Wednesday, October 18, 2006

Það seig í mig í gær...

Það var nebblega verið að kenna okkur aumum nýliðum að síga



Ég undirbjó mig af mikilli kostgæfni. Fór á einhvern frægasta matsölustað í heiminum geiminum sem heitir Makkdónalds. Þar er ekki boðið upp á neitt hallærishakk heldur svellþykkan hamborgara sem syndir um í sósu sem lét mig næstum því gubba. Já... ég er annars ekki alveg viss um hversu heppilegur þessi undirbúningur var en nokkuð ljóst er að Makkdónalds verður ekki heimsóttur næsta árið þó hungursneið geisi [er annars nokkuð y í svona geysi... man þetta ekki, það er ekki y í öllum geysi].

Fyrst fengum við reyndar einhverja meðferðarlistayfirhalningu því það stendur til að fara í Hrafntinnnusker eftir svona tæpan mánuð og eitt og annað sem þarf að taka þá með. Mann sjálfan vantar reyndar hjálm og eitthvað fleira dót. Þarf greinilega að fara á stúfana og eyða einhverjum péningum en svo kom að því að maður ætti að fara að síga og ég seig...

Fyrst var klifrað upp í stiga í svona fjögurra metra hæð eða eitthvað bundinn í spotta og svo var aðal stuðið að hoppa niður og láta línuna stoppa sig helst rétt áður en maður fór í gólfið. Sumir vorkenndu línunni en hún slitnaði nú samt ekki.

Svo klifraði maður sér upp á pall einhvers staðar uppi undir rjáfri. Ég verð að játa að einhver gömul lofthræðslumóment rifjuðust upp þarna en það var svo sem engin þörf á því. Eyþór ofuröruggur fullvissaði mig um að hann hefði ekkert í hyggju að láta mig hálsbrotna og með það lét ég mig siga með prússikk og áttu og allt hvaðeina bundið um línuskömmina sem jú hélt mér ágætlega. Þetta var barsta gaman eða rúmlega það, bara mjög gaman.

Svo fékk ég að hnýta nokkrar slaufur á einhverja aðra bandhnykla. Það var svona áttuhútur og svona fiðrildahnútur og svona límuklemmuhnútur... ha, línuklemmuhnútur. Ég spurði reyndar hvort þetta væri ekki bara prússikk og jú, þetta var bara prússikk.

Svo þegar allt var orðið vel hnýtt þá var það bara iss piss og pelamá og ferðaklúbbur fjölbreyttra nýliða stofnaður. Minn svo heim með það verkefni að gera bloggsíðu sem er þessi hér: isspiss.blogspot.com

Mikið skelfilega líst mér vel á þetta allt saman!


....

No comments: