Í World Class með ipúðann sem var tekinn í sátt
Einhvers staðar las ég hjá frægum bloggara að fátt væri meira leim en að blogga um það að hafa farið í líkamsrækt.... en þegar kortið manns er búið að vera útrunnið í svona eins og heilt ár næstum því og þegar það var kort áður þá var það eiginlega bara notað til að fara í klippingu, þá er ferð manns í World Class stöð eitthvað sem heyrir til tíðinda.Samt var bara hengslast á hlaupabrettinu í svona korter og eiginlega ekkert hlaupið af viti og vigtin eitthvað kolvitlaus en mjór er mikils vísir... eða vísir að einhverju sem ætlaði sér að mjókka eða það finnst manni sjálfum sko.
Annars með þetta með ipúðann sem er sko ipod hjá venjulegu fólki. Svoleis var keypt fyrir einu og hálfu ári eitthvað en okkur samdi víst eitthvað illa. Svo fyrir fáum dögum var gerð svona úrslitatilraun til að hemja ófétið og það tókst þetta líka ágætlega þannig að við tveir, ég og ipúðinn erum núina perluvinir. HK er og verður líka held ég svona vinkona hans.
....
No comments:
Post a Comment