Sunday, June 10, 2007

Maðurinn með ljáinn...

Nei, það er enginn dáinn heldur var bara dregin fram sláttuvél í dag

Og reyndar enginn ljár, heldur ein rafknúin og svo eitt orf sem fór ekki í gang. Lánsdót úr öðru sveitarfélagi en bara stuð eða þannig.

Fór í ljósmyndaleiðangur um garðinn á eftir og fann einn fagran fífil. Reyndar mart annað og fékk þá hugmyndaflugu í kollinn minn að taka myndir af öllu blómskrúði garðsins. Síðan mun nú reyndar ekkert drukkna í blómum því það er nú ekkert rosalegt úrval af þvíslíku þar. En fífillinn stendur nú alltaf fyrir sínu!
Og þar vex túnfífill


Þaldénú!

No comments: