Það var haldið úr bænum og ekki stöðvað fyrr en í Öxarfirði þar sem annar bær er. Þarna var veturinn enn í algleymingi. Í Reykjavíkinni keyrði ég fram á sláttuvélakalla uppi á umferðareyju. Í Öxarfirði endaði ég á að hálf festa mig í snjóskafli á bæjarhlaðini. Daginn áður hafði rosajeppi á rosadekkum lent í vandræðum þarna á heimreiðinni skilst mér.
En ég koms og þetta gekk allt saman vel. Sauðburður er auðvitað barátta upp á líf og dauða og það gengur ekki allt eftir en þetta var lærdómsríkt.
Svo skar ég í puttann á mér (ekki alveg af en svona næstum því).
Svo reyndi ég að stoppa gemlingana sem átti að reka inn og þeir stukku yfir mig.
Svo hljóp ég á eftir gemælingunum og ég flaug í bókstaflegri merkingu á hausinn. Reyndar kannski ekki bókstaflega á hausinn þar sem þetta var magalending en ég bókstaflega flaug
Og svo þurfti ég að hlaupa með lambið sem fattaði ekki hver var mamma sín og ég datt aftur á hausinn en núna með lambið í fanginu!
Og svo var haldið til Egilsstaða og komið við hjá bændum og búandliði en gist í hjá Einbúanum. Það var æðislega fínt allt saman fyrir utan að ég var farinn að kenna einhvers grunsamlegs krankleika. Grunurinn beindist reyndar að dauðum skógarþresti og allar líkur taldar á (að mínu mati aðallega kannski) að ég væri kominn með fuglaflensu. Varð úr þessu hinn hroðalegasti magaverkur með viðeigandi klósettferðum sem breyttist svo í hina hræðilegustu hitasótt þegar heim var komið. Lá láréttur í heilan sólahring en er núna að koma til.
Jám, bull er þetta.
Er síðan orðinn mjög fúll út af myndavélamálum mínum. Myndavélin mín fína búin að vera í viðgerð í einn og hálfan mánuð. Og þar af að þvælast í póstinum með UPS Experss frá Svíþjóð í tvær vikur. Hún fór fyrst til Finnlands og var þar eitthvað bara að dóla sér. Ég hef aldrei vitað þvílíkt og annað eins. UPS Express búið að missa allan trúverðugleika og ég verð að játa að ég get ekki ráðlagt nokkrum manni sem býr á Íslandi að kaupa Nikon. Síðan til að kóróna þennan hroða þá er ekki hægt kaupa dýrari Nikon vélarnar beint frá USA í gegnum netið. Nikon fyrirtækið er svo snjallt í sinni markaðssetningu að banna búðunum að senda til annarra landa. Svo skiptir þetta kannski ekki öllu máli því þessi myndavél sem ég var eiginlega búinn að ákveða að kaupa (í staðinn fyrir hina sem ég fer bráðum að afskrifa) er heldur ekkert til. Nei aulalegra fyrirbæri er vart hægt að finna en mig, Nikon, UPS Express og líklega Fotoval sem sér um þessa viðgerðaþjóinustu (þ.e. að taka við myndavélinni og senda hana til Svíþjóðar þar sem henni er bara týnt!).
Þetta er eitthvað ekki að gera sig!
No comments:
Post a Comment