játs, er ekki bara gaman að lifa!

In the great working area... going to eat
Borðið vígt með að snæða upphitað lambakjet

... ef einhverjum finnst þessar myndir skrýtnar á litinn þá hefur sá hinn sami rétt fyrir sér en ég vil samt bara hafa þær svona... afþvíbara!



....