Annars hefur eitt og annað á dagana drifið og ekki verið nein nenna að blogga um eitt eða neitt af því. Nú, það má til dæmis nefna að:
Núna er minns orðinn sérlegur badmintonspilari og kaupti sér tundurspaða núna réttáðan til að taka óbermin í karphúsið... eða segir maður ekki svoleis stundum?
Svo var ég í kokkteil rétt áðan af því að einn ágætur var að verða hæstaréttardómari. Hafði reyndar ekki hitt hann í meira en áratug held ég. Mundann samt bara eftir mér enda var mér alveg boðið sko.
Allt er í veseni á ýmsum stöðum en ég vil ekkert blogga um það því það er ekkert skemmtilegt
Ég gæti svo bloggað heila öld um Baugsmál og á kannski eftir að gera það. En kannski verður það bara gert á 23 öldinni. Koma tímar koma ráð. En Stínu er þakkað sérlega fyrir kynningu bókarinnar um tvíburana Jón Ásgeir og Jón Gerald sem Jónína Ben gaf út á síðustu öld.
Ég vil vekja sérstaka athygli á því að ég er orðinn heilli gráðu meiri nettöffari en hingað til þar sem lénið eirasi.net hefur verið stofnað.
Síðan vil ég vekja sérstaka athygli á óútkominni ljósmyndabók sem líklegast mun innihalda opnu með þessum myndum.
Loks vil ég vekja sérstaka athygli á heimasíðunnni www.hi.is/~johannat
Líklegast var það eitthvað meira sem ég ætlaði mér að glogga um en man það bara ekki stundinni lengur. Kemur bara næst............