Það var múgur og margmenni í Öskjuhlíðinni!
Svörtu sólgleraugun sem ég fékk í póstifrá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness virkuðu ekki mikið fyrir mig. Sé líklega bara ekki nógu vel og svo var sólin auðvitað líka frekar lágt á lofti. Var reyndar næstum búinn að missa af öllu saman. Hafði verið að fundast í HSSR og var kominn heim og ætlaði að fara að fá mér síðbúinn kvöldmat. Kíkti aðeins á mbl.is og þar var þá verið að troða í mann fréttaefni um þvergönguna. Ég út á bílnum upp í Öskjuhlíð með svörtu sólgleraugun sem ég sá eiginlega ekkert í. Rétt að ég grillti í sólina en ekki sá ég neina svarta bletti. Þá rámaði mig allt í einu í það að ég hef auðvitað tekið fullt af myndum sem eru af sólinni með alveg sæmilegum gæðum. Fór heim og var kominn aftur upp í Öskjuhlíð svona korteri fyrir sólsetur. Og bara nokk sáttur!
No comments:
Post a Comment