Á leið niður af Stóra Kóngsfelli eftir að sólin var farin að skína
Það var gengið á Stóra-Kóngsfell með Ferðafélagi Íslands laugardag 18. janúar. Fyrsta ferðin með einu erfiðu mánaðarfjalli Ferðafélagsins. Ég veit ekki hvort ég geti sagt að ferðin hafi verið erfið en ég var nú samt lúinn þegar ég kom heim en það var líklegast frekar eftir að hafa legið í meira en klukkutíma í heitum pottum Laugardalslaugarinnar og líklegast ekki síður eftir að hafa sofið ekki nema 6 tíma nóttina á undan. Ég og svefn er eitthvað sem er stundum ekkert að fitta alveg saman!En þessi göngutúr gekk ágætlega. Það mættu þokkalega margir fannst mér og var hópurinn í það heila rétt tæplega 90 manns. Mörgum fannst þetta mátulegt en sumum of létt. Nokkrir voru að dragast aftur úr og þarf eiginlega að koma þeim í skilning um að taka léttara fjallið frekar en það erfiða.
Það var síðan lagt af stað í rigningu og byrjað á að fara á Eldborgargíginn. Svo farið fyrir sunnan Drottningarfellið og gengið upp Kóngsfellið að sunnan. Á bakaleið var farið á Drottningarfellið líka.
Um kvöldið var svo tekið til við bóklestur fram á nótt... þannig að aftur var maður snuðaður um nætursvefn! Svo má alveg halda því til haga að ég er alveg þokkalega sáttur við prjónahúfuna sem ég er með á hausnum á myndinni hér að neðan.....
Örlítið brosandi með nýja prjónahúfu á hausnum
No comments:
Post a Comment