Sunday, May 21, 2006

Best að blogga eitthvað smá...

Altso áður en ég verð sakaður um að vera orðinn aumingjabloggar eina ferðina enn....

Þetta er nú kannski svona meira blogg til að vera búinn að blogga. Er einhvern veginn ekki almennilega stemndur til að blogga af neinni sérstakri innlifun.

Það er svo sem eitt og annað að frétta. Ég er núna eikkurs konar grasekkill eða hvað það heitir. Hinn helmingurinn af mér er farinn norður í land í snjókomu til að taka á móti litlu lömbunum. Hanntata er sem sagt komin í sauðburð norður í land. Ég sit eftir með fangið fullt af verkefnum en stefni á að elta hana norður á fimmtudag og búa mér til svona 5 daga helgi. Ætli hér verði sem sagt ekki komið blogg eftir svona rúma viku um æfintýrin í sauðburðinum og vonandi einhverjar myndir með. Myndavélin mín ætti að koma úr viðgerð í þessari viku áður en ég fer norður þar sem hún er sögð hafa yfirgefið viðgerðaverkstæðið í Svíþjóð eða Danamörku á mánudag í síðustu viku.

Þetta er annars búinn að vera algjör skelfingartími hjá mér myndavélalaus. Held að þetta sé búið að vera svolítið slæmt inni í sálinni minni. En stendur sem sagt til bóta.

Man svo ekki hvað annað ég ætlaði að blogga um en það var víst eitthvað. Eitthvað sem átti að vera bara fyndið eða þaðan af betra. En ég man það barsta ekki lengur... nema jú annars... eitthvað það merkilegasta sem ég hef séð um dagana sá ég í seinustu viku... nebbleega þríbura.

Þríbura sér maður ekki á hverjum degi og þá sérstaklega ekki svona pínulitla og krúttlega bara rétt nýkomna í heiminn. Ég held að ég hafi bara aldrei séð neitt jafn lítið á æfinni. Samt eru þeir alveg að stækka á fullu og braggast bara vel. En sem sagt, vinafólk Hönntötu var að fjölga mannkyninu um þrjár mannverur á einu bretti.

Já og svo annars. Eitt af því sem tekur tímann minn eða okkar beggja núna er annars vegar vangaveltur um að kaupa íbúð. Bróðirinn minn var að flytja og er eiginlega öfundaður meira en góðu hófi gegnir. Hitt sem tekur tímann svolítið eru bílapælingar. Það vantar nebblega eitthvað aðeins öflugra farartæki en jeep Ventó til að komast á fjöll til hinnar heittelskuðu í sumar. Það vantar eikkuddn jeppa sem sagt. Ef þú lumar á einhverjum ekki of stórum og svona miðlungi breyttum 33" eða 35" þá mættir þú bara láta okkur vita!


....

No comments: