Monday, May 01, 2006

Auðvelt...

Er nú ekkert dauður úr þunglyndi


Er að reyna að vinna ekki neitt eða mjög lítið og gengur það alverg ljómandi vel!

Var svo sem ekkert að farast úr þunglyndi þarna síðustu helgi en ég var bara að hamast í verkefnum þá sem gengu ekkert of vel. Þau ganga reyndar ennþá ekkert of vel en það er líka bara eins og það er.

Þessi fyrsta maí helgi er búin að vera ljómandi löt. Sérstaklega var náð góðum árangri á laugardeginum. HK vöknaði með fítonskrafti klukkan hálfníu og ætlað með mig út að skokka. Það vildi ekki betur til en svo að letidýragenið í mér varð smitandi og við komumst ekki á fætur fyrr en einhvern tíman sem ég vil ekki segja og við komumst ekki út bæði fyrr en um hálfellefu... um kvöldið sko. Þá fólst útiveran í Laugavegslabbitúr til að kaupa pizzu. Pizzan var góð og auðvitað hittum við Snorra og Hafdísi. Það eru svona fastir liðir eins og venjulega.

Einhvern tíman þarna á milli reyndar á laugardeginum klikkaði ég eitthvað á letilífinu og sat fyrir framan tölvuskrífli en á það er ekki minnst hér til að ná að sýna fram á góðan letiárangur.

Sunnudagurinn var svo tekinn með trompi. Fórum bæði í skokk og sund "fyrir hádegi".... hmmmm..... "fyrir hádegi" þýðir svona vel áður en nokkrum manni dettur í hug að fara að borða kvöldmat. Það kom nú annars ekki bara til af góðu að það var farið í sund. Það er eitthvað skrambans ólag á sturtunni hér og hún ekki notuð nema í neyðartilvikum. Enda gæti það annars raskað of mikið ró Alfreðanna.

Svo var bara farið í sjálfboðinn hádegismat til Ralldignar og Kristjanuls og þar sem við kunnum okkur þá komum við með kræsingarnarnar með okkur. Enda vart hægt að ætlast til annars þegar maður hringir í sofandi fólk og boðar sjálfan sig í hádegisverðarboð eftir klukkutíma.

Dagurinn í dag lofar svo góðu. Við bæði komin á lappir og ekki komið hádegi (athugið sérstaklega að hér þurfti ekki að gæsalappir) og til stendur hinn hroðalegasti eggjakökubaxtur með rekagátt og spennistöð.... [þetta skildi nú enginn nema reyndar sumir]

Svo er hér beðist auðmjúklegrar afsökunar á myndaleysi bloggsins míns en það kemur til af þeim voða að báðar digitalmyndavélar heimilsins eru bilaðar! Og það er ófremdarástand.


Bless og kex, spennan vex svo og verið ekki með neitt rex!

No comments: