Monday, January 13, 2014

Fyrsta færsla á nýju ári eftir fyrstu göngu ársins með Ferðafélagi Íslands

Gengið áleiðis í Búrfellsgjá


Kannski ágætt að fyrsta færsla þessa ársins verði um það þegar gengið var í Búrfellsgjá og á Búrfell með einu léttu fjalli Feðrafélags Íslands. Ftrsti göntutúrinn þetta árið og lofar aö mörgu leyti góðu þó það séu reyndar einhver óveðrsský einhvers staðar. Helst er það út af breytingunni sem var gerð og því að núna þurfum við gædar að fara að velja og hafna hvaða fjöll við förum á. Á sama tíma og Ferðafélagið er búið að setja takmörk 4 leiðsögumenn á hverja ferð þá ákváðu þeir bræður að bæta einum leiðsögumanni við þannig að núna erum við 7 talsins að bítast um það hver fer hvaða ferð. Líst einhvern veginn ekkert allt of vel á það hvernig þetta þróast en er á meðan er og á meðan það verða ekki einhver leiðindi þá er ég með.

Það er annars eitthvað fólk sem ég þekki þarna núna að ganga. Stefán Andrésson áfangastjóri er þarna og ekkert vont að endurnýja kynnin við þann mann sem gleymiir aldrei neinu! En síðan ekki síðra að Haraldur jarðfræðingur Gunnarsson ætlar að ganga þarna líka. Það verður verulega gaman að velta jarðfræðinni fyrir sér með honum! Væri meira en til í að fara einhverjar þá af þeim ferðum kauplaust!

Svo bar kannski til tíðinda að við mættum öðrum hópi FÍ þarna á leiðinni sem framhaldslíf kallast. Þær fór fyrir einhver mikill belgingur sem ég þekki ekki sérstök deili á en æði fannst mér hann stjórnsamur og ekki skemmtilegur. Ætli við sem erum í mínum hópi virkum líka svona á t.d. þátttakendurna sem eru að ganga í okkar hópum. Ég vona ekki. Við vorum í öllu falli ekki jafn bransaleg og hann var. Hann var svona útbúinn eins og hann væri að fara í sprungubjörgun!

En það var tekin hópmynd sem hann stóð fyrir en vildi samt hafa hálf ómögulega - því enginn mátti stjórna neinu nema hann sjálfur. Skemmtielgra hefði verið ef fólkið hefði komið nær en við það mátti ekki koma!
Gengið í Búrfellsgjá með Ferðafélagi Íslands

Hópmydnin af Einu fjalli mánaðar ásamt framhaldslífi 52gja fjalla mætast í Búrfellsgjá

No comments: