Tuesday, October 31, 2006

Fasteignakaup og fleira

Það er staðið í stórræðum þessa dagana

Eftirfarandi tilkynning var send út af betri helmingnum til náinna vandamanna í gærkveldi:


Appelsína á borðstofuborðinu, appelsínugul servíetta rétt handan, appelsínugulur trefill á stólbakinu, appelsínugulur Plútó blýfantur, glittir í appelsínugular matreiðslubækur í bókaskápnum...og á gólfinu liggur...appelsínuGUL fasteign. Keyptum í dag, 25 króna kjarakaup. Höfum aflýst frekari fasteignaviðskiptum, munum leggjast út. Vildum leyfa ykkur að vita af þessu - en verið snögg ef þið ætlið ykkur!

Kv, HK og Ragginn

P.s. Þessi gulu eru flokkuð í 3 verðflokka: "Mjög góð" (40.000), "góð" (25.000 - hugsanlega stirðir rennilásar, bogin súla eða bót í botni) og loks "í lagi" (10-15.000 kall - allt að nokkur göt, stirðari rennilásar eða eitthvað).
---
Nánar má t.d. skoða auglýsingu ÍFLM á síðu ÍSALP


það var sem sagt skellt sér á eitt svona gott VE-25 tjald. Svona gula kúlu sem þolir flest ef ekki allt. Það vantar reyndar snjóskarir en þeim verður bara bætt við skulum við ætla. Vígsluathöfn fasteignarinnar verður e.t.v. um þriðju helgi héðan í frá. Hver veit. Kannski verður veðrið nógu vont fyrir okkur þá. Á eftir að koma í ljós. Annars fyndið að okkur skötuhjú hefur líklega langað í eins tjald í mörg ár án þess að hafa hugmynd um það. VE-25 skyldi það hafa verið.


Fyrir þá sem það ekki vita þá lítur svona
eðalfasteign út einhvern veginn svona:



Fyrsta hjálp kemur líklega á undan annarri hjálp...

Annars er það að frétta af þjálfunaráætlun Laggans að hann er núna kominn með gráðu í fyrstu hjálp. Búinn að læra alls konar dularfulla þríhyrninga og skammstafanir. Ef einhver slappur verður á manns vegi má búast við að spilaður verði OLSEN með A og svo gæti vel farið svo að í framhaldinu verði bara BROS. Vonum samt að það sé ekki eitthvað af ÞOLHRESS sem hafi gerst eða viðkomand skori eitthvað leiðinlega lítið á VÁSE. Já, það eru skammstafanir sem hjálpa manni að muna það sem maður þarf að muna ef einhver á bágt.

Annars verður þessu fyrstuhjálparnámskeiði aðallega minnst fyrir það sem fór inn í manns munn. Ætti þá kannski frekar að segja mynnst! Arna yfirkokkur tók að sér undirdeild Isspiss og eldaði fyrir 9 manns eða eitthvað, dýrindis kræsingar á hverjum degi. Bara frábært í alla staði!
Arna yfirkokkur

Annars voru líka þarna helíllar björgunaræfingar og sjást Gulli og Kristín bera einn hérna stórslasaðann til byggða!
Nokkrir voru illa særðir og fóru á börur

Og svo var okkur kennt að blása og kvása ofan í þá líflausu:
Og svo prófaði Hrabbi að blása

Meiri myndir hér og Isspiss blogg hans nafna míns hér.

Síðan er árshátíð með drifstútarallíi um helgina og svo fer að styttist í fjallamennsku 1 sem er um aðra helgi. Reyndar vonast ég til að það þurfi ekki að nota neitt af því sem var kennt á þessu námskeiði en allur er jú samt varinn góður!

Af aumingja Cesurari er síðan ekkert gott að frétta en meira um það einhvern tíman seinna.

Sunday, October 22, 2006

Isspiss... Botnssúlur

Svona smá æfingablogg hér á Laggablogginu áður en þetta fer á Isspiss bloggið...

On mt Botnssulur
Minns er svo treyttur að hann æltar núna bara að blogga hér á sínu eiginn bloggi... en það verður eitthvað sett á Isspiss bloggið á morgun eða einhvern tímann...

En sem sagt. Það var haldið af stað snemma morgunns. Reyndar ekkert of snemma. Ætlunin að hittast kl. 10 á Select sem auðvitað tókst ekki neitt, heldur mætti minn allt of seint en með nesti og nýja skó... en nei annars ekkert neina nýja skó heldur barsta nesti sem HK smurði af hinnu mestu lyst.

Svo var haldið af stað og það gekk vel. Við vorum bara fjögur saman og bara í Cesari og hann var í stuði eða svo vonaði ég en allt í einu tók hann hið hroðalegasta æðiskast og snúningshrðamælirinn fór í hærri hæðir en áður hefur sést og það kom reykuu, heilt ský aftur úr bílnum og ég skildi ekki neitt í neinu annað en að eitthvað voðalegt var að gerast. Í dauðans angins slökkti ég á bílnum en hann tók ekkert mark á mér. Þá var tekin hægri beygja inn eitthvað að einhverju hverfi sem er í Mosfellssveit og þá drap hann á sér og fór ekki lengra.
the broken car
Nú voru góð ráð dýr. Ekki búið að fara á neitt fjall, veðrið alveg eðal en Cesarur alveg steindauður. Það varð úr að Arna fór til baka á puttanum og kom svo askvaðandi á sínum vitarastuttjeppa sem varð nú betri en enginn. Þar inn pökkuðum við okkur og ókum svo áleiðis til Þyngvalla. Þar var ekki áðum sinnt fyrr en komið var inn í Svartakot og allt hafurtask axlað og svo arkað af stað...
preparation

Leiðin var öll á fótinn og svona ágætasta klettaklifur þegar best lét.
climbing
Sem var okkur auðvitað einungis til mikillag gleði enda bratt klifurbrölt einungis til þess fallið að tryggja að hver meter feli í sér meter nær takmarkinu sem var 1093 metrar ef eitthvað er að marka þetta kortadót sem maður var með þarna.
lunchtime
Svo var haft ærlegt hádegisstopp rétt áður en tindinum var náð þar sem góflað var á alls kyns kræsingum. Einhverjir hefðu beðið með snæðing uns tindinum væri náð en við erum reyndari fjallafarar en svo og lékum á vindinn en létum hann ekki leika um okkur. Sátum þarna í fínu skjóli og glampanndi sól. Nokkrum metratugum ofar var tindurinn í hávaðaroki gátum við getið okkur til og með tilheyrandi skítakulda.

Þegar grófmetið var komið í kroppinn bauð Arna upp á viðbót í sætari kantinum sem var nefilega lummur og sýróp úr brúsa!
arna and the lumma and the maple
En þetta var annars algjörar heilsulummur eins og kokkurinn sjálfur benti á bakað úr spelt- og haframéli. Hollustan sem smjatt í algjöru fyrirrúmmi. Eftir að hafa úðað þessu í okkur og helt sírópinu út um allt var haldið af stað aftur upp á tindinn.


bonfire material on top of mountain
Það sem okkur hafði grunað reyndist á rökum reist. Botnssúlur eru í landi Hringadróttins og var þarna uppi tilbúinn bálköstur til merkjagjafar um víðan völl. Vissum við nokkuð af varðmaninum fyrir neðan stóra klettinn sem beið átekta til merkjagjafar. Höfðum við vit á að vera ekki að trufla hann því lögum samkvæmt var hann þar tilbúinn með alvæpni og með skýr fyrirmæli um að hálshöggva hvern þann sem kæmi nærri bálkestinum. Þar sem dauði eða almennt lífleysi er brottrekstrarsök í Isspiss þá héldum við bara áfram alveg upp á tindinn og spókuðum okkur þar.


On top of Mt Botnssulur

Útsýni var gríðarmikið í ýmsar áttir og voru myndavélar mundaðar af miklu kappi til að fanga herlegheitin. (það getur annars verið gaman að smella á myndina hér að neðan því þá birtist hún svoltið stór!)

panorama view from Botnssulur

Svo var nú bara haldið aðra leið niður í bíl og ríkt almenn gleði í hópnum þó haft hafi verið á orði að þessar Botnssúlur væru nú bara svon Isspiss ekki mikið mál fyrir vant fólk!



Svo sést leiðin okkar svona hér...


Svo eru myndir hér.

Wednesday, October 18, 2006

Það seig í mig í gær...

Það var nebblega verið að kenna okkur aumum nýliðum að síga



Ég undirbjó mig af mikilli kostgæfni. Fór á einhvern frægasta matsölustað í heiminum geiminum sem heitir Makkdónalds. Þar er ekki boðið upp á neitt hallærishakk heldur svellþykkan hamborgara sem syndir um í sósu sem lét mig næstum því gubba. Já... ég er annars ekki alveg viss um hversu heppilegur þessi undirbúningur var en nokkuð ljóst er að Makkdónalds verður ekki heimsóttur næsta árið þó hungursneið geisi [er annars nokkuð y í svona geysi... man þetta ekki, það er ekki y í öllum geysi].

Fyrst fengum við reyndar einhverja meðferðarlistayfirhalningu því það stendur til að fara í Hrafntinnnusker eftir svona tæpan mánuð og eitt og annað sem þarf að taka þá með. Mann sjálfan vantar reyndar hjálm og eitthvað fleira dót. Þarf greinilega að fara á stúfana og eyða einhverjum péningum en svo kom að því að maður ætti að fara að síga og ég seig...

Fyrst var klifrað upp í stiga í svona fjögurra metra hæð eða eitthvað bundinn í spotta og svo var aðal stuðið að hoppa niður og láta línuna stoppa sig helst rétt áður en maður fór í gólfið. Sumir vorkenndu línunni en hún slitnaði nú samt ekki.

Svo klifraði maður sér upp á pall einhvers staðar uppi undir rjáfri. Ég verð að játa að einhver gömul lofthræðslumóment rifjuðust upp þarna en það var svo sem engin þörf á því. Eyþór ofuröruggur fullvissaði mig um að hann hefði ekkert í hyggju að láta mig hálsbrotna og með það lét ég mig siga með prússikk og áttu og allt hvaðeina bundið um línuskömmina sem jú hélt mér ágætlega. Þetta var barsta gaman eða rúmlega það, bara mjög gaman.

Svo fékk ég að hnýta nokkrar slaufur á einhverja aðra bandhnykla. Það var svona áttuhútur og svona fiðrildahnútur og svona límuklemmuhnútur... ha, línuklemmuhnútur. Ég spurði reyndar hvort þetta væri ekki bara prússikk og jú, þetta var bara prússikk.

Svo þegar allt var orðið vel hnýtt þá var það bara iss piss og pelamá og ferðaklúbbur fjölbreyttra nýliða stofnaður. Minn svo heim með það verkefni að gera bloggsíðu sem er þessi hér: isspiss.blogspot.com

Mikið skelfilega líst mér vel á þetta allt saman!


....

Tuesday, October 17, 2006

Það var farið í Austurdal 13 -15 okt 2006

Þetta er eiginlega svona björgunarsveitarsaga...


Einhvern veginn varð maður að fara í þessa ferð. Þetta var allt einhvern veginn þannig. Maður bara varð því það kom ekkert annað til greina. Reyndar var enginn tími til þess að fara þetta og allt í upplausn og óefni en við skyldum samt fara.

Ég var búinn að ákveða að taka mér frí allan föstudagseftirmiðdaginn til að geta nú almennlega undrabúið mig. Það gekk eftir þannig að ég var búinn í vinnunni svona einhvern tíman um þrjúleytið. Þá var ætt fyrst í Hagkaup með innkaupalista einn sveran og verslað alls kyns. Síðan var farið með kort í plöstun og svo loksins einhvern tíman um fjögurleytið eitthvað var hægt að fara að tína eitthvað dót ofan í bakpoka.

Það voru eitthvað dularfull skilaboð um hvort ferðin væri trússferð eða ekki og tókum við HK að lokum með okkur tvö sett af bakpokum svona til að vera við öllu búin. Svo var haldið upp á M6 (sem eru höfuðstöðvar HSSR fyrir þá sem ekkert vita og er Malarhöfði 6 en hljómar mikið meira eins og eitthvað Djeims Bond dæmi svona Emm sex...)

Eftir að undrafarararnir voru búnir að gera úttekt á nærfatnaði okkar nýliðanna var sest upp í stóra fjallatrukkinn og ekið norður yfir Heiðar. Í Varmahlíð kom Íbí sem sá um allt skipulag inn í hópinn og þá var komið myrkur. Svo fór að rigna og svo kom rok. Og þá var loksins ekki komist lengra á stóra fjallatrukkinum og við máttum yfirgefa hlýjuna og fara út í myrkrið.

Vafamálið með trúss eða ekki trúss snérist dálítið um hvort hægt væri að keyra yfir brú á Jökulsánni Austari. Brú sem ég áttaði mig á að pa minn og ma mín ákváðu fyrir 30 árum að væri göngubrú sem héldi ekki lítilli Cortínu. En núna hafði brúnni eitthvað vaxið ásmegin með áunnum fúa og annarri veðran og ekki talið óhugsandi að hún gæti haldið uppi Nissan Patrol með kerru fulla af útilegudóti.

Fyrst gengum við fótgönguliðar yfir og var nokk greinilegt að brúin tók okkur fagnandi því hún iðaði öll í skinninu. Gekk upp og niður við hvert fótmál okkar gönguhrólfanna. Svo héldum við niðri í okkur andanum á meðan Patrolinn læddist yfir. Hraðinn var ekki mikill enda komst bíllinn eiginlega ekki fyrir á brúnni á sínum 44 tommu risadekkum. En hægt og rólega komst hann áfram og alveg yfir heilu og höldnu. Það urði fagnaðarfundir og svo hélt hann sína leið áfram með allt okkar hafurtask en við fótganandi í rigningunni, rokinu og myrkrinu þannig að það var sem sagt mjög gaman. Enda gekk þetta allt saman vel og einhvern tíman um miðja nótt komum við í skálann.

Í skálanum urðu fagnaðarfundir þegar við nafnarnir hittum fyrir kaffikönnu og var helt uppá með blandaðri tækni. Aðrir hófu matargerð af kappi og elduðu sumir pasta með blóðmör en aðrir bara pasta með einhverri hallæris pastasósu. Svo var farið að sofa einhvern tíman undir morgunn.

Og einhvern tímann eftir að morguninn var hálfnaður var vaknað aftur. Það tók tímann sinn að komast af stað enda þurftu sumir sitt egg og beikon í morgunmat áður en mögulegt var að takast á við verkefni dagsins. Loks var arkað af stað áfram upp með Jökulsá Austari svona þegar hádegið var við það að verða gamalt. Ferðin gekk vel en samt ekkert of hratt. Það þurfti að vaða nokkra læki og svo þurfti að stoppa út af hælsærum og einnig vildu sumir fara að hátta sig þegar gula fíflið sýndi sig.


Haukur og fleiri að spá í kortið og svona alls konar

Matarstopp til að kýla vömbina / HK tók þessa mynd annars en hann eirasi hina sko

En svo kom allt í einu myrkur og svo varð gilið eitthvað bratt með alls konar klettum og lífshættum, birkikjarri og annarri óáran. Varð það úr að brotist var uppúr gilinu og gengið á leiðis til Patrolsins og stóra fjallatrukksins sem beið okkar og flutti okkur hálf úppgefin til Laugafells þar sem svamlað var í lauginni fram eftir nóttu og loks grillað einhvern tíman undir morgunn.

Svo var lagt af stað heimleiðis akandi bara ágætlega snemma eftir að einhver önnur björgunarsveit hafði gert rúmrusk á óguðlegum tíma rétt eftir að sólin kom upp.

En sem smjatt. Þetta var mikið gaman og roslega vel heppnað og minn bara sáttur við að vera kominn í svona björgunarsveit!

Ef einhver er forvitinn að vita hvað var labbað þá sést það hér að neðan og hægt að smella til að fá stærra kort upp.




....

Friday, October 06, 2006

það sem eitt og annað gerðist...

Það voru gestir hjá okkur...

Góðir gestir því Kristoff og Guðrún gistu hjá okkur tvær nætur áður en þau héldu héðan brott til Germanaveldis til vetrardvalar. Við HK gátum að sjálfsögðu ekki verið þekkt fyrir að láta þau sofa á enhverju hanapriki og það var farið í bæinn og leitað að rúmfleti fyrir gesti. Þar sem við hugsum alltaf allra mest um standard og gæði þá var ekki að sökum að spyrja að við enduðum í Rúmfatalagernum. þar var mikið úrval af alls kyns vindsængum í einni stærð eða tveimur og var ákveðið að kaupa svona drottningarstærðardínu. Vorum enda ekki alveg viss um að nein stærri myndi komast fyrir á gólfinu hjá okkur.

Einhver minntist eitthvað á rafurmagnspumpu en til hvers í ósköpunum á maður eiginlega að eyða þúsund krónum í einhverja loftdælu þegar maður, manns spúsa og manns gestir eru öll með þessi fínu lungu og loft allt um kring. Pumpunni var því bara gefið langt nef og ekki verið að hafa neinar áhyggjur af þessu loftveseni. Einhvern tíman eftir miðnættið var svo farið að blása. Þá kom í ljós að vindsængurskömmin virtist vera sérhönnuð fyrir einhverjar pumpudrusslur og eiginlega óvinnandi vegur að nota munn við munn aðferðina. Var jafnvel farið að ræða það að fara með hana út á bensínstöð til að koma einhverju lofti í hana. En svo var bara tekið á honum stóra sínum og blásið og hvásið út í eitt.
quatro blowing


....



Svo fór mamman á sjóinn og pappinn með henni...

Við keyðrum þau niður á hana Togarabryggju. Öll fjögur. Ég, HK, Guðrún og Kristoff. Við fórum um borð og það var svona dálítið undarlegt. Að vera alinn upp við það að pabbi manns sé alltaf af og til á þessum skipum og svo fylgir maður honum um borð sem farþega með mömmu sinni. Þetta var allt dálítið undarlegt en skemmtilegt. Mamman sýndi HK káetuna og við örkuðum svona aðeins um skipið.
my mother and HK