Wednesday, December 25, 2024

Í skugga trjánna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur

Já, ég las víst bók!

Fannst áhugavert viðtal við Guðrúnu Evu í Kiljunni hjá Agli einhvern tímann fyrir jól og ég ákvað að kaupa mér bara jólabókina til að lesa fyrir jól. Heilmikil lesning fyrir þann sem les orðið sjaldan annað en eitthvað ADHD rugl á Instagram en bókin kláraðist uppúr hádegi á sjálfan jóladag.

Skáldæfisaga held ég hafi verið orðið sem var notað um bókina og það sem maður veit aldrei er hvað er skáldað og hvað ekki. Hvað er bara alveg satt, hvað er svona eitthvað skreytt og hvað er helber uppspuni. Skiptir kannski ekki máli en jú – skiptir máli ef manni finnst raunveruleikinn forvitnilegur og fólk sem hírist í raunveruleikanum þá sérstaklega.

Persónurnar eru margar í bókinni en þær einu sem ég veit fyrir víst að séu til er hún sjálf og Hrafn Jökulsson fyrri maðurinn hennar. Seinni maðurinn sem hét Helgi í bókinni er væntanlega til líka en heitir eitthvað allt annað. Hvort Aupair stelpurnar hjá þeim og barnið í fóstrinu séu raunverulega til veit ég ekki og mun líklega aldrei vita. Hef svona hérumbil grun um að þar hafi hvað mestu verið skáldað.

Og miðillinn ótrúlegi… já ótrúlegur… ég hef ekki nógu mikla trú á að þannig fólk sé yfir höfuð til. En kannski í þeim heimi sem ég er ekki með í, í þessu jarðlífi… kannski… ekki veit ég.

En svona ef þetta á að vera bókadómur þá fannst mér þetta eðalgóð bók ef ég hef eitthvað vit á slíku ennþá. Skemmtilegt hvernig bókin vafðist um einn atburð í núinu og allt annað rifjað upp einhvern veginn á óskiljanelgan hátt í kringum þann atburð. Sá atburður var sýruferðalag sem Guðrún Eva var reyndar meira bara áhorfandi að en hún hefur a.m.k. alltaf þá afsökun eða útskýringu á af hverju eitthvað var skrifað eins og það var skrifað að það hefði bara verið einhver ofskynjun.

Kannski það sem ég man að mér fannst óskiljanlegt … sem sýnir kannski muninn á mér jarðbundnum og henni ekki… að hún hafði aldrei gert sér grein fyrir að rosabaugur myndaðist um sólina og það gæti fylgt með eða á undan runnið úlfur og gíll. Hún tengdi það beint við ofskynjanir en eyddi svo einhverjum setningum í að skýra út þetta stórmerkilega náttúrufyrirbæri.

Svo hef ég ekki lesið mikið eftir hana Guðrúnu Evu en verð eiginlega að lesa hina skáldæfisöguna sem hún gaf út fyrir nokkrum árum, Skegg Raspútíns. Áður hafði ég bara lesið eina bók eftir hana, Yosoy, sem var eiginlega of undarleg fyrir mig.

Tuesday, November 19, 2024

Að vera með ADHD eða að vera ekki með ADHD

Ég eiginlega veit ekki alveg hvenær ég komst grjóthart á þá skoðun að ég væri með ADHD... kannski hef ég alltaf vitað það.

Ég hafði líklega mest grínast með það inni í hausnum á mér að ég væri með eitthvað ADHD en ekki alveg tekið sjálfan mig trúanlega með það. Einhvern veginn t.d. stóð ég í þeirri trú að fólk með ADHD hefði átt við námsörðugleika að stríða og verið svona krakkarnir sem voru aldrei til friðs í skólanum. Ég var hins vegar alltaf frekar rólega týpan... eða það fannst mér... og líklegast hef ég rétt fyrir mér í því. Svo var það konan sem var ráðherra sem uppljóstraði því að hún hefði verið greind með ADHD á fullorðinsárum og ég tengdi eitthvað aðeins meira við hana. Svo einhvern tíman var ég eitthvað að þvæælast á Instragram og skoða taggaðar myndir með introvertum sem ég taldi mig vera en sá að ég er alveg rosalega lítið alvöru introvert... reyndar ekkert endilega extróvert heldur. En þá bara BINGÓ það voru færslur taggaðar með ADHD og það var bara nokkurn veginn lýsing á sjálfum mér.

Einkenning svona nokkurn veginn þannig að ég tikka í boxið:

  • Rólega týpan í skóla sem fór dálítið lítið fyrir.
  • Gaurinn sem fór oft að gera eitthvað allt annað þegar hann átti að vera að gera eitthvað rosalega mikilvægt... eins og t.d. læra fyrir próf, þá voru bara teknar framköllunartarnir í myrkraherbergi eða ég fann einvherjar rosalega merkilegar bækur sem ég varð að lesa... eða þegar ég er að skrifa þetta þá eru tvö mjög mikilvæg verkefni sem ég þarf að klára á morgun... annað um hádegi og hitt um kvöldið... en nei ég er ekki að vinna það núna komið undir miðnætti.
  • Miklir hæfileikar og geta til að gera áætlanir og plön en gjörsamlega vonlaus að fara eftir þeim.
  • Með áætlanir og plön... þá verð ég að hafa plan þannig að eitthvað gerist en að ég geri það sem stendur á planinu það er ekki að fara að gerast.
  • Íbúðin mín eiginlega fullkomið mess.
  • Á alveg ofboðslega erfitt með að klára verkefni.
  • Fæ endalausar hugmyndir... a.m.k. fæ ég meira af hugmyndum en flestir held ég.
  • Tala annað hvort allt of mikið eða allt of lítið.
  • Á ekkert rosalega auðvelt með að vera kjurr.
  • Naga neglurnar og mun líklega aldrei geta hætt því.

Hyperfocus
En það fylgir þessu líka hyperfókus. Ef það er eitthvað sem á allan hugann þá kemst eiginlega ekkert annað að og ég get afkastað alveg óstjórnlega - eða það finnst mér a.m.k. sjálfum. Svona eins og ég er t.d. í núna að það ver verkefni sem hefur ekkert gengið í heilt ár og ég þarf að gera grein fyrir því um hádegi á morgun og e.t.v. þá næ ég hyperfocus í fyrramálið og geri þá allt sem gera þarf.

Og svo e.t.v það sem er eiginlega rosalegast að starfsferillinn minn gengur eiginlega út á ADHD líka. Það sem ég hef fengist við er að búa til skipulag annað hvort fyrir sjálfan mig eða fyrir aðra til að fara eftir.

Svo það sem fer kannski mest taugarnar á mér er að þegar ég impra eitthvað á þessu þá annað hvort fæ ég framan í mig að það séu allir með ADHD eða ég fæ spurninguna hvort ég ætli þá að fara að éta amfetamín.

Það stendur ekkert til að fara á nein lyf held ég úr þessu.

Svo hins vegar líka... a.m.k. tvisvar hef ég fengið hérumbil greiningu. Hjúkrunarfærðingur sem var að þælast í einhverri ferð sem ég var í... var alveg með það að hreinu að ég væri augljóslega með ADHG og önnur kona sem ég hef líka verið að þvælast með, þekkir ADHD úr sinni fjölskyldu, einvherjir með ADHD greiningu og segir að ég sé bara alveg eins og þeir sem eru með ADHD.

En ekki veit ég alveg af hverju ég er að skrifa þetta eða fyrir hverja eða hvern... líklega bara fyrir sjálfan mig.

Bouvet eyja



Facebook á það dálítið til að troða óumbeðnum upplýsingum upp á mann og það dúkkuðu upp hjá mér dálítið tilgangslausar upplýsingar um Bouvet eyju á suðurhveli, sem var sögð merkileg fyrir það að þar væri afskekktasti staður jarðarinnar. Ég veit ekki hvort það sé rétt en mér fannst annað merkilegra.

Þessi eyja sem er svo sem ekki stór eða um 50 ferkílómetrar eða 6x9 km að stærð, þá er hún á um 54°suðlægrar breiddar sem er talsvert nær miðbaug en Ísland. Raunar er eyjan staðsett á suðurhveli á sama stað og suður Danmörk. Eins og sést á Google Earth þá er eyjan nær algjörlega hulin jökli.

Ef við myndum „slökkva á“ Golfstraumnum – sem gæti gerst með þeim loftslagsbreytingum sem eiga sér stað… þá gæti Ísland endað hulin jökli eins og þessi eyja.

Ef við þurfum að flýja Ísland út af því að hylst jökli vegna umhverfisbreytinga, þá má kannski gera ráð fyrir að hagur þessarar eyjar vænkist og hún verði í staðinn íslaus, því eitthvert mun hitinn fara. Þarna er þá kannski fyrirheitna landið okkar. Eyjan er annars norsk og þá kannski snjallt að senda inn beiðni til Norska kóngsins að fá að vera þarna?!

Monday, November 11, 2024

Jón og njósnararnir

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns

Þetta er allt saman með dálitlum ólíkindum og á margan hátt hið einkennilegasta mál en það er samt ekkert þarna í fréttinni hjá Heimildinni, (hvað ég nennti að lesa hana) hjá Heimildinni sem kemur á óvart sérstaklega með Jón Gunnarsson.

Ég hélt að það hefði verið alveg augljóst að hann fór þarna inn í matvælaráðuneytið til að hefna sín á Vinstri grænum og alveg sérstaklega til hjálpa vini sínum Kristjáni Loftssyni að fara aftur að veiða hval. Hann var meira að segja búinn að lýsa því yfir sjálfur að hann ætlaði sér að gefa út leyfi til hvalveiða.

Það var í sömu fréttunum að Jón tæki þetta 5. sæti á lista og að hann myndi hætta á þingi til að fara að taka til í matvælaráðuneytinu. Það var því algjörlega augljóst hélt ég að þetta hékk allt saman saman. Það sem er hins vegar ótrúlegt er að Jón Gunnarsson sé það þekktur erlendis að ísraelskt njósnafyrirtæki hafi sett upp gerfifyrirtæki og sent hingað njósnara til að veiða upplýsingar upp úr syni hans. Til að gera þetta enn einkennilegra þá hófst allt saman áður en stjórnarslitin urðu og algjörlega ófyrirséð hélt ég að Jón Gunnarsson væri að fara þarna inn í matvælaráðuneytið sem var þá í höndum Vinstri grænna.

Það má líka velta fyrir sér hvernig fólk er að fara með trúnaðarupplýsingar. Sonur Jóns á varla að vita hvað fer á milli Jóns og einhverra innvígðra nema hann sé sjálfur þannig innvígður og hann á í öllu falli ekki að vera að gaspra um það við einhvern erlendan "viðskiptafélaga".

Spurningin vaknar svo eiginlega líka hvort eitthvað fleira svona sé í gangi. Ef Jón hefði ekki farið þarna inn í matvælaráðuneytið þá hefði þetta líklegast aldrei orðið frétt og Jón bara siglt í rólegheitum út úr pólítíkinni. Eru svona njósnir bara daglegt brauð en oftast verður ekkert úr neinu því ekkert krassandi kemur í ljós?!

Og það er alveg klárt í mínum huga að þeir sem settu upp þessa undarlegu fléttu til að plata soninn eru bara glæponar og þeir feðgar fórnarlömb glæponanna.

Thursday, October 31, 2024

Um tábrot og upprifjun á fótbroti

Tábrot er yfirleitt minniháttar en það er aðeins óþægilegt að tjóna aftur fótinn sem margbrotnaði fyrir tæpum 10 árum... tábrotið og bataferli fjarvinkonu sem braut sig í sumar er að rifja þetta upp hjá mér.

Svona það sem ég ætlaði að halda til haga voru nokkrir hápunktar... eða kannski frekar lágpunktar.

Þegar ég var að fara heim af spítalanum eða var í fyrstu gifsskiptunum að þá vildi aðstoðarlæknirinn sem var með í skurðaðgerðinni fá að hitta mig. Hann var líklega á leið í sérnám í skurðlækningum og var með til að sjá framkvæmd aðgerða. Hann sagði mér að áður en aðgerðin hófst þá hefði hann í raun ekki gert ráð fyrir að ég myndi nokkurn tímann geta gengið aftur +a eðlilegan hátt. Aðgerðin hefði hins vegar heppnast þvílíkt vel að hann teldi þá eftir aðgerðina allar líkur vera á því að ég kæmist aftur á lappir og kæmist aftur á fjöll

Það var þegar ég var búinn að vera í gifsi í eitthvað yfir tvo mánuði og losnaði loksins við það - var búinn að hlakka þvílíkt til. Er svo trillað í hjólastól til Rikka skurðlæknis og hann bara horfir á röntgenmyndina og segir svo upp í opið geðið á mér að þetta sé bara alveg ógróið ennþá og núna verði ég bara að fara að ganga á járnunum. Ég sem auðvitað hafði haldið að ég gæti bara farið að ganga eitthvað um leið og ég kæmist úr gifsinu.

Þegar fóturinn kom úr gifsinu og var upp að hné með eiginlega einsleita breidd. Tábergið sem er á að vera aðeins breiðara en ökklinn með sömu breidd og ökklinn sem var stokkbólginn og blautur af bjúg. Ökklinn já eins og ég veit ekki hvað. Og kálfavöðvarnir sem voru bara gjörsamlega horfnir.

Og svo þegar ég hitti fyrst Árna sjúkraþálfara í Gáska. Ég á tveimur hækjum með fót sem var hægt að vinda í orðsins fyllstu merkingu, útþaninn af bjúg og bólgum – og ég bara spurði hann hvenær ég mætti eiga von á að komast í alvöru fjallgöngu! Hann sá að þetta var alvöru verkefni!

Eða þegar ég var í sjúkraþjálfun að reyna að virkja aftur litlu vöðvana í ökklanum. Ég horfði á ökklann og heilinn í mér sagði honum að nugga fætinum eitthvað til… en það gerðist ekkert. Þessir vöðvar sem höfðu ekkert gert í einhverja mánuði voru líklega farnir að halda að þeir myndu aldrei aftur gera neitt og voru bara hættir að nenna að bíða eftir þessu.

Eða þegar ég fékk baslagið líklega svona 8 mánuðum eftir að ég brotnaði og fór að nota hækjurnar aftur í smá tíma. Það var ekki gaman en ég komst fljótt aftur á góðan bataveg.

Eða þegar ég hitti Rikka skurðlækni í eitt af síðustu skiptunum og það var búinn að vera nokkuð góður tröppugangur í því hvað ég mátti gera. Fyrst mátti ég ganga með tveimur hækjum, svo einni hækju, svo án þess að vera með hækju… að sársaukamörkum… mátti hjóla en það eina sem var eftir var að hann segði að ég mætti hlaupa. En þá kom hann með þennan skelfilega dóm að ég mætti aldrei alla æfina, aldrei hlaupa aftur. Rökin þau að þegar maður hleypur þá kemur alltaf högg á fótinn og minn fótur myndi ekki þola það. Ég tók svona eitthvað mark á honum og ég svo sem var ekkert fær um að hlaupa eitt né neitt þarna fyrst. Svo kannski svona ári seinna þá fór ég að hlaupa við fót upp í móti á malarstígum uppi í Heiðmörk sem svo þróaðist í að ég bara fór að hlaupa á malarstígum og utanstíga. Dásemdarhlaup þar sem markmiðið var alls ekki að hlaupa hratt heldur að hlaupa varlega. Ennþá hleyp ég helst ekki niður því þá er mikið erfiðara að passa fótinn og almennt hleyp ég aldrei á malbiki eða hörðu undirlagi. Undantekning reyndar var gerð í ágúst þegar ég fór í Reykjavíkurmaraþon – 10 km og mikið djöfull var það æðislega gaman.

Núna þessum tæpu 10 árum seinna er fóturinn í rauninni alveg ótrúlega góður. En ég hugsa alltaf um þennan fót á sérstakan hátt og passa mikið betur uppá hann. Ef ég finn til í fætinum sem brotnaði þá verð ég alltaf dálítið skelfdur og núna er slæmt að hann sé með brotna tá.

Það sem ég síðan má eiga von á einhvern tímann seinna… kannski eftir fá ár en vonandi eftir mjög mörg ár, er að brjóskið í hælnum verði búið. Bæði er að ég tjónaði brjóskið í slysinu – sköflungurinn brotnaði neðst og sprungur náðu niður hælbeinið í gegnum brjóskið – og svo að það er alltaf einhver stallur á sköflungnum sem er hægt og rólega eða þannig, að spæna brjóskið upp. Ég þarf því ekki að gera ráð fyrir að það endist mér út æfina. Rikki sagði annars að það væri ekkert mál… þá yrði ökklinn bara gerður stífur 

......


----------------------
Myndatexti á undan /a merkinu... þarf ekki /br á eftir...
----------------------

....

Monday, October 28, 2024

Ulfarsfellin 100 sinnum

20240310_122214Á toppi fellsins 10. mars 2024.

Þetta er náttúrlega bara eitthvað ruggl... það var sett allsherjarátak að fara 100 siinnum á Úlfarsfellið þetta árið. Ég hef átt einhverjar skorpur en er ennþá ekki nema hálfnaður þannig að miðað við að ég er tábrotinn og ekki mjök mikið eftir af árinu þá er ekkert of líklegt að ég nái því úr þessu. En þetta var nú samt bara ágætt!
Capture

Sunday, October 27, 2024

Kæjakræðarinn

Svo því sé haldið til haga þá var farið heilan helling á kæjak síðasta sumar.

Fór einhvern tímann síðsumars ágætan túr á þeim gula um Elliðavatn. Er kannski að ná einhverjum tökum á honum og ætla að reyna meira næsta sumar. Búinn að vera að skoða hvað þetta stöðugleikadæmi hjá mér er og komst eiginlega að því að málið snýst um tvenns konar stöðugleika. Þ.e. fyrsta stigsa og annars stigs... primary and secondary heitir það líklegast á útlenskunni. Kæjak sem er þægilegur og veltur alls ekki á sæmilega sléttu vatni, er ekki eins góður í alvöru öldugangi. Ef aldan bara setur þannig bát á hvolf þá getur ræðarinn í sjálfu sér ekkert gert til að koma í veg fyrir það. Bátur sem er með sterkara secondary stabilitet er ekki jafn stöðugur á sléttu vatni en ef það er öldugangur þá getur ræðarinn haldið honum frekar á réttum kili.

En þetta verður eitthvað meira gert næsta sumar.

20240922_190431Guli kafbáturinn í góðum gír, 22. september 2024


Tábrot


Plástur á til að halda þessu á sínum stað

Veit ekki... en það var á miðvikudaginn í vikunni sem leið, að ég gekk eitthvað hratt inn á bað og þar var stóll og sá fékk nú að kenna á því... eða reyndar frekar litla táin mín sem stóð beint út í loftið!

Einhverja sögu væri hægt að segja af því hvernig þetta var á slysó en mér var ruglað saman við einhvern útlending sem var líklega fótbrotinn eftir vinnuslys en það kom í LSH appinu mínu að ég væri farinn í gifsmeðfer... sem passar engan vegin við brotnar litlutær... því LSH gerir víst bara ekkert í þeim. Röntgenmynd tekin en ég svo bara sendur heim og ekki einu sinni settur plástur til að teipa tána við næstu tá... það þurfti ég að gera sjálfur en ekki gott að gera það upp á eigin spýtur.

Ég veit annars ekki alveg hversu rétt þetta er að ég hafi brotnað... finnst þetta allt frekar skrýtið þar sem táin virkar eiginlega ekki á mig eins og hún hafi brotnað. Ég sá annars ekki röntgenmyndina sjálfur en þyrfti helst að fá að sjá hana þannig að ég viti betur hvað ég megi gera og hvað ekki.

Ef brotið var eins og aflögunin benti til þá var beinið alveg í sundur en þar sem ég gat eiginlega alltaf hreyft tána eitthvað til þá passar það ekki alveg við þetta.  Er farinn að hallast að því að ég hafi farið úr lið eins og ég hélt fyrst en svo hafi þá e.t.v. eitthvað smávægilegt brotnað. Annar möguleiki er að læknirinn hafi bara séð eitthvað annað gamalt brot á þessari tá. Einhvern veginn er ég farinn að halda að ég hafi í gegnum tíðina bara verið nokkuð iðinn við að brjóta þessar tær mínar.

Friday, October 18, 2024

Oslóarferð

20241017_162710Norska konungshöllin við enda Karls Jóhanns... göngutúr kvöldið áður en haldið var heim á leið

Kannski ekkert mest í frásögur færandi en það var farið til Oslóar... nokkrir dagar - vinnuferð.

Það sem ég ætlaði kannski helst að minna mig á með þessari færslu að það var frá síðustu mánaðamótum að ég er farinn að teljast vera 70% starfsmaður á Nordic.

20241017_205931Fyrst flogið með SAS til Köben og svo áfram til Íslands... jú - hefur verið gert áður!


-------
Skráð inn eitthvað eftir á (27.okt) en mikið djöfull er þetta Blogger kerfi leiðinlegt!

Wednesday, October 09, 2024

Jöklamæling

DJI_0262 


Það var farið og mælt einn jökul, einsamall. Gunninn bara að slæpast hjólandi í útlöndum og hann eitthvað hálfpartinn í fýlu fannst mér að ég væri að mæla jökul... eins og ég hefði eignað mér það. Ekki mikið hægt að mæla jökul með einhverjum sem er bara á þvælingi út í heimi... eða eitthvað allt annað var hann að gera.

Það sem kannski samt helst bar þarna til tíðinda var að ég arkaði upp í Borgignar og nam þar land! '?DJI_0317


Skráð inn eitthvað eftir á en mikið djöfull er þetta Blogger kerfi leiðinlegt!

Saturday, October 05, 2024

Ertu búinn að læsa bílnum... er afturhlerinn lokaður?

20241005_080233Þarf eitthvað að loka?

Það er þegar maður er að fara að gæda... einhhvern tímann þá var rútan lögð af stað þegar einn góður farþegi hrópaði upp hvort það gæti verið að einhver ætti eftir að loka bílnum sínum... og það var auðvitað ég sem átti þann bíl.

Það er a.m.k. ein góð kona með í ferðunum sem er farin að passa uppá mig pog spyr... dálítið til að stríða mér hvort ég sé búinn að loka afturhleranum á bílnum mínum... en þegar farið var í burjun október níuna þá var hún ekki með og því fór næstum því sem fór. Ég reyndar fattaði þetta rétt áður en rútan lagði af stað en það var líklega bara út af því að mig vantaði kaffibollann sem var þarna tilbúinn handa mér.

ADHD eða ekki... ég veit ekki... en það lendir mér vitanlega enginn annar í þessu... a.m.k. ekki svona oft eins og ég! Ég reyndar er með það hlutverk að þurfa að passa uppá flest í þessum ferðum þannig að ég er svo sem líklegur til að gleyma svona aukaverkum eins og að loka bílnum... en þetta er auðvitað ekki alveg eðlilegt!

Sú sem passar þarna uppá mig held ég reyndar að þekki eitthvað dálítið til ADHD.
----------------------
Ekki skráð neitt svo löngu seinnia... bara 28. október

Sunday, August 25, 2024

Hlaupakall

Reykjavíkurmaraþon

20240822_163915Skórnir klárir... merkið klárt... spurning með mann sjálfan!


Jæja... þvert á læknisráð og ekki almennilega æfður og með dularfullan verk í mjöðm lagði ég af stað í mitt fyrsta alvöruhlaup í meira en 10 ár. Var eitthvað búinn að skoða hvenær ég hljóp svona síðast en það var fyrir fótbrot og líklega einhverjum árum fyrr... man það bara ekki en meira en 10 ár voru það.

Þetta var pínulítið bara óvart. Deloitte að styðja við starfsfólk að hlaupa... borga þátttökugjaldið og svo einhver peysa líka og ég lét tilleiðast. Ef það hefði ekki verið raunin þá hefði ég líklegast bara hætt við. Þegar ég var búinn í einhverjum gönguferðum og ætlaði að fara að æfa mig þá fékk bara einhverja óskiljanlega verki. Það var held ég í fæti fyrst og svo í mjöðm. Ákvað að utanvegaskórnir væri ekki nógu góðir fyrir harða undirlagið þannig að það voru verslaðir nýir hlaupaskór eins og ég notaði hér í dentíð.

Markmiðið hafði verið að hlaupa á undir 1 klst en það eiginlega breyttist þannig að markmiðin urðu:

  • Komast í mark án þess að hafa skaða af... og þá var númer eitt að gera þetta án skaðans
  • Hafa gaman
  • Vera ekki svo seinn að ég yrði einmanna seinastur af öllum eða þannig.
Skoðaði eitthvað tímana frá í fyrra og sá að ef ég væri á minna en 90 mínútum þá yrði ég ekkert einmanna... fullt af fólki að fara þetta á þeim tíma. Klukkutími og korter væri bara stórfínt. Ég sá reyndar að með auknum fjölda hlaupara þá eru miklu fleiri að fara þetta í rólegheitunum en áður.

Svo rann upp hlaupadagurinn... Ég vaknaði og fékk mér líklega bara kaffi eins og venjulega... var að taka mig til í rólegheitunum og var svo búinn að ákveða að hjóla niðreftir. Það var í raun lang einfaldast og þurfa þá ekkert að veseneast með bílastæði... hægt að skilja hjólið eftir hvar sem var. Fór í hlaupagallann og kominn með númerið á... eitthvað að vesenast og endaði auðvitað á því að leyfa ADHD að klúðra þessu næstum því. Þurfti sem sagt að hraða mér en sá samt að ég var alveg sæmilega tímanlega þegar ég var kominn niður að Snorrabraut. Sá líka fleira fólk hjólandi í hlaupaskóm og með númer á bumbunni.

Hjólið skilið eftir einhvers staðar í Þingholtunum og ég mættur. Þetta var æfintýralegur fjöldi og mikið fleiri en fyrir þessum rúma áratug... og alls konar fólk. Ég ætlaði að finna einhverja blöðru til að elta og hafa þá hraðann stoilltann miðað við það en fann enga. Svo sem allt í lagi þar sem ég var með mitt úr.

Svo var farið að telja niður og það var ræst... en ekkert gerðist. Held að það hafi liðið einhverjar þrjár mínútur áður en ég fór að hreyfast og enn fleiri mínútur áður en ég fór yfir ráslínuna. Ég setti mína klukku af stað þá því ég var meira að hugsa um flögutímann en að ná sérstökum byssutímaárangri.

Þetta gekk alveg bara ágætlega og þar sem ég byrjaði frekar aftarlega líklega þá var ég allan tímann að fara framúr öðrum frekar en að það væri verið að fara fram úr mér. Mjöðmin kikkaði reyndar inn þegar ég átti svona 3 km eftir og ég hægði eitthvað á mér. Var reyndar búinn að sjá að ég væri ekki að ná þessu á klukkutíma, alls ekki byssutíma og heldur ekki flögutíma. Það var bara allt í lagi og best að passa sig á að ganga ekkert frá sér í þessu.

Flögutíminn varð eitthvað 63 mínútur minnir mig. Skiptir ekki öllu máli eða bara ekki neinu máli. Skondnast kannski að ég held að ég hafi aldrei lent eins framarlega, þ.e. áður þegar ég var að fara á undir 1 klst þá var ég samt að koma í mark í seinni hlutanum en núna var ég held ég í fyrri hlutanum.

Svona eiginlega þá var þetta eitthvað það skemmtilegasta sem ég hafði gert lengi og verð líklega að fara aftur á næsta ári. Get þá vonandi hlaupið betur verkjalaus.

20240824_105102Að koma í mark á bara ágætum tíma þannig séð og fullt af fólki út um allt með manni, á undan manni og á eftir manni!


----------------------
Skráð inn eitthvað eftir dúk og disk, 28-10-2024

Monday, August 05, 2024

Jæja... næstum ár frá síðasta bloggi

Já eða a.m.k. næstum heilt ár frá síðasta rauntímabloggi held ég. Líklegast í ágúst fyrir ári að ég bloggaði eitthvað í rauntíma. Svo á ég það til að setja inn eitthvað sem var áður á Facebook eða einhvers staðar... eða bara laumað inn með rangri dagsetningu því ég vildi eiga eitthvað í blogginu... þetta er nefnilega dagbókin mín!

Veit annars ekki hvað ég ætla að skrifa... fór bara eitthvað að rausa hérna... er eitthvað að frétta nei eða kannski jú...

Búinn að gæda einn Laugaveg í júlí og ég fékk einhverjar ofboðslegar efasemdir um að ég ætti að vera að gera þetta en þegar á leið þá varð þetta bara eins og... nei ekki einsi og... þessi ferð varð bara sætur draumur.

Það gekk allt upp eins og draumur í dós. Reyndar ekkert of gott veður en hópurinn æðislegur. Reyndar alveg tvær þarna sem hefði kannski ekkert átt að vera að fara laugaveginn en það gekk alveg. Önnur vildi bara bíða einhvers staðar undir Morinsheiði í roki og rignungu á meðan hópurinn færi upp að gosstöðvunum en það var ekki í boði og ég bara sannfærði hana um að við værum að gera þetta sem einn hópur.
Þá var einn sem vildi ekki ganga svona hægt... og ég bara leyfði honum að fara á undan en bara ekki of langt. Þau fengu þá öll að ganga á sínum hraða.
Svo þróuðust matarmálin þannig að ég var varla að gera nokkurn skapaðan hlut.

Svo ég segi eitthvað gott um sjálfan mig... þá hefði ég auðvitað alveg getað klúðrað þessu og þó þetta hefði verið eitthvað erfiðari hópur þá hefði það samt verið allt í lagi... og ef ég væri að fara með einhvern ga-ga hóp þá væri það bara fyndið í sjálfu sér.

En þessi hópur var sem sagt æðislegur, kunni alveg dásamlega vel við fólkið og ég held að það hafi verið talsvert gagnkvæmt. Eiginlega best heppnaða Laugavegsferðin mín hingað til.

20240723_110721 copyHópurinn á Morinsheiði

Friday, July 12, 2024

Vel heppnað sólóferðalag: 7-11 júlí 2024

20240710_160814Á Breiðárlóni

Kannski það best heppnaða sem ég gerði sumarið 2024. Farið fyrst í Skaftafell með viðkomu reyndar í Fellsmörk því kerran var eitthað trufla mig... kerra... jú ég var sko græjaður í að fara á kajak og að hjóla.

Yfirlýstur tilgangur ferðarinnar var annars að kanna aðstæður vegna göngu FÍ á Kristínartinda og það gekk ágætlega að fara þangað eftir að ég var loksins þangað kominn. Ferðalagið þangað tók sem sagt tvo daga þar sem stoppað var yfir nótt í Fellsmörk. Til að gera þetta enn undarlegra þá tók það mig a.m.k. jafn marga daga að komast af stað.

Var í tvær nætur held ég í Skaftafelli. Kom um hádegi og fór þá á Kristínartinda. Gekk vel. Skemmtilegar samræður við nágrannann á tjaldstæðinu... veit reyndar ekkert hvað hún heitir og hitti hana væntanlega aldrei aftur en gott spjall. Svo hjólað inn í Bæjarstaðaskóg og spjall við Ægi í Advania á eftir... við reyndar dálítið lengi að fatta það að við unnum aldrei saman hjá Skýrr heldur bara hjá IMG.

Síðan var haldið austur á bóginn og farið á kæjak fyrst á Breiðárlóni. Þar var stöðugur straumur af litlum túristarútum - aðallega gömlum Econlinerum að fara inn að jöklinum þar sem fólk seinna um sumarið fórst að voða í íshelli sem hrundi. Ég óttast dálítið að þessum vegi sem ég notaði tilk að komast að lóninu verði lokað vegna íshellarugls.

Svo var það Fláajökulslón sem ég þekkti eitthvað til eftir jarðfræðiferð þar rúmum 10 árum fyrr.

20240708_124825Bransalegur á tjaldstæðinu í Skaftafelli.

Það sem kannski er aðeins að trufla mig er að þessar sólóferðir mínar eru að frekar mörgu leyti bestu ferðirnar sem ég fer. Þarf ekki að vera að sannfæra aðra um hvað eigi að gera og ferðin getur verið algjörlega óskipulögð og heimferðartími bara eftir einherja daga og kemur þá bara í ljós. Ef farið er með einhverjum öðrum þarf alltaf að vera búið að ákveða hvað ferðin á að vera löng og helst eitthvað meira hvað eigi að gera... og ég þarf að fá aðra til að samþykkja það sem mig langar til að gera. Og ef eins og var í þessari ferð að ég hitti skemmtilegt fólk... þá var þetta bara fullkomið!
------
Skráð inn eftir dúk og disk, 27-10-2024

Monday, June 24, 2024

Átti eitthvað að fara inn í ísskáp?

20240624_150339 copy

Þetta kemur eflauast fyrir alla.

Þennan dag var það líklegast þannig að um um átta leitið var verið að fá sér kaffi og ristað brauð... svo var eitthvað snövlað heima... eflaust ekki neitt... kominn í vinnuna kl. 9:30 ... kominn heim upp úr hádegi... ekkert að muna eftir neinu fyrr en þá um kl. 16 þegar ég fór af stað suður í Hafnarfjörð til að sækja bíl á verkstæði... þurfti þá að fara fram í eldhús og þar beið mín volg mjólk, bráðið smjör og harðnaður ostur!

Eitthvað tengt ADHD... gæti það verið?
----------------------
Sett inn eftir dúk og disk, 28. október 2024

Tuesday, June 11, 2024

Það er þetta með bensínlokið

20240611_220523Hefur gerst oftar en einu sinni!

Það þarf að taka bensín... það er bara sjálfsafgreiðsla... það er staðið við dæluna og beðið meðan hún gengur... ég læt bara dæluna ganga og svo heyrist klikk í dælunni... tankurinn fullur. Nú er best að koma sér af stað.

Ég lofa guð að ég hef þó alltaf munað eftir að ganga frá dælunni á sinn stað en ekki bara ekið af stað. En sem sagt... þegar búið er að ganga frá dælustútnum á sinn stað þá kemst ekkert annað að en að drífa sig áfram í allt það sem ég ætla að gera allt í einu.

Þetta skiptið áttaði ég mig reyndar mjög fljótt á þessu og gat stoppað til að laga þetta. Einhvern tímann áður þegar þetta gerðist þá ók ég heim og fór bara að sofa. Daginn eftir var ég að keyra upp Ártúnsbrekkuna og fór þá að heura eitthvað hljóð eins og eitthvað væri að slást til... sá þá bensínlokið ver að sveiflast í hliðarspeglinum. Ekki gott að stoppa þarna í Ártúnsbrekkunni en ég eitthvað á leið upp Heiðmörk eða álíka þannig að þar væri einfalt að loka þessu. Og ég skokkaði eða hvað það var og ég keyrði heim aftur... og þá var bara komið að því að muna eftir að loka þessum fjárans bensíntanki!

Eitthvað tengt ADHD... gæti það verið?
----------------------
Sett inn eftir dúk og disk... 28. október 2024