Tuesday, June 12, 2012

Veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta!

En Baldvin í Beco er og verður snillingur

Aldeyjarfoss

Þessi mynd var tekin einhvern tíman með linsunni góðu!


yrir tæpum þremur árum bloggaði ég að Baldvin í Beco væri snillingur og það sannaði sig beint eða óbeint í dag. Því að... fyrir svona einu ár síðan keypti ég mér nýja myndavél fyrir afar marga ðeninga því sú gamla var hætt að geta still fókusinn... og ég var glaður með nýja myndavél... svona fyrst í stað. Svo kom í ljós að sú nýja var ómöguleg að fókusera með uppáhalds linsunni minni. þar sem ég vildi ekki verða myndavélalaus þá var ég eitthvað frekar seinn að fara með myndavélina í Beco hvar ég hafði keypt hana. Fór loks í dag og þá eftir spekúlasjónir kom í ljós að það var ekki myndavélin sem var biluð heldur linsuskömmin. Hún orðin margara ára gömul og örugglega ekki lengur í neinni ábyrgð.

Eftir smá spjall við Baldvin varð niðurstaðan sú að það þyrfti að senda linsuna út því það þyrfti eitthvað að stilla hana eða þannig og þá fæddist hugmynd í kollinum á mér. Getur verið að linsan sé bara með lausa skrúfu... er kannski einhver stilliskrúfa þarna sem ég þarf bara að fikta aðeins í.

og til að gera langa sögu stutta þá þegar heim var komið var ráðist á gripinn vopnaður skrúfjárnig hver skrúfan á fætur annarri prófuð... allar fastar... nema sú síðasta. Hún hert og si'l vous plait: Linsan fókuseraði sem aldrei fyrr á algjörum fítonshraða!

Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir þessu en er búinn að vera hálf fatlaður í myndatökum síðustu mánuðina út af þessu!

......

Wednesday, June 06, 2012

Þverganga Venusar

Það var múgur og margmenni í Öskjuhlíðinni!

Venus and the fat old sun!
Svörtu sólgleraugun sem ég fékk í póstifrá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness virkuðu ekki mikið fyrir mig. Sé líklega bara ekki nógu vel og svo var sólin auðvitað líka frekar lágt á lofti. Var reyndar næstum búinn að missa af öllu saman. Hafði verið að fundast í HSSR og var kominn heim og ætlaði að fara að fá mér síðbúinn kvöldmat. Kíkti aðeins á mbl.is og þar var þá verið að troða í mann fréttaefni um þvergönguna. Ég út á bílnum upp í Öskjuhlíð með svörtu sólgleraugun sem ég sá eiginlega ekkert í. Rétt að ég grillti í sólina en ekki sá ég neina svarta bletti. Þá rámaði mig allt í einu í það að ég hef auðvitað tekið fullt af myndum sem eru af sólinni með alveg sæmilegum gæðum. Fór heim og var kominn aftur upp í Öskjuhlíð svona korteri fyrir sólsetur. Og bara nokk sáttur!

Tuesday, June 05, 2012

Mannskemmandi próflestrarraunir

Ég veit ekki hversu skynsamælegt það er fyrir einhvern sem býr einn að loka sig inni og fara að lesa fyrir próf... en það er það sem ég er víst að gera. Er held ég við það að missa vitið yfir þessu.

Það hjálpar svo ekki að hafa verið að áfallast auk þessa alls. Byrjaði með þessari hryllingsbyltu fyrir viku síðan. Er ennþá eitthvað aumur en held samt sem betur fer að ég sé ekki neitt alvöru eða varanlega meiddur. En þetta minnir á sig og marið á síðunni á mér er alveg hræðilega ljótt. Get varla horft á það sjálfur, hvað þá meira.
Síðan var það kvefið. Var kominn með óráð hálfgert út af einhverju slappelsi og prófstressi e.t.v. líka. Er enn ekki orðinn góður af þessu kvefi.

En verstast er líklega að hanga svona einn yfir þessu. Ætti líklega að drullast niður í Öskju að lesa þar þannig að ég hitti einhvern. Ekki gott að hafa eiginlega ekki talað við neinn í meira en viku. Svo skulda ég skattframtal sem ég líklega samt skila á morgun og svo er allt í veseni líka hér og þar.

Skil ekki alveg sjálfan mig að vera að vesenast þetta. Er að missa af flestu skemmtilegu, fjallaferðum, þyrluæfingum, hjólaferðum og á svo ekki aur til að vera jeppandi og komast á fjöll í sumar. Þetta er náttúrlega bara tómt rugl - er það ekk?

jæja... það er barlómur!