Wednesday, May 31, 2006

Kominn úr sauðburði

Það var tekin löng helgi núna og brugðið landi undir fót. Ætt norður í land þar sem hinn ægilegasti vetur geisar enn [júm það má vera geis með i] og rollur bera: Þrílembdar, tvílembdar, einlembdar, gemlingar og jafnvel geldrollur líka!

Það var haldið úr bænum og ekki stöðvað fyrr en í Öxarfirði þar sem annar bær er. Þarna var veturinn enn í algleymingi. Í Reykjavíkinni keyrði ég fram á sláttuvélakalla uppi á umferðareyju. Í Öxarfirði endaði ég á að hálf festa mig í snjóskafli á bæjarhlaðini. Daginn áður hafði rosajeppi á rosadekkum lent í vandræðum þarna á heimreiðinni skilst mér.

En ég koms og þetta gekk allt saman vel. Sauðburður er auðvitað barátta upp á líf og dauða og það gengur ekki allt eftir en þetta var lærdómsríkt.

Svo skar ég í puttann á mér (ekki alveg af en svona næstum því).

Svo reyndi ég að stoppa gemlingana sem átti að reka inn og þeir stukku yfir mig.

Svo hljóp ég á eftir gemælingunum og ég flaug í bókstaflegri merkingu á hausinn. Reyndar kannski ekki bókstaflega á hausinn þar sem þetta var magalending en ég bókstaflega flaug

Og svo þurfti ég að hlaupa með lambið sem fattaði ekki hver var mamma sín og ég datt aftur á hausinn en núna með lambið í fanginu!


Og svo var haldið til Egilsstaða og komið við hjá bændum og búandliði en gist í hjá Einbúanum. Það var æðislega fínt allt saman fyrir utan að ég var farinn að kenna einhvers grunsamlegs krankleika. Grunurinn beindist reyndar að dauðum skógarþresti og allar líkur taldar á (að mínu mati aðallega kannski) að ég væri kominn með fuglaflensu. Varð úr þessu hinn hroðalegasti magaverkur með viðeigandi klósettferðum sem breyttist svo í hina hræðilegustu hitasótt þegar heim var komið. Lá láréttur í heilan sólahring en er núna að koma til.

Jám, bull er þetta.

Er síðan orðinn mjög fúll út af myndavélamálum mínum. Myndavélin mín fína búin að vera í viðgerð í einn og hálfan mánuð. Og þar af að þvælast í póstinum með UPS Experss frá Svíþjóð í tvær vikur. Hún fór fyrst til Finnlands og var þar eitthvað bara að dóla sér. Ég hef aldrei vitað þvílíkt og annað eins. UPS Express búið að missa allan trúverðugleika og ég verð að játa að ég get ekki ráðlagt nokkrum manni sem býr á Íslandi að kaupa Nikon. Síðan til að kóróna þennan hroða þá er ekki hægt kaupa dýrari Nikon vélarnar beint frá USA í gegnum netið. Nikon fyrirtækið er svo snjallt í sinni markaðssetningu að banna búðunum að senda til annarra landa. Svo skiptir þetta kannski ekki öllu máli því þessi myndavél sem ég var eiginlega búinn að ákveða að kaupa (í staðinn fyrir hina sem ég fer bráðum að afskrifa) er heldur ekkert til. Nei aulalegra fyrirbæri er vart hægt að finna en mig, Nikon, UPS Express og líklega Fotoval sem sér um þessa viðgerðaþjóinustu (þ.e. að taka við myndavélinni og senda hana til Svíþjóðar þar sem henni er bara týnt!).

Þetta er eitthvað ekki að gera sig!

Sunday, May 21, 2006

Best að blogga eitthvað smá...

Altso áður en ég verð sakaður um að vera orðinn aumingjabloggar eina ferðina enn....

Þetta er nú kannski svona meira blogg til að vera búinn að blogga. Er einhvern veginn ekki almennilega stemndur til að blogga af neinni sérstakri innlifun.

Það er svo sem eitt og annað að frétta. Ég er núna eikkurs konar grasekkill eða hvað það heitir. Hinn helmingurinn af mér er farinn norður í land í snjókomu til að taka á móti litlu lömbunum. Hanntata er sem sagt komin í sauðburð norður í land. Ég sit eftir með fangið fullt af verkefnum en stefni á að elta hana norður á fimmtudag og búa mér til svona 5 daga helgi. Ætli hér verði sem sagt ekki komið blogg eftir svona rúma viku um æfintýrin í sauðburðinum og vonandi einhverjar myndir með. Myndavélin mín ætti að koma úr viðgerð í þessari viku áður en ég fer norður þar sem hún er sögð hafa yfirgefið viðgerðaverkstæðið í Svíþjóð eða Danamörku á mánudag í síðustu viku.

Þetta er annars búinn að vera algjör skelfingartími hjá mér myndavélalaus. Held að þetta sé búið að vera svolítið slæmt inni í sálinni minni. En stendur sem sagt til bóta.

Man svo ekki hvað annað ég ætlaði að blogga um en það var víst eitthvað. Eitthvað sem átti að vera bara fyndið eða þaðan af betra. En ég man það barsta ekki lengur... nema jú annars... eitthvað það merkilegasta sem ég hef séð um dagana sá ég í seinustu viku... nebbleega þríbura.

Þríbura sér maður ekki á hverjum degi og þá sérstaklega ekki svona pínulitla og krúttlega bara rétt nýkomna í heiminn. Ég held að ég hafi bara aldrei séð neitt jafn lítið á æfinni. Samt eru þeir alveg að stækka á fullu og braggast bara vel. En sem sagt, vinafólk Hönntötu var að fjölga mannkyninu um þrjár mannverur á einu bretti.

Já og svo annars. Eitt af því sem tekur tímann minn eða okkar beggja núna er annars vegar vangaveltur um að kaupa íbúð. Bróðirinn minn var að flytja og er eiginlega öfundaður meira en góðu hófi gegnir. Hitt sem tekur tímann svolítið eru bílapælingar. Það vantar nebblega eitthvað aðeins öflugra farartæki en jeep Ventó til að komast á fjöll til hinnar heittelskuðu í sumar. Það vantar eikkuddn jeppa sem sagt. Ef þú lumar á einhverjum ekki of stórum og svona miðlungi breyttum 33" eða 35" þá mættir þú bara láta okkur vita!


....

Thursday, May 11, 2006

Það lá við árekstri

Indivélarnar mínar eru báðar bjilaðar ennþá. Ekkert daman en ég reyni að stytta mér stundir með að fótosjoppa gamlar myndir með skelfilegum árangri eða hvað...

me by hannakata
....

En til að okkur leiðist ekki fram úr hófi fórum við í hjólatúr í góðaveðrinu í kvöld sem reyndist vera orðið að skítakulda. Ferðin var auðvitað farin í sérstökum tilgangi enda leggur maður ekki á sig hjólreiðaferðir við erfiðar aðstæður meðfram sjávarsíðunni nema eitthvað mikið standi til. Það var haldið á café Victor þar sem hesthúsaðar voru krásir hinar hroðalegustu. Þegar rettusmettið við næsta borð var búið að púa hálfa sígrettu yfir okkur sáum við sæng okkar út breidda [er þetta annars ekki sagt svona? mar er sko alltaf að reyna að vera eitthvað sniðugur hér en text yfirleitt ekki meira en svo að verða í besta falli dálítið hlægilegur... sem er nota bene alls ekki það sama og að vera fyndinn...] og hipjuðum [hvorki ég né HK erum viss um hvort ér eigi að vera svona "yoppsilon" eða bara svona "i"] okkur.

Á heimleiðinni gerðumst við svo djörf að brjóta allar umferðareglur og hjóla upp gangstéttina á Laufiveginum. Það gekk alveg ljómandi vel annars alveg þangað til brjáluð hurð kom og réðist á hönnutötuna. En þar sem hún var sneggri en hurðin að opnast er hún hér við hliðina á mér núna að berjast við hrekkjóttar internettengingar sem er reyndar það sem fer held ég mest í taugarnar á okkur báðum

En þetta er nú allt svo sem alveg ágætt held ég... nema að HK tók sína eðalorðnokunarbók úr plastinu og það er víst yppsílonur í að hypja sig og svo svindlaði ég víst á einhverju öðru þarna því þetta var svo aulalegt hjá mér.

Wednesday, May 10, 2006

Það er eilega tomið humal

lesist: Eiginlega komið sumar...


Ég segi farir mínar ekki sléttar. Fyrir svona tveimur vikum var löglegt lopapeysuveður. Viku áður tók ég snjómyndir - eða þá voru páskar. Fyrir viku kom fyrsta sæta vinkonan í heimsókn og núna áðan kom stóra systir hennar og hún tók ljóta frænda sinn með sér. Sem ég var úti í glugga vopnaður háu glasi og var að reyna að fanga hana alsaklausa til að koma henn út um opinn gluggann var ráðist á mig aftanfrá. Var þar langi ljóti frændinn kominn og lét ófriðlega mjög. Gerði hann sig líklegan til að stinga mig í rassinn eða einhvern enn verri stað. Ég ætlaði fyrst að verjast hetjulega en sá svo eins og oft áður að flótti er besta vörnin (eða var það ekki þannig annars) og tók barasta á rás.

Sá langi ljóti varð síðan eitthvað áttavilltur og var kominn upp í rjáfur. Vinlkonan hafði vit á að vera hin spakasta og tókst mér að koma henni út fyrir og var hún þá frslsinu fegin!


Fyrir þá sem ekkert fatta þá heitir vinkonan annars hunangsfluga en langi ljóti frændi hennar er bévítans geitungurinn.

Monday, May 01, 2006

Auðvelt...

Er nú ekkert dauður úr þunglyndi


Er að reyna að vinna ekki neitt eða mjög lítið og gengur það alverg ljómandi vel!

Var svo sem ekkert að farast úr þunglyndi þarna síðustu helgi en ég var bara að hamast í verkefnum þá sem gengu ekkert of vel. Þau ganga reyndar ennþá ekkert of vel en það er líka bara eins og það er.

Þessi fyrsta maí helgi er búin að vera ljómandi löt. Sérstaklega var náð góðum árangri á laugardeginum. HK vöknaði með fítonskrafti klukkan hálfníu og ætlað með mig út að skokka. Það vildi ekki betur til en svo að letidýragenið í mér varð smitandi og við komumst ekki á fætur fyrr en einhvern tíman sem ég vil ekki segja og við komumst ekki út bæði fyrr en um hálfellefu... um kvöldið sko. Þá fólst útiveran í Laugavegslabbitúr til að kaupa pizzu. Pizzan var góð og auðvitað hittum við Snorra og Hafdísi. Það eru svona fastir liðir eins og venjulega.

Einhvern tíman þarna á milli reyndar á laugardeginum klikkaði ég eitthvað á letilífinu og sat fyrir framan tölvuskrífli en á það er ekki minnst hér til að ná að sýna fram á góðan letiárangur.

Sunnudagurinn var svo tekinn með trompi. Fórum bæði í skokk og sund "fyrir hádegi".... hmmmm..... "fyrir hádegi" þýðir svona vel áður en nokkrum manni dettur í hug að fara að borða kvöldmat. Það kom nú annars ekki bara til af góðu að það var farið í sund. Það er eitthvað skrambans ólag á sturtunni hér og hún ekki notuð nema í neyðartilvikum. Enda gæti það annars raskað of mikið ró Alfreðanna.

Svo var bara farið í sjálfboðinn hádegismat til Ralldignar og Kristjanuls og þar sem við kunnum okkur þá komum við með kræsingarnarnar með okkur. Enda vart hægt að ætlast til annars þegar maður hringir í sofandi fólk og boðar sjálfan sig í hádegisverðarboð eftir klukkutíma.

Dagurinn í dag lofar svo góðu. Við bæði komin á lappir og ekki komið hádegi (athugið sérstaklega að hér þurfti ekki að gæsalappir) og til stendur hinn hroðalegasti eggjakökubaxtur með rekagátt og spennistöð.... [þetta skildi nú enginn nema reyndar sumir]

Svo er hér beðist auðmjúklegrar afsökunar á myndaleysi bloggsins míns en það kemur til af þeim voða að báðar digitalmyndavélar heimilsins eru bilaðar! Og það er ófremdarástand.


Bless og kex, spennan vex svo og verið ekki með neitt rex!