Wednesday, September 28, 2005

NJET - ekki dauður enn

Vér tilkynnum að fréttir af dauða vorum eru stórlega ýktar... eða svo ætla ég stórlega að vona.

Annars hefur eitt og annað á dagana drifið og ekki verið nein nenna að blogga um eitt eða neitt af því. Nú, það má til dæmis nefna að:

Núna er minns orðinn sérlegur badmintonspilari og kaupti sér tundurspaða núna réttáðan til að taka óbermin í karphúsið... eða segir maður ekki svoleis stundum?

Svo var ég í kokkteil rétt áðan af því að einn ágætur var að verða hæstaréttardómari. Hafði reyndar ekki hitt hann í meira en áratug held ég. Mundann samt bara eftir mér enda var mér alveg boðið sko.

Allt er í veseni á ýmsum stöðum en ég vil ekkert blogga um það því það er ekkert skemmtilegt

Ég gæti svo bloggað heila öld um Baugsmál og á kannski eftir að gera það. En kannski verður það bara gert á 23 öldinni. Koma tímar koma ráð. En Stínu er þakkað sérlega fyrir kynningu bókarinnar um tvíburana Jón Ásgeir og Jón Gerald sem Jónína Ben gaf út á síðustu öld.

Ég vil vekja sérstaka athygli á því að ég er orðinn heilli gráðu meiri nettöffari en hingað til þar sem lénið eirasi.net hefur verið stofnað.

Síðan vil ég vekja sérstaka athygli á óútkominni ljósmyndabók sem líklegast mun innihalda opnu með þessum myndum.

Loks vil ég vekja sérstaka athygli á heimasíðunnni www.hi.is/~johannat



Líklegast var það eitthvað meira sem ég ætlaði mér að glogga um en man það bara ekki stundinni lengur. Kemur bara næst............

Tuesday, September 20, 2005

Það var skmalað um helgina

Fór á Snæfellsnesið og sótti fé á fjall. Tókst reyndar ekki betur til en svo að eitthvað sklapp en samt ekki allt og þá ekki þær spretthörðustu!

The sheep from my friend Lalli



En það var að vanda gaman og mikið grín og glens þar vestur frá!

Thursday, September 15, 2005

Á dauða mínum átti ég von...

En alls ekki þessu!
Walking in a row along The Long Sea

Verð að játa að ég varð dálítið meira en lítið hissa á þessum árangri þarna á mbl.is.
En myndin hlýtur bara að vera slarksæmileg. Þori annars varla að segja frá því en ég sendi myndina eiginlega inn þarna til að prófa hvernig hún kæmi út. Það var verið að segja mér að myndirnar þarna yrðu eitthvað óskýrar þegar þær birtast á vefnum.

Saturday, September 10, 2005

Ó þessi vika...

Þetta er búin að vera dálítið spes vika út af ýmsu.

Á þriðjudaginn var eitt af félögunum mínum, Stjórnvísi að krýna nýjan heiðursfélaga og þess vegna varð ég svo frægur að fara í útvarp og vera eitthvað nefndur bæði í Mogganum og Viðskiptablaðinu held ég. Á fimmtudaginn var svo hringt í mig af Mogganum og mér boðin ókeypis prufuáskrift í einhverjar vikur og þáði ég það bara merkilegt nokk. Svo var hring aftur í mig af Mogganum í gær en þá varð ég dálítið hissa. Hvað það var ætla ég reyndar ekkert að láta uppi fyrr en einhvern tíman í næstu viku en það var dáltið skemmtilegt samt.

Svo er ég núna loksins orðinn megatöffari með síma sem tekur myndir og getur skoðað tölvupóst og guð má vita hvað. Hann er meirasegja blár ef einhver ætlar að láta sér detta eitthvað annað í hug.

Í gær var svo Oracle ráðstefna og veislustand um kvöldið sem endaði með því að minn dansaði frá sér allt vit. Ógissla gaman barsta!

Nú og svor er eitt og annað mart að gerast svo sem líka sem kannkski verður einhvern tíman látið uppi. Svo stóð til að fara austur í sveitur í dag en það dregst víst til sunnudagsins.



....

Wednesday, September 07, 2005

Ég er ennþá of mikið utan við mig

Er búinn að vera að spila einhvern geisladisk í allt kvöld, svona þrisvar held ég. Fannst undarlegt hvað hann varð alltaf leiðinlegri og leiðinlegri með hverju skiptinu sem ég setti hann aftur á. Gafst að lokum upp á honum og ætlaði að fara að spila eitthvað annað bara. Ýtti á einhvern takka þarna til að taka diskinn út. Hann kom út en... leiðinlega tónlistin hélt bara áfram!

Það á að banna leiðinlegar útvarpstöðvar sem þykjast vera geisladiskarnir mínir!



....

Sunday, September 04, 2005

Að keyra með tánum

Ég las einhvers staðar að það væri rosalega snjallt að stýra bíl berfættur. Þá myndi maður t.d. mun síður sofna undir stýri. Ég var nú reyndar ekkert sérlega syfjaður heldur bara að koma af línuskautum. Þar sem það er næstum því ómugulegt að keyra bíl í línuskautum þá fór ég úr skautunum. Nú og þar sem ég var allur orðinn sveittur og ógisslegur á fótunum þá fór ég bara úr sokkunum líka. Þá var ég sem sagt orðinn albúinn að prófa að keyra berfættur, sem og ég gerði.

Hvíklíkur munur á stjórnun einnar bifreiðar að hreyfa bara aðeins stórutánna örlítið til að gefa meira bensín inn. Þetta gekk alveg rosalega fínt, alveg þangað tíl ég fór að færa mig upp á skaftið og fór að prófa eitthvað sem ég sá á internetinu um daginn, einhver handalaust kona sem stýrði bílnum sínum með fótunum. Það gekk þá ekki betur en svo að ég var næstum búinn að keyra á bílinn á undan mér. Mig vantar kannski sjálskiptan bíl fyrir þessar tilraunir mínar. En ég sem sagt klossbremsaði einhver staðar á Hverfisgötunni. Það varð nú reyndar ekkert slys, nema kannski innortis í skottinu á bílnum mínum sko.

Ég ætti kannski að fara að finna mér hefðbundnari áhugamál en að keyra bíl með tánum...


....
Já en svo annars. Ég er að velta fyrir mér hvenær landverðir koma til byggða á haustinn. Eða ætli þeir séu bara búnir að gleyma manni. Ætti maður kannski bara að fara í smalamennsku inn á Möðrudalsöræfi núna að þessu sinni.

Ég er bara svona að velta þessu fyrir mér en svo sem fáir sem vita um hvað ég er að rugla.

Friday, September 02, 2005

Samstæðir sokkar eru fyrir venjulegt fólk

Þetta ætla ég að hafa kjörorð næstu viku. Mun það tryggja notkun hinna dularfullu 30 vinstri sokka sem ég á. Eða eru það kannski hægri sokkar. Hvur veit hvurslags?

Annars gæti vandamálið leystst af sjálfu sér ef sokkaæturskrímslið ógurlega úr Terrý Pratsétt kæmi bara og æti hinn hlutann af þessum ósamstæðu sokkum. Sem sagt. Ef einhver rekst á skrímslinn þá má senda hann til mín!


....

Thursday, September 01, 2005

Ég er of utanviðmig

Það ætlar engan enda að taka hvað ellin herjar á mig. Núna er ég orðinn svo mikið utanviðmig að ég get ekki lengur stundað líkamsrækt. Fór af stað áðan með fögur fyrirheit í farteskinu og einhverja svarta tösku með einhverju dóti í. Eftir að hafa villst niður Laugaveginn einu sinni komst ég í World Class. Er því miður ekki orðinn svo utanviðmig að fara í kvennaklefann en það kemur eflaust að því.

Nú, ég fór svona úr fötunum eins og lög gera ráð fyrir. Væntanlega var tekin mynd af mér að striplast eins og lögbók Björns gerir ráð fyrir. Ætlaði svo að fara að fara í einhverjar buxur nothæfar til íþróttabrúks en greip þá í tómt. Endaði með að sneipast bara heim með öll mín fögru fyrirheit mölbrotin í farteskinu.

Í gær eða einhvern tíman fór ég þarna líka. Var með einhverja brók en fattaði þegar ég var að fara í sturtu að handklæðið var ekkert með í för. Varð það hálf erfið útför þaðan í það skiptið. En annars. Það er kannski eins gott að ég áttaði mig á þessu buxnaleysi áður en ég fór að sprikla. Hefði verið verra afspurnar ef ég hefði skokkað á hlauparabrettinu berrassaður. Já, er ekkert alveg viss um að það hefði fallið í kramið þarna hjá öllum. En annars, ætli það sé bannað? Ég hef ekki séð neitt um það. Einhver staðar stóð reyndar að það væri bannað að vera ber að ofan í world class en ég var með einhvern suttermabol. Hefði þá kannski bara átt að prófa berrassa æfinguna.

En svo. Kannski hefur þetta utanviðelsi mitt eitthvað að gera með dularfulla sokkahvarfið. Ég er annars að hugsa um að fá í lið með mér þar CIA, MI5, KGB og BSRB. Einhver þeirra hlýtur að geta haft upp á eins og þrjátíu hægri sokkum. Eða eru þetta kannski vinstri sokkarnri sem mig vantar. Þarf að fara að skoða hvort er.

En sem sagt bless í bili.

Það á að fara að kveikja í einhverju úti á svölum hjá mér. Það heitir víst grill.