Og gleðin tekin á ný
Ég var nú annars ekkert óglaður svoleiðis en ég mun sem sagt eiga þessa myndavél áfram. Þarf helst bara að fá mér vatnshelt hulstur utan um hana þannig að hægt sé að taka myndir með henni alls staðar og alltaf. Það verður samt ekki komið á morgun þegar ég fer í ísklifurbrölt með HSSR en krílið fær að fljóta með. Er myndavélurinn hér með nefndur krílið eða kríli, svona í höfuðuð á hundlingnum hans Steinríks í Ástríksbókunum.Ég held annars að ég muni ná sáttum við Krílið. Það fer vel í vasa, tekur rúmlega allt í lagi skarpar myndir, er með víða linsu [sem fyrir þá sem ekki vita mega upplýsast um hér að skiptir eiginlega öllu máli (fyrir mig að minnsta kosti) þegar svona myndavél á í hlut], er hægt að setja í kafarahulstur og er svo í alveg rosalega kúl Crumpler hulstri, valið af HK! Svo er þetta alveg upplögð bloggmyndavél...
Minn að myndast í speglinum yfir vaskinum með Krílinu...
Svo er það annars að gerast að á morgun skal farið að ísbrölta en á hinn daginn skal haldið til annarra fjalla og eitt ef ekki tvö stykki Hagafellsjöklar mældir með GPS grægjum ógurlegum... Svo vitnað sé í tölvupóst sem ég fékk á meðan að þessari ritun stóð, þá er ég að verða Jöklavísundur [í hjáverkum í það minnsta]
....
No comments:
Post a Comment