Monday, November 28, 2005

að gefa eða ekki gefa öndunum eða verða bara í öðru sæti

Þessi mynd hér:


hamagangur hjá öndunum

eða ein rosalega svipuð átti eiginlega að vera með síðasta bloggi.

En þar sem ég setti myndina í myndakeppni á ljósmyndakeppni.is þá tók ég hana út. Núna er hins vegar alveg hægt að setja hana inn aftur þar sem keppnin er sko búin og ég barsta í öðru sæti. Já, ég er dáltið gefinn fyrir önnur sæti þarna!

Sunday, November 20, 2005

bara sona helgin...

Það var gefið öndunum í dag. HK var í passarhlutverki og það var farið niðuir á tjörn að gefa öndunum. brauðsneiðarnar hurfu ofan í fugldýrin í heilu lagi er mér næst að segja. Svo brúkuðu flygildin vængjapeysurnar sínar og gátu bara flogið í burt.

Annars allt of góð helgi. Á föstudaginn voru jól með tilheyrandi áti og gleðskap hjá Tómasi. Það var dansað og allt en reyndar ekki í kringum jólatré sem var svo sem allt í lagi því við fengumþennan rosagóða súkklaði búðing í eftirrét. Og núts, svo var líka hænan í pottinum tær snilld... enda svo vel úrbeinuð!

Laugardagskvöldið var átveisla matgæðinga og rosa fínt hjá Krús og Sigg. Reyndar ekki dansað berfætt upp á borði en það var karókí sem reyndar enginn nennti að hlusta á. En hvaða máli skipti það þegar þvílíkir hæfileikar voru annars vegar.

Sunnudaginn átti svo að nota eitthvað vinnutengt en það fór fyrir lítið. Leti og svefnskapur og svo þurfti auðvitað að gefa brabra!


....

Saturday, November 12, 2005

Að vera ferlega ánægður

Það er ferlegt að vera ekkert ánægður en þá er svaklega gott að vera ánægður með eitthvað.


My new socks
Ég er til dæmis alveg ferlega ánægður með sokkana sem HK gefði mér.
Veit samt ekki alveg hvernig þeir myndu fitta inn í vinnunni minni.
Ég var annars um daginn berfættur í sandölum í svona tvo klukkutíma
og ég held ég hafi aldrei nokkurn tíman vakið jafn mikla athygli.
Samt eru tærnar á mér ekkert sérlega ógisslegar held ég!
..........
my current desktop background

Svo er ég ferlega ánægður með
nýju lopipeysuna mína með rennilásnum.
Ógissla kúl held ég að minnsta kosti.
my lopapeysa

Svo er ég líka ógissla ánægður með geisladiskinn með John Lennon og Yoko Ono sem ég kaupti í vikunni á helminginn af tvöþúsundogtvöhundruðkalli þegrar ég læsti mig úti í aulaskap mínum og labbaði mér niður í skífu þannig að ég myndi ekki frjósa í hel á meðan ég var að bíða eftir hjálparsveit skáta til að bjarga mér. Samt var ég nú reyndar í lopipeysunni en það var samt skítkalt. Annars held ég að ég hafi verið eitthvað plataður þegar ég kaupti þennan disk. Ég held að hann sé eldgamall. Hef reyndar ekki skoðað ártalið á honum en ég held að hann hafi verið tekinn upp áður en ég fermdist. Enda man ég ennþá að séra Lárus sem fermdi mig talaði um að það mætti ekki líta á látinn bítil sem guð. Ég var samt svo vitlaus á þeim tíma að ég vissi ekkert hver þessi John var. Ég vissi reyndar hver Paul var en það er ekkert það sama.

Ég fermdist nú samt og fékk alveg fullt af peningum í fermingargjöf sem ég er líklega löngu búinn að eyða í eitthvað sem ég hef ekki lengur hugmynd hvað er eða var... hér fer víst betur á þátíð en nútíð.


Annars þar sem ég byrjaði á að segjast vera eitthvað ferlega óánægður þá þarf kannski að koma fram að ég er eiginlega aðallega svona vinnubasllega óánægður. Það gengur stundum ekki baun í bala... ég er svona eiginlega bara óánægður með eitthvað mig sjálfan en ekkert annað fólk sko.

Svo er ég líka ánægður með að það verða jól um næstu helgi og svon líka er ég ferlega ánæðgur með að Nikon er að setja á markað myndavél sem ég verð endilega að kaupa mér. Kostar reyndar fullt af peningum en þeir vaxa hvort sem er á trjánum eins og allir vita.

Tuesday, November 08, 2005

Þegar bloggið manns var sakað um að vera ekki blogg

Játs, bloggið mitt er að verða ekki blogg. Það skal ekki gerast svo lengi sem ég hefi fingurgóma til innsláttar og einhverjar slitur af heilaberki til að gefa þeim fingurgómum ordrur.

Minn fór í fyrsta skipti á blind-movie. Það er sko svona eins blind date en er ekki að fara á date heldur bara í bíó. Ég var náttlega verulega spenntur því þetta var svo þvílíkt spennandi mynd gerði ég ráð fyrir og hún var það. Þetta var svona ættarsaga sem gerðist á tæpu ári. Hófst með gríðarlega langri göngu og svo alls kyns ástaræfintýrum og svo mjög opinskáum kynlífssenum. Hmmm ..... nei annars, þær voru kannski ekkert svo rosalega opinskáar. En það kviknaði samt líf út frá öllum hamaganginum og þá fór spennan nú vaxandi. Svo var ungað út og þá var myndin fljótlega búin með svona alveg þokkalegu happy ending. Ég verð reyndar að játa að ég hef aldrei séð aðra eins mynd enda var hún um mörgæsir. Já, gaman að þessu!

Annars er allt eitthvað að gerast eða að minnsta kosti allt of mikið að gerast. Það á að fara að selja ofan af mér og núna ætti ég ekkert að vera að blogga eitt né neitt heldur að vera í einverri heví tiltekt.



....

Tuesday, November 01, 2005

Frábær Kárahnjúkamynd í sjónvarpinu

Ég bókstaflega verð að skrifa eitthvað um þetta því þetta var svo frábært. Ég veit reyndar ekki alveg hvernig!

Taka 1:

Þetta er með ólíkindum! Það er verið að byggja tvær virkjanir uppi á hálendinu. Önnur er alltaf í fréttum og þar er allt í klessu. Gengur ekkert að bora einhver göng og allir brjálaðir út af því að verkakarlarnir fá ekkert borgað og lúsarlaununum þeirra er hreinlega stolið af þeim.

Það var verið að sýna frá hinni virkjuninni í sjónvarpinu. Þar gengur allt æðislega vel og allt er alveg rosalega skemmtilegt. Reyndar gekk eitthbvað illa að bora en það er allt að komast í lag og það fór einhver slyppstöð á hausinn en það er aukaatriði. Það sem skiptir öllu er að mötyneytið er frábært, það er fullt af glöðum krökkum þarna og verkakarlarnir sem eru flestir frá Kína fá að horfa á sjónvarpið í sérstökum stílhreinum setustofum!


Taka 2:

Ég var að horfa á mynd Landsvirkjunar um Kárahnjúkavirkjun og einhvern veginn datt mér í hug áróðursmynd frá Sovétríkjunum sálugu!


Taka 3:

Mikið var að einhver kom með rétta lýsingu af Kárahnjúkavirkjuninni. Ekki þessar eilífu neikvæði fréttir sem hafa tröllriðið öllu í fréttum. Nei, núna var virkjunin sem er auðvitað stórkostlegasta framkvæmd Íslandssögunnar ef ekki heimssögunnar sýnd í sínu rétta ljósi. Þarna er verið að vinna þrekvirki við hinar erfiðustu aðstæður og í raun aðdáunarvert að verkið skuli halda áfram!