Ég veit ekki hversu skynsamælegt það er fyrir einhvern sem býr einn að loka sig inni og fara að lesa fyrir próf... en það er það sem ég er víst að gera. Er held ég við það að missa vitið yfir þessu.
Það hjálpar svo ekki að hafa verið að áfallast auk þessa alls. Byrjaði með þessari hryllingsbyltu fyrir viku síðan. Er ennþá eitthvað aumur en held samt sem betur fer að ég sé ekki neitt alvöru eða varanlega meiddur. En þetta minnir á sig og marið á síðunni á mér er alveg hræðilega ljótt. Get varla horft á það sjálfur, hvað þá meira.
Síðan var það kvefið. Var kominn með óráð hálfgert út af einhverju slappelsi og prófstressi e.t.v. líka. Er enn ekki orðinn góður af þessu kvefi.
En verstast er líklega að hanga svona einn yfir þessu. Ætti líklega að drullast niður í Öskju að lesa þar þannig að ég hitti einhvern. Ekki gott að hafa eiginlega ekki talað við neinn í meira en viku. Svo skulda ég skattframtal sem ég líklega samt skila á morgun og svo er allt í veseni líka hér og þar.
Skil ekki alveg sjálfan mig að vera að vesenast þetta. Er að missa af flestu skemmtilegu, fjallaferðum, þyrluæfingum, hjólaferðum og á svo ekki aur til að vera jeppandi og komast á fjöll í sumar. Þetta er náttúrlega bara tómt rugl - er það ekk?
jæja... það er barlómur!
No comments:
Post a Comment