Sunday, January 19, 2014

Tvær einmanna prímtölur

Líklega er ég óvirkur bóka-alki. Er búið að finnast að ég ætti að lesa einhverja bók í nokkrar vikur ef ekki lengur. Las síðast líklega bók einhvern tíman síðasta haust um stelpu sem ólst upp í frumskógum með indónesískum mannætum eða ekki mannætum. Núna las ég bók um einmanna prímtölur. Hvernig ég vel mér bækur til að lesa er líklega rannsóknarefni. Einu sinni las ég bók sem hét "Pí" og fór ég að lesa hana af einhverjum undarlegum stærðrfæðilegum áhuga. Sú bók var nú samt bara um strák sem hét Pí og þvældist um Kyrrahafið ef ég man rétt á fleka með fullvöxnu tígrisdýri. Einhvern tíman las ég frábæra bók um einhverfan strák þar sem síðurnar í bókinni voru númeraðar með prímtölum. Bókina um einmanna prímtölur keypti ég líklega einhvern tíman þegar mig vantaði eitthvað að lesa og valdi hana af þessum dularfulla stærðfræðiáhuga - en las svo ekki fyrr en núna einhverjum árum seinna. En að vera óvirkur bóka-alki felst annars í því að lesa helst aldrei neitt en svo þá sjaldan þegar maður les eitthvað þá verður maður heltekinn af bókinni og les hana í einum rykk. Svona eins og alki sem drekkur sig dauðadrukkinn sjálfkrafa eftir að hafa fengið sér bara einn sopa.

En um þessa bók. Önnur persónan hafði bara áhuga á stærðfræði sem ég veit ekki hvort ég hef - a.m.k. ekki alla hæfileikana. Hin persónan hafði áhuga á ljósmyndun en tók nú samt ekki neitt mikið af myndum í bókinni - eiginlega bara tvisvar. Einu sinni af sér og hinni persónunni á polaroid myndavél en í hitt skiptið í brúðkaupi fjandvinkonu sinnar þar sem hún eyðilagði filmuna.

Hvað mér fannst síðan almennt um bókina þá var hún kannski best fyrir mig sjálfan að aðalpersónurnar voru einhverjar undarlegar ýktar útgáfur af manni sjálfum.

-----------------

En svona til að ég sjálfur viti hvaða bók þetta er og muni eitthað eftir henn þá er hún um strák sem er með gallaðan heila sem skilur ekkert nema stærðfræð og svo átti hann systur með annan gallaðan heila sem virtist reyndar ekki geta neitt. Það kom a.m.k. aldrei í ljós þar sem hún dó eða hvarf úr sögunni því strákurinn passaði ekki upp á hana. Hin persónan er stelpa sem bæklast í skíðaslysi þar sem pabbi hennar er að neyða hana til að æfa skíðasport. Strákurinn er svona venjulegur einhverfur stærðfræðisnillingur og stelpan er með einhverja ótilgreinda persónuleikaröskun sem veldur anorexíu - og svo fær hún áhuga á ljósmyndun en sagan er ekkert um það sérstaklega - meira um stærðfræðina hjá stráknum. Enda er höfundurinn eðlisfræðingur. Svo loks einver bókadómur af bókmenntumpunkturis, lýsir bókinni eiginlega mikið betur en ég upplifði hana

No comments: