Thursday, May 11, 2006

Það lá við árekstri

Indivélarnar mínar eru báðar bjilaðar ennþá. Ekkert daman en ég reyni að stytta mér stundir með að fótosjoppa gamlar myndir með skelfilegum árangri eða hvað...

me by hannakata
....

En til að okkur leiðist ekki fram úr hófi fórum við í hjólatúr í góðaveðrinu í kvöld sem reyndist vera orðið að skítakulda. Ferðin var auðvitað farin í sérstökum tilgangi enda leggur maður ekki á sig hjólreiðaferðir við erfiðar aðstæður meðfram sjávarsíðunni nema eitthvað mikið standi til. Það var haldið á café Victor þar sem hesthúsaðar voru krásir hinar hroðalegustu. Þegar rettusmettið við næsta borð var búið að púa hálfa sígrettu yfir okkur sáum við sæng okkar út breidda [er þetta annars ekki sagt svona? mar er sko alltaf að reyna að vera eitthvað sniðugur hér en text yfirleitt ekki meira en svo að verða í besta falli dálítið hlægilegur... sem er nota bene alls ekki það sama og að vera fyndinn...] og hipjuðum [hvorki ég né HK erum viss um hvort ér eigi að vera svona "yoppsilon" eða bara svona "i"] okkur.

Á heimleiðinni gerðumst við svo djörf að brjóta allar umferðareglur og hjóla upp gangstéttina á Laufiveginum. Það gekk alveg ljómandi vel annars alveg þangað til brjáluð hurð kom og réðist á hönnutötuna. En þar sem hún var sneggri en hurðin að opnast er hún hér við hliðina á mér núna að berjast við hrekkjóttar internettengingar sem er reyndar það sem fer held ég mest í taugarnar á okkur báðum

En þetta er nú allt svo sem alveg ágætt held ég... nema að HK tók sína eðalorðnokunarbók úr plastinu og það er víst yppsílonur í að hypja sig og svo svindlaði ég víst á einhverju öðru þarna því þetta var svo aulalegt hjá mér.

No comments: