Wednesday, December 19, 2012

Aðventuferð bræðra í Fellsmörk

Séð til Búrfells

Ætli það sé ekki að verða árvisst að fara á aðventu í Fellsmörk. Sýnist nú samt að það hafi kannski ekki verið farið á fyrir tveimur árum en í ár og í fyrra og fyrir þremur árum en núna var farið um síðustu helgi.

Stjörnikíkir var með í för og ætlunin að nota lognkyrrt stjörnubjart kvöldið og dást að undrum alheimsins en það brást. Vissulega var stjörnubjart en það var ekki lognkyrrt heldur helvítis þræsingur meira og minn allt kvöldið. Nokkurn veginn snjólaust og þurrt þannig að það lá við sinubruna út frá grillinu! Held meira að segja að það hefði endað illa ef ég hefði ekki slökkt í því sem byrjaði að brenna - en svo sem engin hætta á meðan grillið var vaktað.

Fullt af dauðum músum inni í húsinu. Dularfullar þurrkaðar leyfar af þeim. Hálf ótrúlegt reyndar hvernig þær fóru að því að komast inn, drepast og þorna og verða að engu á þeim tíma sem var liðinn frá síðustu heimsókn okkar í Fellsmörkina.

Svo ágætur göngutúr um Hlíðrabrautina og inn í gilið þar fyrir innan sem myndin að ofan var tekin úr.

Svo síðan einhverju sé haldið til haga þá hringi MTG nokkur í mig í morgun með hugmynd að jarðfræðilegu mastersverkefni í jarðeðlisfræði sem mér leist ágætlega á svona að heyra því lýst en þarf að hugsa það kannski aðeins meira samt. En það lítur sem sagt út fyrir það að ég verði eitthvað af meiri alvöru í þessu námi næstu tvö árin - þó á sama tíma séu sjóðirnir mínir að verða uppurnir og ég að komast á vonarvöl. En manni hlýtur að leggja eitthvað til!

Já og svo er komin ein einkunn og núna þarf ég víst að fá hærra en 9 til að ná að hækka meðaleinkunnina. Það getur varla talist gaman!

Rómverkur riddari


Já... rétt upp hend sem sjá rómverska riddarann í ísnum...

No comments: