Wednesday, December 19, 2012

Aðventuferð bræðra í Fellsmörk

Séð til Búrfells

Ætli það sé ekki að verða árvisst að fara á aðventu í Fellsmörk. Sýnist nú samt að það hafi kannski ekki verið farið á fyrir tveimur árum en í ár og í fyrra og fyrir þremur árum en núna var farið um síðustu helgi.

Stjörnikíkir var með í för og ætlunin að nota lognkyrrt stjörnubjart kvöldið og dást að undrum alheimsins en það brást. Vissulega var stjörnubjart en það var ekki lognkyrrt heldur helvítis þræsingur meira og minn allt kvöldið. Nokkurn veginn snjólaust og þurrt þannig að það lá við sinubruna út frá grillinu! Held meira að segja að það hefði endað illa ef ég hefði ekki slökkt í því sem byrjaði að brenna - en svo sem engin hætta á meðan grillið var vaktað.

Fullt af dauðum músum inni í húsinu. Dularfullar þurrkaðar leyfar af þeim. Hálf ótrúlegt reyndar hvernig þær fóru að því að komast inn, drepast og þorna og verða að engu á þeim tíma sem var liðinn frá síðustu heimsókn okkar í Fellsmörkina.

Svo ágætur göngutúr um Hlíðrabrautina og inn í gilið þar fyrir innan sem myndin að ofan var tekin úr.

Svo síðan einhverju sé haldið til haga þá hringi MTG nokkur í mig í morgun með hugmynd að jarðfræðilegu mastersverkefni í jarðeðlisfræði sem mér leist ágætlega á svona að heyra því lýst en þarf að hugsa það kannski aðeins meira samt. En það lítur sem sagt út fyrir það að ég verði eitthvað af meiri alvöru í þessu námi næstu tvö árin - þó á sama tíma séu sjóðirnir mínir að verða uppurnir og ég að komast á vonarvöl. En manni hlýtur að leggja eitthvað til!

Já og svo er komin ein einkunn og núna þarf ég víst að fá hærra en 9 til að ná að hækka meðaleinkunnina. Það getur varla talist gaman!

Rómverkur riddari


Já... rétt upp hend sem sjá rómverska riddarann í ísnum...

Friday, December 14, 2012

jæja, þá er ekkert eftir... ekkert próf sko í bili

Einhvern tímann hef ég sagt síðustu vikur eða mánuði að ég hafi í raun verið upptekinn síðan einvern tíman í lok júlí og það er eitthvað til í því líklegast. Núna er svo allt í einu allt búið eða þannig. A.m.k. einhver hluti af því sem ég hef verið upptekinn af ekki lengur til staðar. Þessi önnin búin með sínum prófum og ég búinn að lofa sjálfum mér því að á næstu önn verður fjöldi eininga eitthvað í stíl við það að ég sé í svona a.m.k. hálfri vinnu. Vona að það verði bara eitthvað úr þessu í framhaldinu hjá mér.

Tuesday, December 11, 2012

jæja... eitt próf eftir

Það var munnleg jarðeðlisfræðileg könnun í gær. Gekk eiginlega snurðulaust fyrir sig fyrir utan að ég stóð á því fastar en fótunum að P bylgjuhraði í efni hækkaði með hækkandi eðlismassa og svo reyndar vafðist mér eitthvað tunga um tönn þegar Gylfi fór að spyrja mig um eitthvað sem var ekki hægt að svara. En held að ég ætti ekki að lækka meðaleinkunnina mína með frammistöðunni í gær. Svo var ég að klára mig af skýrslunni úr nánsmkeiðinu með allra handa mælingum á snæfellsnesi. Held að híun sé alveg þokkaleg á köflum.

Þarf núna síðan að komast í gírinn með að geta Matlab forritað af einhverju viti á föstudaginn og eftir það er ég bara kominn í jólafrí... eða þannig. Verð víst dálítið Stakur það sem eftir lifir mánaðar að reyna að vinna upp kæruleysi fyrri hæluta mánaðarsins.

Svo má halda því til haga að það er víst verið að fara í námsferð til Danmerkur í vor að skoða jarðfræðifyrirbrigði þar. Fékk staðfest að ég mætti fara í ferðina þó ég sé ekki búinn með einhverja efnafræðikúrsa.

Tuesday, December 04, 2012

Fyrsta prófið búið

og ég dálítið búinn á því... STRAX! :-(

current crustal raunir

Öll jörðin undir - reynt að kortleggja alla helstu fleka jarðarinnar og allt sem gerist á mörkum þeirra

Veit ekki hvernig mér gekk en er samt dálítið búinn á því andlega eftir fyrsta prófið. Ég þoli greinilega ekki neitt lengur! Gekk svona upp og ofan. A.m.k. ekki verr en það að ég skoðað hvað hugsanlega var vitlaust til að finna út hugsanlega einkunn en var ekki að tína það saman sem væri hugsanlega gert rétt. Einhverjir skálftar að vefjast fyrir mér og einhver flekamörk sem var erfitt að átta sig almennilega á í prófinu. En mar vonast til að þetta verði svona ekki til að skemma meðaleinkunnina en varla til að hækka hana mikið.

En svo er það jarðeðlisfræðileg könnun, hvar ég á eftir að klára verkefni með Markúsi hinum unga.

Er svo að bíða eftir að einkunnin úr skrambans jarðfræðikortagerðinni birtist. Það fer að koma að þremur vikum þar frá skýrsluskilum. Er samt ekkert of viss um að þeir prlátar virði það neitt of mikið. Verst að ég missti af því að hella úr skálum ... minnar í kennslumati blessaðra kennaranna ... eða kannski bara eins gott að ég sat á strák mínum. Það fóru sem betur fer bara ekki nein komment frá mér nema þau jákvæðu að þessu sinni.