En Baldvin í Beco er og verður snillingur
Þessi mynd var tekin einhvern tíman með linsunni góðu!
yrir tæpum þremur árum bloggaði ég að Baldvin í Beco væri snillingur og það sannaði sig beint eða óbeint í dag. Því að... fyrir svona einu ár síðan keypti ég mér nýja myndavél fyrir afar marga ðeninga því sú gamla var hætt að geta still fókusinn... og ég var glaður með nýja myndavél... svona fyrst í stað. Svo kom í ljós að sú nýja var ómöguleg að fókusera með uppáhalds linsunni minni. þar sem ég vildi ekki verða myndavélalaus þá var ég eitthvað frekar seinn að fara með myndavélina í Beco hvar ég hafði keypt hana. Fór loks í dag og þá eftir spekúlasjónir kom í ljós að það var ekki myndavélin sem var biluð heldur linsuskömmin. Hún orðin margara ára gömul og örugglega ekki lengur í neinni ábyrgð.
Eftir smá spjall við Baldvin varð niðurstaðan sú að það þyrfti að senda linsuna út því það þyrfti eitthvað að stilla hana eða þannig og þá fæddist hugmynd í kollinum á mér. Getur verið að linsan sé bara með lausa skrúfu... er kannski einhver stilliskrúfa þarna sem ég þarf bara að fikta aðeins í.
og til að gera langa sögu stutta þá þegar heim var komið var ráðist á gripinn vopnaður skrúfjárnig hver skrúfan á fætur annarri prófuð... allar fastar... nema sú síðasta. Hún hert og si'l vous plait: Linsan fókuseraði sem aldrei fyrr á algjörum fítonshraða!
Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir þessu en er búinn að vera hálf fatlaður í myndatökum síðustu mánuðina út af þessu!
......
No comments:
Post a Comment