Það var munnleg jarðeðlisfræðileg könnun í gær. Gekk eiginlega snurðulaust fyrir sig fyrir utan að ég stóð á því fastar en fótunum að P bylgjuhraði í efni hækkaði með hækkandi eðlismassa og svo reyndar vafðist mér eitthvað tunga um tönn þegar Gylfi fór að spyrja mig um eitthvað sem var ekki hægt að svara. En held að ég ætti ekki að lækka meðaleinkunnina mína með frammistöðunni í gær. Svo var ég að klára mig af skýrslunni úr nánsmkeiðinu með allra handa mælingum á snæfellsnesi. Held að híun sé alveg þokkaleg á köflum.
Þarf núna síðan að komast í gírinn með að geta Matlab forritað af einhverju viti á föstudaginn og eftir það er ég bara kominn í jólafrí... eða þannig. Verð víst dálítið Stakur það sem eftir lifir mánaðar að reyna að vinna upp kæruleysi fyrri hæluta mánaðarsins.
Svo má halda því til haga að það er víst verið að fara í námsferð til Danmerkur í vor að skoða jarðfræðifyrirbrigði þar. Fékk staðfest að ég mætti fara í ferðina þó ég sé ekki búinn með einhverja efnafræðikúrsa.
No comments:
Post a Comment