Það voru gestir hjá okkur...
Góðir gestir því Kristoff og Guðrún gistu hjá okkur tvær nætur áður en þau héldu héðan brott til Germanaveldis til vetrardvalar. Við HK gátum að sjálfsögðu ekki verið þekkt fyrir að láta þau sofa á enhverju hanapriki og það var farið í bæinn og leitað að rúmfleti fyrir gesti. Þar sem við hugsum alltaf allra mest um standard og gæði þá var ekki að sökum að spyrja að við enduðum í Rúmfatalagernum. þar var mikið úrval af alls kyns vindsængum í einni stærð eða tveimur og var ákveðið að kaupa svona drottningarstærðardínu. Vorum enda ekki alveg viss um að nein stærri myndi komast fyrir á gólfinu hjá okkur.Einhver minntist eitthvað á rafurmagnspumpu en til hvers í ósköpunum á maður eiginlega að eyða þúsund krónum í einhverja loftdælu þegar maður, manns spúsa og manns gestir eru öll með þessi fínu lungu og loft allt um kring. Pumpunni var því bara gefið langt nef og ekki verið að hafa neinar áhyggjur af þessu loftveseni. Einhvern tíman eftir miðnættið var svo farið að blása. Þá kom í ljós að vindsængurskömmin virtist vera sérhönnuð fyrir einhverjar pumpudrusslur og eiginlega óvinnandi vegur að nota munn við munn aðferðina. Var jafnvel farið að ræða það að fara með hana út á bensínstöð til að koma einhverju lofti í hana. En svo var bara tekið á honum stóra sínum og blásið og hvásið út í eitt.
....
No comments:
Post a Comment