Tuesday, April 28, 2015

Læknirinn hringir ekki tvisvar

Ég átti að hringja í Ríkarð lækni í dag. Hann varð fyrri til og hringdi í mig.

Staðan sú að ég má fara að stíga í fótinn með vaxandi þunga og æfa mig á einum fæti á meðan ég finn ekki til. Má samt ekki hlaupa eða hoppa. Það stendur til næstu heimsóknar til hans sem verður 10 júní. Þá verða víst komnar tæpar 20 vikur frá því að fóturinn gaf sig. Það er þokkalega langur tími!

Verst að ég hafði plan um að fara í heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins sem er viku fyrr. Ég verð því bara gangandi þar. En ætli ég geti haldið yfir 7km gönguhraða eða meira... kemur í ljós! En það er e.t.v. kominn fylgdarmaður til að styðja mig í mark.

Og annars. Tók upp á nýju einu í Worldclass. Það má nefnilega nota hlaupabrettin þar sem eins konar göngugrind. Gekk sæmilega eðlilegu göngulagi heila 500 metra upp hóflega brekku.


Allt að 10km hækjulabb í hverri viku



Og svo 20-30km á dag á þrekhjólinu núna síðustu dagana!

No comments: