Vaknaði við smátíst í armbandsúrinu mínu einhvern tíman í morgun. Kveikti á tölvunni uppi í rúmi. Svona ósiður eins og hjá þeim sem reykja uppi í rúmi. Ókey - ég er forfallið tölvunörd... en... ákvað að leggja mig aðeins aftur og rumskaði ekki fyrr en einhvern tíman þegar klukkan var langt gengin í fjögur. Heyr og endemi. Þetta nálgast nú að vera persónulegt met hjá mér.
Eitthvað líitð í frásögurnar færandi. Fór í kvöld bæjarrúnt. Þurfti að koma smásendingu til landvarða í Herðubreiðarlindum og tók einhverjar myndir í leiðinni. Áttu reyndar að fara í keppni á DPC en duga held ég hvergi til slíks brúks og verða því bara hér, áhangendum mínum sem víti til varnaðar... brabra sem sagt:
No comments:
Post a Comment