Friday, July 07, 2006

Ég hlít að vera snillingur

- eða kannski er ég bara spastískur


Ég er að minnsta kosti með kvef. Til að slá eitthvað á það ógeð þá reyni ég að dæla í mig vítamínum og alls kyns undralyfjum á hverjum morgni. Núna í morgun skyldi þessu svo vara skolað niður með djúsglasi. Sem ég var búinn að hella þessum fína applesínusafa í glas og var að dunda mér við að skrúfa lokið á pilluboxi sem heitir "Magnamín" haldið þið þá ekki að önnur hendin á mér hafi ekki hlaupið undan merkjum, pilluglasið upp í loft, ég rak mig í annað glas í fátinu sem datt á gólfið og stútaðist og svo kom pilluglasið niður aftur með ógnarhraða og með opið á undan sér. Rataði beina leið ofan í djúsglasið sem stóð í mestu makindum á elhúsborðinu og mátti ekki vamm sitt vita. Pilluglasið stakk sér af þvílíkum krafti að djúsglasið valt á hliðina og gusaðist þessi ágæti applesínusafi út um allt og í honum tróðu vínrauðir Magnamín belgir marvaðann eins og þeim væri borgað fyrir það.

Já, svona gerast æfíntýrin á Laugaveginum sko!


Þetta blogg varð annars fyrir óvæntri truflun. Allt í einu fylltist allt af lögreglum hér fyrir utan sem voru með sírenur og alls kyns hávaða í allar áttir. Eftir að öll umferð hafði verið stöðvuð kom svo svört drossía með númeri einn og einhverjir fánar blaktandi á húddinu. Þetta var annars ekki Búss heldur einhver Grikki líklega af fánunum að dæma. Það hlýtur að vera undarlegt hlutskipti að vera forseti!

No comments: