Saturday, July 01, 2006

Að vera ekkert of skynsamur

Setti ekki neitt skynsmemismet í gærnótt


Er búinn að vera með hor í nös og hefði átt að vera innipúki og láta hornösina batna eitthvað aðeins. En nei, það var ekki gert. Undir miðnætti í gærkvöldi var lagt af stað upp í Hvalfjörð með myndavél í hönd. Þvælst úti í einhverja klukkútíma til að gera ódauðleg listaverk sem síðan reyndust þegar upp var staðið vera í besta falli svona miðlungs. En það var gaman og ég verð víst að sætta mig við það að kvefskömmin er að ágerast frekar en hitt.
in nature
Svona var það. Á heimleiðinni endaði ég svo niðri í fjöru þar sem enn frekari listaverk voru útbúin. Er ekkert of viss um þau...
midnight

Þetta er annars ekki jafn slæmt og
mér sýndist og kemur kannski bara
sæmilega út svona á svrtum grunni...

Og önnur mynd líka sem var tekin þarna:
there were horses during a night

En svo bókstaflega verð ég að fara að taka mig saman í andlitinu og taka til draslið sem er hérna. Það er ekkert sumar að hafa allt bókstaflega í drasli hjá sér. Útilegudót, pappakassar og allslags drasl alls staðar.

No comments: