Wednesday, May 10, 2006

Það er eilega tomið humal

lesist: Eiginlega komið sumar...


Ég segi farir mínar ekki sléttar. Fyrir svona tveimur vikum var löglegt lopapeysuveður. Viku áður tók ég snjómyndir - eða þá voru páskar. Fyrir viku kom fyrsta sæta vinkonan í heimsókn og núna áðan kom stóra systir hennar og hún tók ljóta frænda sinn með sér. Sem ég var úti í glugga vopnaður háu glasi og var að reyna að fanga hana alsaklausa til að koma henn út um opinn gluggann var ráðist á mig aftanfrá. Var þar langi ljóti frændinn kominn og lét ófriðlega mjög. Gerði hann sig líklegan til að stinga mig í rassinn eða einhvern enn verri stað. Ég ætlaði fyrst að verjast hetjulega en sá svo eins og oft áður að flótti er besta vörnin (eða var það ekki þannig annars) og tók barasta á rás.

Sá langi ljóti varð síðan eitthvað áttavilltur og var kominn upp í rjáfur. Vinlkonan hafði vit á að vera hin spakasta og tókst mér að koma henni út fyrir og var hún þá frslsinu fegin!


Fyrir þá sem ekkert fatta þá heitir vinkonan annars hunangsfluga en langi ljóti frændi hennar er bévítans geitungurinn.

No comments: